Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2023 12:01 Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. en samkvæmt nýrri skýrslu matvælaráðherra er fyrirtækið það eina hér á landi sem veiðir stórhveli. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna að hvalveiðar sói fjármunum allra þeirra sem að koma og tímabært að hæta þeim alfarið. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. Matvælaráðherra óskaði í vor eftir skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða hér á landi og var ráðgjafafyrirtækið Intellecon fengið til þess að gera hana. Gunnar Haraldsson er hagfræðingur hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað verið að skoða mjög afmarkaðan þátt eða beint efnahagslegt framlag hvalveiða til efnahagslífsins og það reynist ekki mikið eins og efnahagsumhverfið hefur verið á síðustu árum og áratugum og svo er niðurstaða að þrátt fyrir mikla andstöðu erlendis gegn hvalveiðum hefur það ekki áhrif á ferðamannaiðnaðinn í heild eða veldur vandkvæðum við að selja íslenskar afurðir á erlendum vettvangi, “ segir Gunnar . Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Ráðuneytið gaf þær skýringar að hún væri úti á landi á vinnudegi þingflokks VG og utan þjónustusvæðis. Tímabundin stöðvun matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Í skýrslunni segir að í raun hafi aðeins Hvalur hf. stundað stórhvalaveiðar í atvinnuskyni á síðustu árum. Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. svaraði ekki símtölum fréttastofu fyrir hádegisfréttir. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna svart á hvítu að hvalveiðar borgi sig ekki. „Þetta er bara sóun fjármuna fyrir ríkið, þjóðina og Kristján Loftsson eiganda Hvals hf. sem eyðir miklum peningum í þetta. Við höfum vitað lengi að hvalveiðar borga sig ekki. Þetta er fyrst og fremst einhver ástríða hjá Kristjáni Loftssyni að fá að veiða hval og stjórnvöld hafa í gengum tíðina verið honum eftirlát. Ég held að það sé kominn tími til að hætta þessu,“ segir Árni. Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Matvælaráðherra óskaði í vor eftir skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða hér á landi og var ráðgjafafyrirtækið Intellecon fengið til þess að gera hana. Gunnar Haraldsson er hagfræðingur hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað verið að skoða mjög afmarkaðan þátt eða beint efnahagslegt framlag hvalveiða til efnahagslífsins og það reynist ekki mikið eins og efnahagsumhverfið hefur verið á síðustu árum og áratugum og svo er niðurstaða að þrátt fyrir mikla andstöðu erlendis gegn hvalveiðum hefur það ekki áhrif á ferðamannaiðnaðinn í heild eða veldur vandkvæðum við að selja íslenskar afurðir á erlendum vettvangi, “ segir Gunnar . Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Ráðuneytið gaf þær skýringar að hún væri úti á landi á vinnudegi þingflokks VG og utan þjónustusvæðis. Tímabundin stöðvun matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Í skýrslunni segir að í raun hafi aðeins Hvalur hf. stundað stórhvalaveiðar í atvinnuskyni á síðustu árum. Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. svaraði ekki símtölum fréttastofu fyrir hádegisfréttir. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna svart á hvítu að hvalveiðar borgi sig ekki. „Þetta er bara sóun fjármuna fyrir ríkið, þjóðina og Kristján Loftsson eiganda Hvals hf. sem eyðir miklum peningum í þetta. Við höfum vitað lengi að hvalveiðar borga sig ekki. Þetta er fyrst og fremst einhver ástríða hjá Kristjáni Loftssyni að fá að veiða hval og stjórnvöld hafa í gengum tíðina verið honum eftirlát. Ég held að það sé kominn tími til að hætta þessu,“ segir Árni.
Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira