Skilur angist foreldra og hefur fulla trú á að málið endi vel Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2023 10:06 Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, segist hafa fulla trú á að mál Kristjáns Jakovs Lazarev endi vel og að Menntamálastofnun leiti leiða við að finna lausn sem henti honum. Aðsent Forstjóri Menntamálastofnunar segir stofnunina hafa lagt sig fram við að finna lausn fyrir Kristján Jakov Lazarev sem er ekki enn kominn með menntaskólapláss. Leitað sé allra leiða til að finna skóla sem henti þörfum hans. Þá segir að það sé skýr stefna að breyta framkvæmd innritunar til að gæta best hagsmuna barna. Vísir fjallaði í gær um mál Kristjáns Jakovs en hann er sá eini úr útskriftarárgangi Klettaskóla í ár sem hefur ekki fengið menntaskólapláss. Marina Lazareva, móðir Kristjáns, segir að honum hafi verið synjað um pláss í þeim tveimur skólum sem henta honum og segir að hún fái hvergi nein almennileg svör. Á sama tíma og menntaskólar landsins hófust í gær var fjölskylda Kristjáns beðin um að sýna biðlund þar sem enn væri verið að vinna í máli hans. Hefur fulla trú á því að málið endi vel Vísir leitaði eftir viðbrögðum hjá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar, í gær. Þau svör bárust rétt fyrir fimm síðdegis í gær og birtast hér fyrir neðan. Þar segir að Menntamálstofnun leiti enn leiða við að finna skóla sem henti Jakovi og segist Þórdís hafa fulla trú á að málið endi vel. „Frá því að mál Jakuvs kom inn á borð Menntamálastofnunar í sumar höfum við lagt okkur fram við að finna lausn sem hentar þörfum hans. Hver framhaldsskóli hefur sínar reglur við innritun. Það er hins vegar skýr stefna að breyta framkvæmd er þetta varðar til að gæta sem best að hagsmunum allra barna,“ segir í svari Þórdísar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir var skipuð forstjóri Menntamálastofnunar til fimm ára í október 2022.Stjórnarráðið „Ég skil angist þeirra foreldra og barna sem fá ekki inngöngu í þann skóla sem þau dreymir um að komast í og kemur sem best til móts við þarfir þeirra. Við viljum öll það besta fyrir börnin.“ „Okkur tekur sárt hvað þetta mál hefur dregist en við höfum leitað allra leiða til að finna skóla sem hentar þörfum hans. Það sem við höfum getað boðið upp hingað til hentar ekki þörfum hans að mati foreldra og á það hlustum við og erum því enn að vinna að lausn.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta endi vel. Jakov á það besta skilið og ég er sannfærð um að við munum finna skóla sem honum mun líða vel í sem fyrst,“ segir hún að lokum. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Vísir fjallaði í gær um mál Kristjáns Jakovs en hann er sá eini úr útskriftarárgangi Klettaskóla í ár sem hefur ekki fengið menntaskólapláss. Marina Lazareva, móðir Kristjáns, segir að honum hafi verið synjað um pláss í þeim tveimur skólum sem henta honum og segir að hún fái hvergi nein almennileg svör. Á sama tíma og menntaskólar landsins hófust í gær var fjölskylda Kristjáns beðin um að sýna biðlund þar sem enn væri verið að vinna í máli hans. Hefur fulla trú á því að málið endi vel Vísir leitaði eftir viðbrögðum hjá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar, í gær. Þau svör bárust rétt fyrir fimm síðdegis í gær og birtast hér fyrir neðan. Þar segir að Menntamálstofnun leiti enn leiða við að finna skóla sem henti Jakovi og segist Þórdís hafa fulla trú á að málið endi vel. „Frá því að mál Jakuvs kom inn á borð Menntamálastofnunar í sumar höfum við lagt okkur fram við að finna lausn sem hentar þörfum hans. Hver framhaldsskóli hefur sínar reglur við innritun. Það er hins vegar skýr stefna að breyta framkvæmd er þetta varðar til að gæta sem best að hagsmunum allra barna,“ segir í svari Þórdísar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir var skipuð forstjóri Menntamálastofnunar til fimm ára í október 2022.Stjórnarráðið „Ég skil angist þeirra foreldra og barna sem fá ekki inngöngu í þann skóla sem þau dreymir um að komast í og kemur sem best til móts við þarfir þeirra. Við viljum öll það besta fyrir börnin.“ „Okkur tekur sárt hvað þetta mál hefur dregist en við höfum leitað allra leiða til að finna skóla sem hentar þörfum hans. Það sem við höfum getað boðið upp hingað til hentar ekki þörfum hans að mati foreldra og á það hlustum við og erum því enn að vinna að lausn.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta endi vel. Jakov á það besta skilið og ég er sannfærð um að við munum finna skóla sem honum mun líða vel í sem fyrst,“ segir hún að lokum.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
„Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01