Keppa um bikar sem hefur farið oftar en einu sinni til Asíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 15:31 Ragnhildur Kristinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrra en hér má sjá þessa glæsilegu bikara. Keilir Keppnin um Hvaleyrarbikarinn í golfi hófst í dag og klárast um helgina en mótið er það næstsíðasta á stigamótaröð GSÍ á þessu ári og því er mikil spenna um stigameistaratitlana. Kylfingarnir leika samtals 54 holur í dag, á morgun og sunnudag eða átján holur á dag. Keppnin um Hvaleyrarbikarinn var endurvakin árið 2017 en undanfarin ár hefur mótið verið haldið í júlí eða áður en Íslandsmótið fer fram. Mótið er sterkt þótt nokkrir íslenskir afrekskylfingar séu erlendis við störf ef þannig má að orði komast. Nýbakaður Íslandsmeistari Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja er til að mynda á meðal keppenda. Íslandsmeistari kvenna Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er erlendis en hún kann vel við sig á Hvaleyrinni og hefur unnið bikarinn þrívegis á síðustu fjórum árum. Hún sigraði í fyrra og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sigraði í karlaflokki. Mótshaldarar hjá Golfklúbbnum Keili leggja mikla áherslu á að umgjörð Hvaleyrarbikarsins sé eins og best verður á kostið og aðbúnaður keppenda sé góður. Öllum keppendum er boðið í morgunmat fyrir alla keppnisdagana sem dæmi og að mótinu loknu verður einnig boðið upp á veitingar. Keppt er um Hvaleyrarbikarinn og á verðlaunagripurinn sér nokkra sögu. Hann er einn af elstu bikurunum í safninu hjá golfklúbbnum Keili. Toyota umboðið gaf bikarinn árið 1979 eða tólf árum eftir að klúbburinn var stofnaður. Þá var keppt um bikarinn á opnu móti hjá Keili sem var haldið var í nokkur ár. Bikarinn er veglegur og fremur óvenjulegur í útliti. Var hann hannaður og sérsmíðaður í listgallerí í Japan á sínum tíma. Þegar stigamótinu Hvaleyrarbikarnum var komið á fót árið 2016 þurfti að búa til annað eintak enda keppt í tveimur flokkum í Hvaleyrarbikarnum. Keilisfólk sendi þá bikarinn til Kína með það fyrir augum að búa til eftirlíkingu en Kínverjarnir, sem ætluðu að taka verkið að sér, treystu sér ekki til þess. Höfðu Keilismenn þá upp á listagalleríinu í Japan og var þar smíðaður annar bikar sem gefinn var af Icewear. Þá þurfti raunar einnig að gera lítillega við bikarinn sem hafði skemmst á heimleiðinni frá Japan. Bikarinn hefur því farið nokkrar ferðir á milli Íslands og Asíu. Golf Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira
Kylfingarnir leika samtals 54 holur í dag, á morgun og sunnudag eða átján holur á dag. Keppnin um Hvaleyrarbikarinn var endurvakin árið 2017 en undanfarin ár hefur mótið verið haldið í júlí eða áður en Íslandsmótið fer fram. Mótið er sterkt þótt nokkrir íslenskir afrekskylfingar séu erlendis við störf ef þannig má að orði komast. Nýbakaður Íslandsmeistari Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja er til að mynda á meðal keppenda. Íslandsmeistari kvenna Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er erlendis en hún kann vel við sig á Hvaleyrinni og hefur unnið bikarinn þrívegis á síðustu fjórum árum. Hún sigraði í fyrra og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sigraði í karlaflokki. Mótshaldarar hjá Golfklúbbnum Keili leggja mikla áherslu á að umgjörð Hvaleyrarbikarsins sé eins og best verður á kostið og aðbúnaður keppenda sé góður. Öllum keppendum er boðið í morgunmat fyrir alla keppnisdagana sem dæmi og að mótinu loknu verður einnig boðið upp á veitingar. Keppt er um Hvaleyrarbikarinn og á verðlaunagripurinn sér nokkra sögu. Hann er einn af elstu bikurunum í safninu hjá golfklúbbnum Keili. Toyota umboðið gaf bikarinn árið 1979 eða tólf árum eftir að klúbburinn var stofnaður. Þá var keppt um bikarinn á opnu móti hjá Keili sem var haldið var í nokkur ár. Bikarinn er veglegur og fremur óvenjulegur í útliti. Var hann hannaður og sérsmíðaður í listgallerí í Japan á sínum tíma. Þegar stigamótinu Hvaleyrarbikarnum var komið á fót árið 2016 þurfti að búa til annað eintak enda keppt í tveimur flokkum í Hvaleyrarbikarnum. Keilisfólk sendi þá bikarinn til Kína með það fyrir augum að búa til eftirlíkingu en Kínverjarnir, sem ætluðu að taka verkið að sér, treystu sér ekki til þess. Höfðu Keilismenn þá upp á listagalleríinu í Japan og var þar smíðaður annar bikar sem gefinn var af Icewear. Þá þurfti raunar einnig að gera lítillega við bikarinn sem hafði skemmst á heimleiðinni frá Japan. Bikarinn hefur því farið nokkrar ferðir á milli Íslands og Asíu.
Golf Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira