Stórhætta í leiknum gegn Struga: Varamenn Blika féllu um koll í rokinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2023 12:31 Oliver Stefánsson liggur eftir og Brynjar Atli Bragason heldur um höfuð sér. stöð 2 sport Hávaðarok setti svip sinn á leik Struga og Breiðabliks í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla, innan vallar sem utan. Blikar unnu leikinn með einu marki gegn engu. Höskuldur Gunnlaugsson var hetja sinna manna en hann skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu með góðu skoti eftir laglegan einleik. Aðstæður í Struga voru afar krefjandi, völlurinn ósléttur og svo í seinni hálfleik bætti heldur betur í vindinn. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leikinn. Rokið hafði ekki bara áhrif á leikmennina 22 inni á vellinum heldur einnig á varamennina. Í upphafi seinni hálfleiks sást Oliver Stefánsson til að mynda liggja eftir á hliðarlínunni og samherjar hans stumra yfir honum. Þá hélt varamarkvörðurinn Brynjar Atli Bragason um höfuð sér. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Varamenn féllu um koll „Það fauk gervigrasrenningur sem var til upphitunar til hliðar við bekkinn. Renningurinn fauk á Brynjar Atla, kom við andlitið á honum, og svo sveipti gervigrasið Oliver Stefánssyni um koll,“ sagði Óskar Hrafn við fótbolta.net eftir leikinn. Seinni leikur Breiðabliks og Struga fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudaginn. Ef Blikar forðast tap verða þeir fyrsta íslenska liðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Blikar unnu leikinn með einu marki gegn engu. Höskuldur Gunnlaugsson var hetja sinna manna en hann skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu með góðu skoti eftir laglegan einleik. Aðstæður í Struga voru afar krefjandi, völlurinn ósléttur og svo í seinni hálfleik bætti heldur betur í vindinn. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leikinn. Rokið hafði ekki bara áhrif á leikmennina 22 inni á vellinum heldur einnig á varamennina. Í upphafi seinni hálfleiks sást Oliver Stefánsson til að mynda liggja eftir á hliðarlínunni og samherjar hans stumra yfir honum. Þá hélt varamarkvörðurinn Brynjar Atli Bragason um höfuð sér. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Varamenn féllu um koll „Það fauk gervigrasrenningur sem var til upphitunar til hliðar við bekkinn. Renningurinn fauk á Brynjar Atla, kom við andlitið á honum, og svo sveipti gervigrasið Oliver Stefánssyni um koll,“ sagði Óskar Hrafn við fótbolta.net eftir leikinn. Seinni leikur Breiðabliks og Struga fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudaginn. Ef Blikar forðast tap verða þeir fyrsta íslenska liðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira