Ætlaði ekki að koma nálægt karlmönnum í tvö ár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. ágúst 2023 08:00 Jóhanna Guðrún og Ólafur byrjuðu saman á ný árið 2021 og eiga saman eina dóttur. Jóhanna Guðrún „Ég var oft búin að kvíða fyrir því að hitta hann. Þetta var miklu verra en ég hélt,“ segir tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir þegar hún mætti æskuástinni, Ólafi Friðriki Ólafssyni viðskiptafræðingi og eiganda Pizzunnar. Parið hittist í fyrsta sinn eftir margra ára viðskilnað fyrir utan Hagkaup í Garðabæ en Jóhanna Guðrún var þá nýlega skilin við barnsföður sinn. Á þeim tíma bjó Jóhanna Guðrún hjá foreldrum sínum og áttu börnin og tónlistin hug hennar allan. Tilhugsunin um nýtt ástarsamband var henni fjarstæðukennd. „Ég ætlaði að vera ein í tvö ár allavegana. Ég ætlaði ekki að koma nálægt karlmönnum,“ segir Jóhanna Guðrún í samtali við Helga Ómars í hlaðvarpsþættinum Helgaspjallið á dögunum. Ást að sönnu Að sögn Jóhönnu Guðrúnar varði hún miklum tíma með vinkonu sinni Heidi á þessum kafla í lífi sínu. Þær vinkonur lögðu leið sína í Hagkaup í Garðabæ líkt og oft áður en þetta skiptið var ögn örlagaríkara en þau fyrri. „Ég kem út úr bílnum og labba eiginlega bara beint í flasið á honum þar sem hann var í símanum fyrir utan Hagkaup. Ég slapp ekki frá því að segja hæ,“ segir Jóhanna Guðrún sem hljóp í kjölfarið í panikki inn í apótekið við hliðina á. „Heidi horfir á mig og segir strax, já ok þetta er Óli.“ Í kjölfarið sendi Jóhanna Guðrún skilaboð á Ólaf á samfélagsmiðlum, með miklum trega. Hún segist gamaldags þegar kemur að hjónaböndum og samskiptum kynjanna. „Það einhvern veginn hrundi allt í kringum mig þegar ég sá að þetta var allt þarna enn þá. Þetta var alltaf alvöru,“ segir Jóhanna Guðrún um ástina. „Sagan okkar er mjög falleg ef þú pælir í því,“ segir Jóhanna Guðrún sem fór að trúa á æðri mátt eftir að leiðir þeirra lágu saman á ný. „Þetta var bara Carrie rekst á Mr. Big,“ segir hún og hlær. View this post on Instagram A post shared by Yohanna - Jo hanna Guðru n (@yohannamusic) Alvöru karlmaður Jóhanna Guðrún lýsir því hvernig Ólafur breiddi út vængina fyrir henni og eldri börnum hennar tveimur þegar þau byrjuðu saman. Hún segir þau gott teymi í lífinu sem taka höndum saman í amstri hverdagsleikans. „Hann er algjör motherfucker, valtari, er sterkur og hann þolir hluti. Það er það sem ég elska við hann. Þetta er bara karlmaður. Þetta er kannski pínu old school en við virkum vel þannig. Hann er bara alfa male,“ segir Jóhanna Guðrún um Ólaf og heldur áfram: „Það sem mér finnst svo fyndið við okkar samband er að stundum eru hlutirnir erfiðir og ekki alltaf fullkomnir en mér er einhvern veginn bara alveg sama. Í fyrsta skipti er ég ekki að kyrkja þetta. Þetta er bara svona núna, við erum bara bara ógeðslega þreytt, erum að ala upp börn. Það er allt í drasli og ég er ekki búin að sofa í tíu daga. En þetta er allt í lagi.“ Lagið þeirra á nýrri plötu „Þegar við Óli vorum að byrja saman aftur vorum við svo mikið saman upp í Grímsnesi yfir sumartímann. Ég var að syngja lagið Ástarsaga í brúðkaupi þetta sumar og þetta er bara lagið okkar,“ segir Jóhanna Guðrún. Ný plata er væntanleg 1. september næstkomandi. Platan samanstendur af lögum sem hún elskar, þar á meðal laginu Ástarsaga. Hér að neðan má heyra lagið Ástarsaga í flutningu Ragga Bjarna heitins. Jóhanna Guðrún og Ólafur byrjuðu saman á menntaskólaárum og voru par í nokkur ár. Hann fylgdi Jóhönnu Guðrúnu til Moskvu í Rússlandi árið 2009 þegar hún keppti fyrir Íslands hönd í Eurovison þegar hún hafnaði í öðru sæti með lagið, Is It True?. Jóhanna Guðrún og Ólafur byrjuðu saman á ný árið 2021 og eiga saman eina dóttur. Fyrir á Jóhanna Guðrún tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún á von á þriðja barninu Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á von á sínu þriðja barni. Eins og kom fram í fjölmiðlum í dag er Jóhanna Guðrún byrjuð aftur í sambandi með Ólafi Friðriki Ólafssyni. 5. nóvember 2021 14:30 Frægir fjölguðu sér árið 2022 Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2022 og Vísir greindi frá. 29. desember 2022 07:00 Ætlar ekki að eyða jólunum ein Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn. 5. nóvember 2021 10:03 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Parið hittist í fyrsta sinn eftir margra ára viðskilnað fyrir utan Hagkaup í Garðabæ en Jóhanna Guðrún var þá nýlega skilin við barnsföður sinn. Á þeim tíma bjó Jóhanna Guðrún hjá foreldrum sínum og áttu börnin og tónlistin hug hennar allan. Tilhugsunin um nýtt ástarsamband var henni fjarstæðukennd. „Ég ætlaði að vera ein í tvö ár allavegana. Ég ætlaði ekki að koma nálægt karlmönnum,“ segir Jóhanna Guðrún í samtali við Helga Ómars í hlaðvarpsþættinum Helgaspjallið á dögunum. Ást að sönnu Að sögn Jóhönnu Guðrúnar varði hún miklum tíma með vinkonu sinni Heidi á þessum kafla í lífi sínu. Þær vinkonur lögðu leið sína í Hagkaup í Garðabæ líkt og oft áður en þetta skiptið var ögn örlagaríkara en þau fyrri. „Ég kem út úr bílnum og labba eiginlega bara beint í flasið á honum þar sem hann var í símanum fyrir utan Hagkaup. Ég slapp ekki frá því að segja hæ,“ segir Jóhanna Guðrún sem hljóp í kjölfarið í panikki inn í apótekið við hliðina á. „Heidi horfir á mig og segir strax, já ok þetta er Óli.“ Í kjölfarið sendi Jóhanna Guðrún skilaboð á Ólaf á samfélagsmiðlum, með miklum trega. Hún segist gamaldags þegar kemur að hjónaböndum og samskiptum kynjanna. „Það einhvern veginn hrundi allt í kringum mig þegar ég sá að þetta var allt þarna enn þá. Þetta var alltaf alvöru,“ segir Jóhanna Guðrún um ástina. „Sagan okkar er mjög falleg ef þú pælir í því,“ segir Jóhanna Guðrún sem fór að trúa á æðri mátt eftir að leiðir þeirra lágu saman á ný. „Þetta var bara Carrie rekst á Mr. Big,“ segir hún og hlær. View this post on Instagram A post shared by Yohanna - Jo hanna Guðru n (@yohannamusic) Alvöru karlmaður Jóhanna Guðrún lýsir því hvernig Ólafur breiddi út vængina fyrir henni og eldri börnum hennar tveimur þegar þau byrjuðu saman. Hún segir þau gott teymi í lífinu sem taka höndum saman í amstri hverdagsleikans. „Hann er algjör motherfucker, valtari, er sterkur og hann þolir hluti. Það er það sem ég elska við hann. Þetta er bara karlmaður. Þetta er kannski pínu old school en við virkum vel þannig. Hann er bara alfa male,“ segir Jóhanna Guðrún um Ólaf og heldur áfram: „Það sem mér finnst svo fyndið við okkar samband er að stundum eru hlutirnir erfiðir og ekki alltaf fullkomnir en mér er einhvern veginn bara alveg sama. Í fyrsta skipti er ég ekki að kyrkja þetta. Þetta er bara svona núna, við erum bara bara ógeðslega þreytt, erum að ala upp börn. Það er allt í drasli og ég er ekki búin að sofa í tíu daga. En þetta er allt í lagi.“ Lagið þeirra á nýrri plötu „Þegar við Óli vorum að byrja saman aftur vorum við svo mikið saman upp í Grímsnesi yfir sumartímann. Ég var að syngja lagið Ástarsaga í brúðkaupi þetta sumar og þetta er bara lagið okkar,“ segir Jóhanna Guðrún. Ný plata er væntanleg 1. september næstkomandi. Platan samanstendur af lögum sem hún elskar, þar á meðal laginu Ástarsaga. Hér að neðan má heyra lagið Ástarsaga í flutningu Ragga Bjarna heitins. Jóhanna Guðrún og Ólafur byrjuðu saman á menntaskólaárum og voru par í nokkur ár. Hann fylgdi Jóhönnu Guðrúnu til Moskvu í Rússlandi árið 2009 þegar hún keppti fyrir Íslands hönd í Eurovison þegar hún hafnaði í öðru sæti með lagið, Is It True?. Jóhanna Guðrún og Ólafur byrjuðu saman á ný árið 2021 og eiga saman eina dóttur. Fyrir á Jóhanna Guðrún tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:
Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún á von á þriðja barninu Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á von á sínu þriðja barni. Eins og kom fram í fjölmiðlum í dag er Jóhanna Guðrún byrjuð aftur í sambandi með Ólafi Friðriki Ólafssyni. 5. nóvember 2021 14:30 Frægir fjölguðu sér árið 2022 Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2022 og Vísir greindi frá. 29. desember 2022 07:00 Ætlar ekki að eyða jólunum ein Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn. 5. nóvember 2021 10:03 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Jóhanna Guðrún á von á þriðja barninu Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á von á sínu þriðja barni. Eins og kom fram í fjölmiðlum í dag er Jóhanna Guðrún byrjuð aftur í sambandi með Ólafi Friðriki Ólafssyni. 5. nóvember 2021 14:30
Frægir fjölguðu sér árið 2022 Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2022 og Vísir greindi frá. 29. desember 2022 07:00
Ætlar ekki að eyða jólunum ein Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn. 5. nóvember 2021 10:03