Formúla 1

Max Verstappen á ráspól í rigningunni í Hollandi

Siggeir Ævarsson skrifar
Max Verstappen lét ekki rigninguna slá sig útaf laginu í dag.
Max Verstappen lét ekki rigninguna slá sig útaf laginu í dag. Vísir/Getty

Max Verstappen verður á ráspól á Zandvoort brautinni í Hollandi á morgun eftir glæsilegan lokahring í tímatökum í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem Verstappen verður á ráspól í Hollandi og í áttunda skiptið í ár sem hann ræsir fyrstur.

Verstappen tryggði sér besta tíma dagsins á sínum síðasta hring og var um hálfri sekúndu á undan Lando Norris sem keyrir fyrir McLaren og George Russel hjá Mercedes. Það gekk á ýmsu í tímatökunum í dag og rauða flaggið fór ítrekað á loft. 

Hvorugur bíll Alfa Romeo náði að ljúka tímatökunni og þá var Lewis Hamilton útilokaður frá frekari tímatöku eftir aðra umferð og verður að gera sér 13. sætið að góðu á morgun.

Úrslit tímatökunnar í heild má sjá hér

Útsending frá keppninni hefst á morgun kl. 12:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×