Á ferð með mömmu tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2023 11:24 Þröstur Leó og Kristbjörg Keld fara með aðalhlutverk í Á ferð með mömmu. Kvikmyndin Á ferð með mömmu sem kom út í fyrra í leikstjórn Hilmars Oddssonar hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2023. Úrslit verða tilkynnt þriðjudaginn 31. október 2023 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Osló. Verðlaunaféð nemur 300 þúsund dönskum krónum (5,8 milljónum íslenskra króna) og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda. Aðrar myndir sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2023 eru: Viften frá Danmörku. Leikstýrt af Frederikke Aspöck eftir handriti Anna Neye. Kupla frá Finnlandi. Leikstýrt af Aleksi Salmenperä eftir handriti Reeta Ruotsalainen og Aleksi Salmenperä. Alanngut Killinganni frá Grænlandi. Leikstjórn og handrit eftir Malik Kleist. Á ferð með mömmu í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem skrifar einnig handrit. Framleiðandi er Hlín Jóhannesdóttir fyrir Ursus Parvus. Krigsseileren frá Noregi. Handrit og leikstjórn í höndum Gunnars Vikene. Motståndaren frá Svíþjóð. Handrit og leikstjórn í höndum Milad Alami. Þetta er í fyrsta skiptið sem grænlensk mynd er tilnefnd til verðlaunanna sem hafa verið veitt nítján sinnum. Þess ber að geta að Bíó Paradís í samvinnu við Nordisk Film og TV Fond mun sýna allar myndirnar sem eru tilnefndar dagana 25. – 30. október 2023 með enskum texta. Hilmar Oddsson og Kristbjörg Kjeld á tökustað á myndinni Á ferð með mömmu. Liisabet Valdoja Á ferð með mömmu var heimsfrumsýnd á Tallinn Black Nights hátíðinni og vann aðalverðlaun hátíðarinnar. Með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Hera Hilmarsdóttir og Tómas Lemarquis. Hlín Jóhannesdóttir framleiðir fyrir Ursus Parvus, meðframleiðandi er Marianne Ostra fyrir Alexandra Film í Eistlandi. Fjórar íslenskar myndir hlotið verðlaunin Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru fyrst veitt árið 2002 í tilefni fimmtíu ára afmælis Norðurlandaráðs. Þá hlaut finnska myndin The Man WithoutA Past eftir Aki Kaurismäki verðlaunin. Þau hafa síðan verið afhent árlega frá árinu 2005. Á meðal verðlaunahafa síðastliðna áratugi eru Roy Andersson, Pernilla August, Lars von Trier, Thomas Vinterberg, Ruben Östlund og Joachim Trier. Fjórar íslenskar kvikmyndir hafa hlotið verðlaunin, nú síðast Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar sem hlaut verðlaunin í fyrra. Hinar myndirnar eru Hross í Oss og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára. Menning Norðurlandaráð Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. 2. apríl 2023 19:57 Stjörnufans á frumsýningu Á ferð með mömmu Það var mikið um dýrðir í Háskólabíói þegar íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu var frumsýnd. 17. febrúar 2023 18:01 Á ferð með mömmu vinnur aðalverðlaun á Pöff Íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut í kvöld aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Tallinn Black Nights Film Festival, eða Pöff, í Eistlandi. Kvikmyndahátíðin er ein sú stærsta í Austur-Evrópu. 26. nóvember 2022 20:18 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Úrslit verða tilkynnt þriðjudaginn 31. október 2023 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Osló. Verðlaunaféð nemur 300 þúsund dönskum krónum (5,8 milljónum íslenskra króna) og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda. Aðrar myndir sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2023 eru: Viften frá Danmörku. Leikstýrt af Frederikke Aspöck eftir handriti Anna Neye. Kupla frá Finnlandi. Leikstýrt af Aleksi Salmenperä eftir handriti Reeta Ruotsalainen og Aleksi Salmenperä. Alanngut Killinganni frá Grænlandi. Leikstjórn og handrit eftir Malik Kleist. Á ferð með mömmu í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem skrifar einnig handrit. Framleiðandi er Hlín Jóhannesdóttir fyrir Ursus Parvus. Krigsseileren frá Noregi. Handrit og leikstjórn í höndum Gunnars Vikene. Motståndaren frá Svíþjóð. Handrit og leikstjórn í höndum Milad Alami. Þetta er í fyrsta skiptið sem grænlensk mynd er tilnefnd til verðlaunanna sem hafa verið veitt nítján sinnum. Þess ber að geta að Bíó Paradís í samvinnu við Nordisk Film og TV Fond mun sýna allar myndirnar sem eru tilnefndar dagana 25. – 30. október 2023 með enskum texta. Hilmar Oddsson og Kristbjörg Kjeld á tökustað á myndinni Á ferð með mömmu. Liisabet Valdoja Á ferð með mömmu var heimsfrumsýnd á Tallinn Black Nights hátíðinni og vann aðalverðlaun hátíðarinnar. Með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Hera Hilmarsdóttir og Tómas Lemarquis. Hlín Jóhannesdóttir framleiðir fyrir Ursus Parvus, meðframleiðandi er Marianne Ostra fyrir Alexandra Film í Eistlandi. Fjórar íslenskar myndir hlotið verðlaunin Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru fyrst veitt árið 2002 í tilefni fimmtíu ára afmælis Norðurlandaráðs. Þá hlaut finnska myndin The Man WithoutA Past eftir Aki Kaurismäki verðlaunin. Þau hafa síðan verið afhent árlega frá árinu 2005. Á meðal verðlaunahafa síðastliðna áratugi eru Roy Andersson, Pernilla August, Lars von Trier, Thomas Vinterberg, Ruben Östlund og Joachim Trier. Fjórar íslenskar kvikmyndir hafa hlotið verðlaunin, nú síðast Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar sem hlaut verðlaunin í fyrra. Hinar myndirnar eru Hross í Oss og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára.
Menning Norðurlandaráð Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. 2. apríl 2023 19:57 Stjörnufans á frumsýningu Á ferð með mömmu Það var mikið um dýrðir í Háskólabíói þegar íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu var frumsýnd. 17. febrúar 2023 18:01 Á ferð með mömmu vinnur aðalverðlaun á Pöff Íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut í kvöld aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Tallinn Black Nights Film Festival, eða Pöff, í Eistlandi. Kvikmyndahátíðin er ein sú stærsta í Austur-Evrópu. 26. nóvember 2022 20:18 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. 2. apríl 2023 19:57
Stjörnufans á frumsýningu Á ferð með mömmu Það var mikið um dýrðir í Háskólabíói þegar íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu var frumsýnd. 17. febrúar 2023 18:01
Á ferð með mömmu vinnur aðalverðlaun á Pöff Íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut í kvöld aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Tallinn Black Nights Film Festival, eða Pöff, í Eistlandi. Kvikmyndahátíðin er ein sú stærsta í Austur-Evrópu. 26. nóvember 2022 20:18