Segir hátt settum stjórnanda United að íhuga stöðu sína: „Þetta er svívirðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 23:31 Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United og Rachel Riley, sjónvarpsstjarna og stuðningsmaður Manchester United Getty/Samsett Breska sjónvarpsstjarnan Rachel Riley hvetur Richard Arnold, framkvæmdastjóra Manchester United til þess að íhuga stöðu sína. Félagið hafi farið kolrangt að í máli Greenwood og umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. Það vakti gríðarlega mikla athygli á dögunum þegar að Riley steig fram og sagðist ætla að hætta styðja Manchester United ef félagið myndi leyfa Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli leikmannsins. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að Greenwood yfirgefi Manchester United, hann mun ekki spila annan leik fyrir félagið, en í nýjasta útspili sínu segir Riley að Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, ætti að íhuga stöðu sína. Það þykir nokkuð ljóst að forráðamenn Manhester United ætluðu sér að koma Greenwood aftur inn í aðallið félagsins. Þær hugmyndir voru viðraðar við starfsfólk hjá Manchester United og lekið til fjölmiðla. Mótbárurnar við þeirri væntanlegu ákvörðun voru hins vegar það miklar að algjör kúvending varð á niðurstöðu félagsins. Aldrei skammast sín eins mikið Í samtali við The News Agents segir Riley að forráðamenn Manchester United hafi misst alla stjórn á máli Greenwood og farið kolrangt að hlutunum. Stuðningur félagsins við Greenwood, meðal annars í opnu bréfi sem téður Arnold birti á heimasíðu félagsins, hafi umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. „Ég sé ekki hvernig framkvæmdastjóri Manchester United, sem er með milljónir punda í húfi, á að vera í stöðu til þess að taka ákvörðun í þessu máli Hún skammast mín fyrir að vera stuðningsmaður félagsins. „Þetta er algjör óstjórn. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United síðan áður en ég fæddist. Faðir minn hefur farið á leiki félagsins í fleiri áratugi. Ég hef aldrei skammast mín eins mikið fyrir félagið. Þetta er svívirðilegt.“ Mál Mason Greenwood Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Það vakti gríðarlega mikla athygli á dögunum þegar að Riley steig fram og sagðist ætla að hætta styðja Manchester United ef félagið myndi leyfa Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli leikmannsins. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að Greenwood yfirgefi Manchester United, hann mun ekki spila annan leik fyrir félagið, en í nýjasta útspili sínu segir Riley að Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, ætti að íhuga stöðu sína. Það þykir nokkuð ljóst að forráðamenn Manhester United ætluðu sér að koma Greenwood aftur inn í aðallið félagsins. Þær hugmyndir voru viðraðar við starfsfólk hjá Manchester United og lekið til fjölmiðla. Mótbárurnar við þeirri væntanlegu ákvörðun voru hins vegar það miklar að algjör kúvending varð á niðurstöðu félagsins. Aldrei skammast sín eins mikið Í samtali við The News Agents segir Riley að forráðamenn Manchester United hafi misst alla stjórn á máli Greenwood og farið kolrangt að hlutunum. Stuðningur félagsins við Greenwood, meðal annars í opnu bréfi sem téður Arnold birti á heimasíðu félagsins, hafi umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. „Ég sé ekki hvernig framkvæmdastjóri Manchester United, sem er með milljónir punda í húfi, á að vera í stöðu til þess að taka ákvörðun í þessu máli Hún skammast mín fyrir að vera stuðningsmaður félagsins. „Þetta er algjör óstjórn. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United síðan áður en ég fæddist. Faðir minn hefur farið á leiki félagsins í fleiri áratugi. Ég hef aldrei skammast mín eins mikið fyrir félagið. Þetta er svívirðilegt.“
Mál Mason Greenwood Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira