Floni stríðir aðdáendum og lætur glytta í nýja plötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2023 10:10 Floni á sviðinu á laugardaginn. Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Rapparinn Floni er fyrir löngu orðinn þekkt stærð í íslensku tónlistarsenunni. Hann gaf síðast út plötu fyrir tveimur árum, og því ekki úr vegi að ætla að heitustu aðdáendur hans séu þyrstir í nýtt efni. Nú er útlit fyrir að þeim gæti orðið að ósk sinni á næstunni. Segja má að hann hafi „strítt“ aðdáendum sínum um liðna helgi. Árið 2021 gaf Floni út plötuna Demotape 01. Hans þekktustu plötur eru þó óumdeilanlega Floni og Floni 2. Nú virðist sem svo að þriðja platan sem ber sama heiti og listamaðurinn sjálfur sé í bígerð. Floni var á meðal þeirra listamanna sem tróðu upp á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Á meðan Floni tryllti lýðinn mátti á einum tímapunkti sjá á skiltum sviðsins við Arnarhól, stórum stöfum, „Floni 3“. Floni á sviðinu við Arnarhól síðastliðinn laugardag. Einföld skilaboð prýða skiltið fyrir aftan hann: Það er plata á leiðinni.Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Af þessu er nokkuð óhætt að ætla að næsta plata rapparans sé í bígerð, og því geti aðdáendur hans haft eitthvað til að hlakka til. Hvenær platan kemur út skal þó ósagt látið. Floni, sem réttu nafni heitir Friðrik Róbertsson, fékk nýtt hlutverk seint á síðasta ári þegar hann eignaðist son með kærustu sinni, Hrafnkötlu Unnarsdóttur Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Árið 2021 gaf Floni út plötuna Demotape 01. Hans þekktustu plötur eru þó óumdeilanlega Floni og Floni 2. Nú virðist sem svo að þriðja platan sem ber sama heiti og listamaðurinn sjálfur sé í bígerð. Floni var á meðal þeirra listamanna sem tróðu upp á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Á meðan Floni tryllti lýðinn mátti á einum tímapunkti sjá á skiltum sviðsins við Arnarhól, stórum stöfum, „Floni 3“. Floni á sviðinu við Arnarhól síðastliðinn laugardag. Einföld skilaboð prýða skiltið fyrir aftan hann: Það er plata á leiðinni.Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Af þessu er nokkuð óhætt að ætla að næsta plata rapparans sé í bígerð, og því geti aðdáendur hans haft eitthvað til að hlakka til. Hvenær platan kemur út skal þó ósagt látið. Floni, sem réttu nafni heitir Friðrik Róbertsson, fékk nýtt hlutverk seint á síðasta ári þegar hann eignaðist son með kærustu sinni, Hrafnkötlu Unnarsdóttur
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira