Sara með furðulegt en líka fallegt nafn á nýju Youtube síðunni sinni 3407 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 09:00 Sara Sigmundsdóttir tók upp reiknivél í fyrsta myndbandinu á Youtube síðunni sinni. Youtube/ Sara Sigmundsdottir Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir ætlar að gefa fylgjendum sínum enn meiri innsýn í líf sitt á næstunni og um leið gefa til baka þá ást sem hún hefur fengið þrátt fyrir að á móti blási inn á keppnisgólfinu. Sara kynnti í gær nýju Youtube-síðuna sína sem ber hið sérstaka nafn 3407. Það verður fróðlegt að sjá hversu mörgum fylgjendum hún nær að safna en þeir sem þekkja Söru og hafa fylgst með henni undanfarin ár vita að hún gefur mikið af sér og er eins hreinskilin og fólk gerist. Það er því nánast öruggt að við fáum nærmynd af einni okkar bestu CrossFit konu á þessari Youtube síðu. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara sagði frá síðunni sinni, af hverju hún er til og hvað hún ætlar að gera á henni. Hún fór líka yfir þá skemmtilegu ástæðu fyrir því að hún heitir 3407. Hvernig er líf atvinnnuíþróttamanns? „Af hverju er ég að byrja með Youtube síðu núna? Enginn íþróttamaður er eins og ég myndi elska það að geta gefið ykkur innsýn í það hvað það er að vera atvinnumaður í íþróttum. Hvernig lífið þitt er þegar þú ert atvinnuíþróttamaður,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í fyrsta myndbandinu sínu á Youtube síðunni. „Sumir halda kannski að þú æfir bara í einn klukkutíma í dag og að þú ert síðan bara svo hæfileikarík og heppin. Það er örugglega ekki þannig,“ sagði Sara. „Það er mikið af hæðum og lægðum og það þarf að fórna miklu fyrir þetta starf. Það er mikið um ferðalög og þú þarft að læra að blanda saman æfingum og þessum ferðalögum. Hvernig þú getur sett í forgang það sem skiptir mestu máli,“ sagði Sara. „Ég er fiðrildi“ „Ég er fiðrildi sem þýðir að ég þarf að hafa mikið í gangi í einu svo hlutirnir virki fyrir mig. Ég get ekki bara sofið, borðað og æft. Þess vegna held ég að ég sé aðeins öðruvísi en aðrir íþróttamenn,“ sagði Sara. „Hverju getið þið búist við að sjá á Youtube síðunni minni. Góðu dagana en ég mun líka sýna ykkur slæmu dagana. Ég mun elda mat og sýna ykkur Simba hundinn minn. Ég sýni frá ferðalögunum mínum og þegar ég æfi með frábæru fólki út um allan heim. Bara fullt af góðum hlutum,“ sagði Sara. „Þið eruð kannski að velta því fyrir okkur af hverju síðan heitir 3407. Það er mjög góð saga um það. ,“ sagði Sara og tók fram gömlu góðu reiknivélina. Skólafélaginn sagði henni sögu „Ég var í skóla og að æfa á sama tíma. Ég var í reikningi með skólafélaga og hann sagði mér að setja 3407 á reiknivélina. Ég gerði það og spurði svo: Hvað svo? Hann sagði mér þá að snúa henni við og þá fattaði ég,“ sagði Sara en þegar þú snýrð 3407 á hvolf þá stendur Love eða ást þýtt á íslensku. „Ef þið hafið verið að fylgjast með mér þá vitið þið að ég hef verið að reyna að koma með endurkomu í þrjú ár. Þetta hefur verið erfitt ferðalag, með hæðum og lægðum og ég átti mína erfiðustu stund á undanúrslitamótinu í ár,“ sagði Sara sem tókst ekki að vinna sér sæti á heimsleikunum í ár. „Ástæðan fyrir því að ég hugsaði um þessa sögu er að þrátt fyrir þessi þrjú ár þá eruð þið öll enn að sýna mér svo mikla ást, gefa mér svo mikinn stuðning og hafið öll enn trú á mér. Þess vegna munu þessir Youtube þættir heita 3407 því ég ætla að reyna að endurgjalda ást ykkar til baka,“ sagði Sara. Það má horfa á fyrsta innslag hennar hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=SfSfoF9Ux94">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Sara kynnti í gær nýju Youtube-síðuna sína sem ber hið sérstaka nafn 3407. Það verður fróðlegt að sjá hversu mörgum fylgjendum hún nær að safna en þeir sem þekkja Söru og hafa fylgst með henni undanfarin ár vita að hún gefur mikið af sér og er eins hreinskilin og fólk gerist. Það er því nánast öruggt að við fáum nærmynd af einni okkar bestu CrossFit konu á þessari Youtube síðu. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara sagði frá síðunni sinni, af hverju hún er til og hvað hún ætlar að gera á henni. Hún fór líka yfir þá skemmtilegu ástæðu fyrir því að hún heitir 3407. Hvernig er líf atvinnnuíþróttamanns? „Af hverju er ég að byrja með Youtube síðu núna? Enginn íþróttamaður er eins og ég myndi elska það að geta gefið ykkur innsýn í það hvað það er að vera atvinnumaður í íþróttum. Hvernig lífið þitt er þegar þú ert atvinnuíþróttamaður,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í fyrsta myndbandinu sínu á Youtube síðunni. „Sumir halda kannski að þú æfir bara í einn klukkutíma í dag og að þú ert síðan bara svo hæfileikarík og heppin. Það er örugglega ekki þannig,“ sagði Sara. „Það er mikið af hæðum og lægðum og það þarf að fórna miklu fyrir þetta starf. Það er mikið um ferðalög og þú þarft að læra að blanda saman æfingum og þessum ferðalögum. Hvernig þú getur sett í forgang það sem skiptir mestu máli,“ sagði Sara. „Ég er fiðrildi“ „Ég er fiðrildi sem þýðir að ég þarf að hafa mikið í gangi í einu svo hlutirnir virki fyrir mig. Ég get ekki bara sofið, borðað og æft. Þess vegna held ég að ég sé aðeins öðruvísi en aðrir íþróttamenn,“ sagði Sara. „Hverju getið þið búist við að sjá á Youtube síðunni minni. Góðu dagana en ég mun líka sýna ykkur slæmu dagana. Ég mun elda mat og sýna ykkur Simba hundinn minn. Ég sýni frá ferðalögunum mínum og þegar ég æfi með frábæru fólki út um allan heim. Bara fullt af góðum hlutum,“ sagði Sara. „Þið eruð kannski að velta því fyrir okkur af hverju síðan heitir 3407. Það er mjög góð saga um það. ,“ sagði Sara og tók fram gömlu góðu reiknivélina. Skólafélaginn sagði henni sögu „Ég var í skóla og að æfa á sama tíma. Ég var í reikningi með skólafélaga og hann sagði mér að setja 3407 á reiknivélina. Ég gerði það og spurði svo: Hvað svo? Hann sagði mér þá að snúa henni við og þá fattaði ég,“ sagði Sara en þegar þú snýrð 3407 á hvolf þá stendur Love eða ást þýtt á íslensku. „Ef þið hafið verið að fylgjast með mér þá vitið þið að ég hef verið að reyna að koma með endurkomu í þrjú ár. Þetta hefur verið erfitt ferðalag, með hæðum og lægðum og ég átti mína erfiðustu stund á undanúrslitamótinu í ár,“ sagði Sara sem tókst ekki að vinna sér sæti á heimsleikunum í ár. „Ástæðan fyrir því að ég hugsaði um þessa sögu er að þrátt fyrir þessi þrjú ár þá eruð þið öll enn að sýna mér svo mikla ást, gefa mér svo mikinn stuðning og hafið öll enn trú á mér. Þess vegna munu þessir Youtube þættir heita 3407 því ég ætla að reyna að endurgjalda ást ykkar til baka,“ sagði Sara. Það má horfa á fyrsta innslag hennar hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=SfSfoF9Ux94">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira