Vísar gagnrýni á bug Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 26. ágúst 2023 21:13 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, vísaði allri gagnrýni á ríkisfjármálin á bug. Hann segir að tölurnar tali sínu máli. Vísir/Steingrímur Dúi Fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í að torvelda ekki bankanum að ná verðbólgumarkmiðum. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn héldu flokksráðsfundi sína í dag. Á fundi Vinstri grænna sagði forsætisráðherra að í síðustu kosningum hefði ríkisstjórnin fengið afgerandi stuðning og því haldið samstarfi sínu áfram. „Það hefur hins vegar verið, eins og varaformaður okkar kom hér inn á í sinni ræðu, verið titringur í samstarfinu. Og í dag heldur samstarfsflokkur okkur, Sjálfstæðisflokkurinn, líka sinn flokksráðsfund og ætlar að ræða stöðu sína í ríkisstjórnarsamstarfinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ræðu sinni. Og það var það sem Sjálfstæðismenn gerðu á sínum fundi á Hilton í dag. „Við ræðum stjórnarsamstarfið svo sannarlega og göngumst við því að það er krefjandi að vera í þriggja flokka ríkisstjórn og ýmsar áskoranir því samfylgjandi,“ sagði Bjarni Benediktsson við fréttastofu. Pólitískur stöðugleiki skipti máli og segir Bjarni nauðsynlegt að finna lausnir. „Nú ef þær aðstæður koma upp að það er ekki mögulegt þá bregðumst við við í samræmi við tilefnið,“ sagði hann einnig. Bjarni Benediktsson kynnir aðhald í ríkisrekstriVísir/Vilhelm Ríkisfjármálin ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum Fjármálaráðherra tilkynnti í gær um aðgerðir í hagræðingar í rekstri ríkisins til að draga úr verðbólguþrýstingi. Hann sagði jafnframt að það væri ekki hlutverk ríkisfjármálanna að vinna bug á verðbólgunni heldur Seðlabankans. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir undrun sinni á yfirlýsingu ráðherra og telja hann bera mikla ábyrgð á verðbólgunni. Bjarni segir þó tölurnar tala sínu máli. „Ríkisfjármálin eru ekki að gera seðlabankanum erfitt að ná sínum markmiðum. Það er mín skoðun og þeim er frjálst að hafa sína skoðun á því. Svo er það einfaldlega þannig að það er skrifað í lög hvert meginhlutverk seðlabankans er. Þannig ef menn vilja gera ágreining við um það veit ég ekki alveg hvert menn eru komnir,“ sagði hann. Aðalatriðið sé að ríkisfjármálin séu að þróast á réttan veg, langt fram úr áætlunum. „Þess vegna segi ég bara fullum fetum að ríkisfjármálin eru ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum í að ná markmiðum sem þau þurfa að gera. Ég hafna því þess vegna allri orðræðu um það að orsakir fyrir verðbólgu sé að finna í ríkisfjármálum,“ sagði Bjarni. En berð þú einhverja ábyrgð á því sem fjármálaráðherra að ná þessari verðbólgu niður? „Það er auðvitað lykilatriði að ríkisfjármálin torveldi ekki bankanum að ná markmiðum sem við höfum falið honum að ná og ég tel að við séum að standa okkur vel í því hlutverki,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn héldu flokksráðsfundi sína í dag. Á fundi Vinstri grænna sagði forsætisráðherra að í síðustu kosningum hefði ríkisstjórnin fengið afgerandi stuðning og því haldið samstarfi sínu áfram. „Það hefur hins vegar verið, eins og varaformaður okkar kom hér inn á í sinni ræðu, verið titringur í samstarfinu. Og í dag heldur samstarfsflokkur okkur, Sjálfstæðisflokkurinn, líka sinn flokksráðsfund og ætlar að ræða stöðu sína í ríkisstjórnarsamstarfinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ræðu sinni. Og það var það sem Sjálfstæðismenn gerðu á sínum fundi á Hilton í dag. „Við ræðum stjórnarsamstarfið svo sannarlega og göngumst við því að það er krefjandi að vera í þriggja flokka ríkisstjórn og ýmsar áskoranir því samfylgjandi,“ sagði Bjarni Benediktsson við fréttastofu. Pólitískur stöðugleiki skipti máli og segir Bjarni nauðsynlegt að finna lausnir. „Nú ef þær aðstæður koma upp að það er ekki mögulegt þá bregðumst við við í samræmi við tilefnið,“ sagði hann einnig. Bjarni Benediktsson kynnir aðhald í ríkisrekstriVísir/Vilhelm Ríkisfjármálin ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum Fjármálaráðherra tilkynnti í gær um aðgerðir í hagræðingar í rekstri ríkisins til að draga úr verðbólguþrýstingi. Hann sagði jafnframt að það væri ekki hlutverk ríkisfjármálanna að vinna bug á verðbólgunni heldur Seðlabankans. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir undrun sinni á yfirlýsingu ráðherra og telja hann bera mikla ábyrgð á verðbólgunni. Bjarni segir þó tölurnar tala sínu máli. „Ríkisfjármálin eru ekki að gera seðlabankanum erfitt að ná sínum markmiðum. Það er mín skoðun og þeim er frjálst að hafa sína skoðun á því. Svo er það einfaldlega þannig að það er skrifað í lög hvert meginhlutverk seðlabankans er. Þannig ef menn vilja gera ágreining við um það veit ég ekki alveg hvert menn eru komnir,“ sagði hann. Aðalatriðið sé að ríkisfjármálin séu að þróast á réttan veg, langt fram úr áætlunum. „Þess vegna segi ég bara fullum fetum að ríkisfjármálin eru ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum í að ná markmiðum sem þau þurfa að gera. Ég hafna því þess vegna allri orðræðu um það að orsakir fyrir verðbólgu sé að finna í ríkisfjármálum,“ sagði Bjarni. En berð þú einhverja ábyrgð á því sem fjármálaráðherra að ná þessari verðbólgu niður? „Það er auðvitað lykilatriði að ríkisfjármálin torveldi ekki bankanum að ná markmiðum sem við höfum falið honum að ná og ég tel að við séum að standa okkur vel í því hlutverki,“ sagði Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11