Helmingi umsækjenda synjað um starfstengt nám: Skorar á stjórnvöld að gera betur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. ágúst 2023 17:37 Dagmar útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor. Vilhelm/Aðsend Einungis átta umsækjendur um starfstengd diplómunám við Háskóla Íslands fengu inn í skólann en alls sóttu sextán um. Einn umsækjendanna sem ekki komst inn segist kvíðin fyrir framtíðinni og skorar á stjórnvöld að gera betur í málefnum fatlaðs fólks í skólum. Greint er frá því að einungis helmingur umsækjenda um starfstengt diplómunám hafi fengið inn á vef Þroskahjálpar. „Á sama tíma og það er afar ánægjulegt að átta nemar hefji nám við starfstengda diplómunámið við Háskóla Íslands þetta haustið er bagalegt til þess að vita að ekki öll fengu aðgengi að náminu sem sóttust eftir að stunda námið,“ segir á vefnum. „Ég var miður mín“ Dagmar Hákonardóttir er ein þeirra sem synjað var um skólavist á námsbrautinni. Hún segist hafa vitað það þegar hún útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor að hún vildi fara í háskóla. „Mig langaði að læra eitthvað tengt því að ég gæti orðið leikskólaliði, og um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Dagmar í samtali við Vísi. Í sumar fékk Dagmar svar frá Háskólanum þess efnis að hún hafi ekki hlotið skólavist. „Ég get sagt þér að umsóknin þín var mjög flott en því miður þurfum við að synja umsókninni þinni ásamt mörgum öðrum vegna þess hve plássin eru fá,“ les Dagmar upp úr póstinum. Þá var henni tjáð að hún yrði skráð á biðlista og yrði í forgangi umsækjenda á næsta ári Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ekki að fara í háskóla? „Ég var miður mín. Ég var svolítið kvíðin af því að ég vissi ekki hvað ég myndi gera í vetur,“ segir Dagmar. Fleiri pláss og fleiri deildir Dagmar segist nú ætla að leita til Vinnumálastofnunar þar sem hún vonast til þess að fá vinnu. „Ég er með miklar vonir,“ segir hún, aðspurð hvort hún bindi vonir við að stofnunin hjálpi henni að fá vinnu. Þó játar hún að henni finnist mjög leiðinlegt að vera ekki að fara í háskólann. Er eitthvað sem þú vilt að stjórnvöld geri í þessu máli? „Fá meiri pláss í háskólum, skrá fleiri deildir fyrir fatlað fólk. Og líka þannig að fatlað fólk þurfi ekkert endilega að fara í þessar deildir sem þau eru með í háskólanum, svo að þau geti prófað eitthvað annað,“ segir Dagmar. Aðspurð hvort hún hafi einhverju við að bæta segir hún fullum hálsi: „Ég skora á stjórnvöld að gera miklu betur í svona málum. Í háskólum og grunnskólum.“ Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Greint er frá því að einungis helmingur umsækjenda um starfstengt diplómunám hafi fengið inn á vef Þroskahjálpar. „Á sama tíma og það er afar ánægjulegt að átta nemar hefji nám við starfstengda diplómunámið við Háskóla Íslands þetta haustið er bagalegt til þess að vita að ekki öll fengu aðgengi að náminu sem sóttust eftir að stunda námið,“ segir á vefnum. „Ég var miður mín“ Dagmar Hákonardóttir er ein þeirra sem synjað var um skólavist á námsbrautinni. Hún segist hafa vitað það þegar hún útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor að hún vildi fara í háskóla. „Mig langaði að læra eitthvað tengt því að ég gæti orðið leikskólaliði, og um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Dagmar í samtali við Vísi. Í sumar fékk Dagmar svar frá Háskólanum þess efnis að hún hafi ekki hlotið skólavist. „Ég get sagt þér að umsóknin þín var mjög flott en því miður þurfum við að synja umsókninni þinni ásamt mörgum öðrum vegna þess hve plássin eru fá,“ les Dagmar upp úr póstinum. Þá var henni tjáð að hún yrði skráð á biðlista og yrði í forgangi umsækjenda á næsta ári Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ekki að fara í háskóla? „Ég var miður mín. Ég var svolítið kvíðin af því að ég vissi ekki hvað ég myndi gera í vetur,“ segir Dagmar. Fleiri pláss og fleiri deildir Dagmar segist nú ætla að leita til Vinnumálastofnunar þar sem hún vonast til þess að fá vinnu. „Ég er með miklar vonir,“ segir hún, aðspurð hvort hún bindi vonir við að stofnunin hjálpi henni að fá vinnu. Þó játar hún að henni finnist mjög leiðinlegt að vera ekki að fara í háskólann. Er eitthvað sem þú vilt að stjórnvöld geri í þessu máli? „Fá meiri pláss í háskólum, skrá fleiri deildir fyrir fatlað fólk. Og líka þannig að fatlað fólk þurfi ekkert endilega að fara í þessar deildir sem þau eru með í háskólanum, svo að þau geti prófað eitthvað annað,“ segir Dagmar. Aðspurð hvort hún hafi einhverju við að bæta segir hún fullum hálsi: „Ég skora á stjórnvöld að gera miklu betur í svona málum. Í háskólum og grunnskólum.“
Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira