Fólk á sjötugsaldri í skuldavanda vegna smálána Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2023 19:17 Formaður Neytendasamtakanna segir að borið hafi á því undanfarið að fólk á sextugs- og sjötugsaldri hafi leitað aðstoðar vegna smálánaskulda. Í einhverjum tilfellum sjái fólkið fram á að þurfa selja eignir sínar og fara á leigumarkað. Vísir/Sigurjón Talsvert hefur borið á því að fólk á sextugs og sjötugsaldri leiti til Neytendasamtakanna vegna smálánaskulda sem það hefur neyðst til að taka. Formaður telur að ferðaþjónustan ætti að axla ábyrgð á verðbólgunni en ekki neytendur. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu stýrivexti í gær um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð en Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hækkunina í gær þó hafa komið á óvart. „Við erum að sjá það að verðbólgan er að fara niður og spennan er vegna ákveðinna atvinnugreina. Það hefði verið hægt að nota önnur tól og tæki frekar en endalausar stýrivaxtahækkanir til að ná niður verðbólgunni.“ Eins og hvað, hvaða leiðir sérð þú? „Ef það er rétt sem Seðlabankinn heldur fram, að þetta sé vegna þess að ferðaþjónusta sé í einhverri yfirspennu þá þarf að ráðast að henni með gjaldtöku eða einhverjum takmörkunum svo spennan verð ekki of mikil þar. Ekki þannig að við neytendur þurfum að bera þær byrðar nánast ein og sér.“ Dæmi um fólk á „besta aldri“ í skuldavanda vegna smálána Breki segir hækkunina koma harðast niður á þeim sem síst skyldi, og að nýr hópur leiti nú í síauknum mæli til Neytendasamtakanna. „Það er hópur fólks á besta aldri, á aldrinum 60 til 70 ára. Fólk sem á eignir en hefur komið sér í miklar skammtímaskuldir vegna þess að það er að reyna brúa bilið. Það nær ekki að borga af lánunum sínum og tekur smálán til þess að brúa það bil,“ segir Breki. Smám saman fari boltinn að rúlla og mjög erfitt geti reynst að vinda ofan af vandanum. „Þetta eru allt upp í átta milljóna króna smálánaskuldir sem fólk hefur safnað hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og er í verulegum vanda. Það sér jafnvel fram á að þurfa selja ofan af sér og fara á leigumarkað.“ Hann hvetur fólk til að leita sér aðstoðar fyrr en síðar. „Ekki bíða ef þú telur að þú þurfir á hjálp að halda. Það er hægt að leita til okkar hjá Neytendasamtökunum, Umboðsmanns skuldara eða annarra samtaka sem hjálpa fólki í vandræðum,“ segir Breki Karlsson, formaður neytendasamtakanna.“ Verðlag Seðlabankinn Neytendur Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu stýrivexti í gær um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð en Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hækkunina í gær þó hafa komið á óvart. „Við erum að sjá það að verðbólgan er að fara niður og spennan er vegna ákveðinna atvinnugreina. Það hefði verið hægt að nota önnur tól og tæki frekar en endalausar stýrivaxtahækkanir til að ná niður verðbólgunni.“ Eins og hvað, hvaða leiðir sérð þú? „Ef það er rétt sem Seðlabankinn heldur fram, að þetta sé vegna þess að ferðaþjónusta sé í einhverri yfirspennu þá þarf að ráðast að henni með gjaldtöku eða einhverjum takmörkunum svo spennan verð ekki of mikil þar. Ekki þannig að við neytendur þurfum að bera þær byrðar nánast ein og sér.“ Dæmi um fólk á „besta aldri“ í skuldavanda vegna smálána Breki segir hækkunina koma harðast niður á þeim sem síst skyldi, og að nýr hópur leiti nú í síauknum mæli til Neytendasamtakanna. „Það er hópur fólks á besta aldri, á aldrinum 60 til 70 ára. Fólk sem á eignir en hefur komið sér í miklar skammtímaskuldir vegna þess að það er að reyna brúa bilið. Það nær ekki að borga af lánunum sínum og tekur smálán til þess að brúa það bil,“ segir Breki. Smám saman fari boltinn að rúlla og mjög erfitt geti reynst að vinda ofan af vandanum. „Þetta eru allt upp í átta milljóna króna smálánaskuldir sem fólk hefur safnað hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og er í verulegum vanda. Það sér jafnvel fram á að þurfa selja ofan af sér og fara á leigumarkað.“ Hann hvetur fólk til að leita sér aðstoðar fyrr en síðar. „Ekki bíða ef þú telur að þú þurfir á hjálp að halda. Það er hægt að leita til okkar hjá Neytendasamtökunum, Umboðsmanns skuldara eða annarra samtaka sem hjálpa fólki í vandræðum,“ segir Breki Karlsson, formaður neytendasamtakanna.“
Verðlag Seðlabankinn Neytendur Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira