Segir hátt settum stjórnanda United að íhuga stöðu sína: „Þetta er svívirðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 23:31 Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United og Rachel Riley, sjónvarpsstjarna og stuðningsmaður Manchester United Getty/Samsett Breska sjónvarpsstjarnan Rachel Riley hvetur Richard Arnold, framkvæmdastjóra Manchester United til þess að íhuga stöðu sína. Félagið hafi farið kolrangt að í máli Greenwood og umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. Það vakti gríðarlega mikla athygli á dögunum þegar að Riley steig fram og sagðist ætla að hætta styðja Manchester United ef félagið myndi leyfa Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli leikmannsins. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að Greenwood yfirgefi Manchester United, hann mun ekki spila annan leik fyrir félagið, en í nýjasta útspili sínu segir Riley að Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, ætti að íhuga stöðu sína. Það þykir nokkuð ljóst að forráðamenn Manhester United ætluðu sér að koma Greenwood aftur inn í aðallið félagsins. Þær hugmyndir voru viðraðar við starfsfólk hjá Manchester United og lekið til fjölmiðla. Mótbárurnar við þeirri væntanlegu ákvörðun voru hins vegar það miklar að algjör kúvending varð á niðurstöðu félagsins. Aldrei skammast sín eins mikið Í samtali við The News Agents segir Riley að forráðamenn Manchester United hafi misst alla stjórn á máli Greenwood og farið kolrangt að hlutunum. Stuðningur félagsins við Greenwood, meðal annars í opnu bréfi sem téður Arnold birti á heimasíðu félagsins, hafi umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. „Ég sé ekki hvernig framkvæmdastjóri Manchester United, sem er með milljónir punda í húfi, á að vera í stöðu til þess að taka ákvörðun í þessu máli Hún skammast mín fyrir að vera stuðningsmaður félagsins. „Þetta er algjör óstjórn. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United síðan áður en ég fæddist. Faðir minn hefur farið á leiki félagsins í fleiri áratugi. Ég hef aldrei skammast mín eins mikið fyrir félagið. Þetta er svívirðilegt.“ Mál Mason Greenwood Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Það vakti gríðarlega mikla athygli á dögunum þegar að Riley steig fram og sagðist ætla að hætta styðja Manchester United ef félagið myndi leyfa Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli leikmannsins. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að Greenwood yfirgefi Manchester United, hann mun ekki spila annan leik fyrir félagið, en í nýjasta útspili sínu segir Riley að Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, ætti að íhuga stöðu sína. Það þykir nokkuð ljóst að forráðamenn Manhester United ætluðu sér að koma Greenwood aftur inn í aðallið félagsins. Þær hugmyndir voru viðraðar við starfsfólk hjá Manchester United og lekið til fjölmiðla. Mótbárurnar við þeirri væntanlegu ákvörðun voru hins vegar það miklar að algjör kúvending varð á niðurstöðu félagsins. Aldrei skammast sín eins mikið Í samtali við The News Agents segir Riley að forráðamenn Manchester United hafi misst alla stjórn á máli Greenwood og farið kolrangt að hlutunum. Stuðningur félagsins við Greenwood, meðal annars í opnu bréfi sem téður Arnold birti á heimasíðu félagsins, hafi umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. „Ég sé ekki hvernig framkvæmdastjóri Manchester United, sem er með milljónir punda í húfi, á að vera í stöðu til þess að taka ákvörðun í þessu máli Hún skammast mín fyrir að vera stuðningsmaður félagsins. „Þetta er algjör óstjórn. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United síðan áður en ég fæddist. Faðir minn hefur farið á leiki félagsins í fleiri áratugi. Ég hef aldrei skammast mín eins mikið fyrir félagið. Þetta er svívirðilegt.“
Mál Mason Greenwood Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira