„Það er ekkert nýtt í þessu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2023 06:36 Kristján Loftsson og Vilhjálmur Birgisson. Vísir „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. „Hvalveiðarnar eru atvinnurekstur sem hefur átt undir högg að sækja hjá ákveðnum stofnunum hér á landi undanfarin ár. Ef fyrirtækjum er haldið frá rekstri eins og gerst hefur í okkar tilfelli, þá er erfitt að gera það ár upp með hagnaði,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið en í skýrslunni kemur meðal annars fram að ávinningur af veiðunum sé takmarkaður, bæði fyrir þjóðarbúið og fyrir Hval. Um 120 manns hafa atvinnu af hvalveiðunum hluta úr ári og í skýrslunni segir að þrátt fyrir takmörkuð áhrif á efnahag landsins sé um að ræða töluverðar tekjur fyrir viðkomandi einstaklinga, sem séu með 1,7 til 2 milljónir á mánuði í laun á meðan veiðunum stendur. „Þetta er algerlega í anda þess sem verkalýðsfélagið hefur verið að benda á; þau gríðarlegu efnahagslegu áhrif sem hvalveiðibannið hefur á mína félagsmenn. Það er skylda stéttarfélaganna að verja atvinnuöryggi sinna félagsmanna, að ekki sé talað um tekjumöguleika sem eru af þeirri stærðargráðu sem raun ber vitni þegar vertíðin stendur yfir,“ hefur Morgunblaðið eftir Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, um niðurstöður skýrslunnar. „Ég ætla bara að vona að Svandís matvælaráðherra sjái að sér og heimili veiðarnar hinn 1. september til að lágmarka þann skaða sem hún hefur þegar valdið mínum félagsmönnum.” Hvalveiðar Kjaramál Efnahagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða lítil og greinin ekki arðbær síðustu ár Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á Íslandi eru ekki mikil í þjóðhagslegu samhengi. Þá verður ekki séð að hvalveiðar hafi verið arðbær atvinnugrein á síðustu árum. Þrátt fyrir mikla andstöðu gagnvart hvalveiðum meðal almennings erlendis virðist það ekki hafa efnahagsleg áhrif á Ísland. 22. ágúst 2023 08:10 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
„Hvalveiðarnar eru atvinnurekstur sem hefur átt undir högg að sækja hjá ákveðnum stofnunum hér á landi undanfarin ár. Ef fyrirtækjum er haldið frá rekstri eins og gerst hefur í okkar tilfelli, þá er erfitt að gera það ár upp með hagnaði,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið en í skýrslunni kemur meðal annars fram að ávinningur af veiðunum sé takmarkaður, bæði fyrir þjóðarbúið og fyrir Hval. Um 120 manns hafa atvinnu af hvalveiðunum hluta úr ári og í skýrslunni segir að þrátt fyrir takmörkuð áhrif á efnahag landsins sé um að ræða töluverðar tekjur fyrir viðkomandi einstaklinga, sem séu með 1,7 til 2 milljónir á mánuði í laun á meðan veiðunum stendur. „Þetta er algerlega í anda þess sem verkalýðsfélagið hefur verið að benda á; þau gríðarlegu efnahagslegu áhrif sem hvalveiðibannið hefur á mína félagsmenn. Það er skylda stéttarfélaganna að verja atvinnuöryggi sinna félagsmanna, að ekki sé talað um tekjumöguleika sem eru af þeirri stærðargráðu sem raun ber vitni þegar vertíðin stendur yfir,“ hefur Morgunblaðið eftir Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, um niðurstöður skýrslunnar. „Ég ætla bara að vona að Svandís matvælaráðherra sjái að sér og heimili veiðarnar hinn 1. september til að lágmarka þann skaða sem hún hefur þegar valdið mínum félagsmönnum.”
Hvalveiðar Kjaramál Efnahagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða lítil og greinin ekki arðbær síðustu ár Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á Íslandi eru ekki mikil í þjóðhagslegu samhengi. Þá verður ekki séð að hvalveiðar hafi verið arðbær atvinnugrein á síðustu árum. Þrátt fyrir mikla andstöðu gagnvart hvalveiðum meðal almennings erlendis virðist það ekki hafa efnahagsleg áhrif á Ísland. 22. ágúst 2023 08:10 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða lítil og greinin ekki arðbær síðustu ár Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á Íslandi eru ekki mikil í þjóðhagslegu samhengi. Þá verður ekki séð að hvalveiðar hafi verið arðbær atvinnugrein á síðustu árum. Þrátt fyrir mikla andstöðu gagnvart hvalveiðum meðal almennings erlendis virðist það ekki hafa efnahagsleg áhrif á Ísland. 22. ágúst 2023 08:10