Grínistinn sem sagði Íslendinga opnari fyrir gríni en Danir er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2023 23:10 Eddie Skoller og Jeanne Grønbæk á ráðstefnu árið 2012. Martin von Haller Groenbaek - CC BY 2.0 Danski grínistinn og tónlistarmaðurinn Eddie Skoller er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði glímt við langvarandi veikindi og lést á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn í gær, umvafinn fjölskyldu. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Skoller á langan og farsælan feril að baki og skemmti Íslendingum til að mynda ítrekað fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni árið 1988. Árið 2021 gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti Skoller að umfjöllunarefni sínu í ávarpi til heiðurs Friðriki krónprins sem þá var í Íslandsheimsókn. Guðni sagði danska grínistann hafa séð að skopskyn Íslendinga væri öðruvísi en annarra Norðurlandabúa. „Þið eruð opnari og móttækilegri fyrir gríni en landar mínir Danir,“ hafði Guðni eftir Skoller og bætti svo orðrétt við: „svo ekki sé nú talað um Svía, Finna og Norðmenn. Það þarf oft að ýta vel við þeim til að fá þá til að hlæja. Ykkar húmor er líka kaldhæðnislegri og afdráttarlausari. Þið eruð eins og veðrið hér á ykkar landi, stundum logn, stundum hvasst og veðráttan hörð.“ Skoller fæddist í Missouri-ríki í Bandaríkjunum árið 1944 en bjó í Danmörku mest allt sitt líf. Hann steig fyrst á svið í sýningunni Vise Vers Hus í Tívolí og flutti fyrsta einleikinn sinn nokkrum árum síðar. Hann er meðal annars þekktur fyrir lög á borð við I Middelhavet sardinen svømmer, What Did You Learn In School Today og En Enkel Sang Om Frihed. Skoller var einnig ötull tennisspilari. Móðir hans fæddist í Svíþjóð og faðir í Rússlandi en fjölskyldan flutti til Danmörku árið 1950. Skoller skilur eftir sig fimm börn og eiginkonu sína Dorrit Elmquist. Hann var áður giftur norsku tónlistarkonunni Sissel Kyrkjebø, leikkonunni Lisbeth Lundquist og Pia Persson. Andlát Danmörk Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Skoller á langan og farsælan feril að baki og skemmti Íslendingum til að mynda ítrekað fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni árið 1988. Árið 2021 gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti Skoller að umfjöllunarefni sínu í ávarpi til heiðurs Friðriki krónprins sem þá var í Íslandsheimsókn. Guðni sagði danska grínistann hafa séð að skopskyn Íslendinga væri öðruvísi en annarra Norðurlandabúa. „Þið eruð opnari og móttækilegri fyrir gríni en landar mínir Danir,“ hafði Guðni eftir Skoller og bætti svo orðrétt við: „svo ekki sé nú talað um Svía, Finna og Norðmenn. Það þarf oft að ýta vel við þeim til að fá þá til að hlæja. Ykkar húmor er líka kaldhæðnislegri og afdráttarlausari. Þið eruð eins og veðrið hér á ykkar landi, stundum logn, stundum hvasst og veðráttan hörð.“ Skoller fæddist í Missouri-ríki í Bandaríkjunum árið 1944 en bjó í Danmörku mest allt sitt líf. Hann steig fyrst á svið í sýningunni Vise Vers Hus í Tívolí og flutti fyrsta einleikinn sinn nokkrum árum síðar. Hann er meðal annars þekktur fyrir lög á borð við I Middelhavet sardinen svømmer, What Did You Learn In School Today og En Enkel Sang Om Frihed. Skoller var einnig ötull tennisspilari. Móðir hans fæddist í Svíþjóð og faðir í Rússlandi en fjölskyldan flutti til Danmörku árið 1950. Skoller skilur eftir sig fimm börn og eiginkonu sína Dorrit Elmquist. Hann var áður giftur norsku tónlistarkonunni Sissel Kyrkjebø, leikkonunni Lisbeth Lundquist og Pia Persson.
Andlát Danmörk Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira