Innlent

Kosið um nýjan biskup í mars

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Agnes mun láta af störfum næsta sumar.
Agnes mun láta af störfum næsta sumar. Vísir/Vilhelm

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Í frétt blaðsins er haft eftir Steindóri R. Haraldssyni, öðrum varaforseta kirkjuþings, að kominn sé tími til að lægja öldur innan kirkjunnar. 

„Staðreynd­in er sú að allt þetta havarí sem varð um dag­inn út af ráðning­ar­samn­ingi bisk­ups... bisk­up sjálf­ur á eng­an þátt í því. Það er bara reglu­kerfið, hún býr það ekki til,“ seg­ir hann.

Umrætt „havarí“ sem Steindór vísar til varðar spurningar sem varpað hefur verið fram um stöðu biskups í kjölfar breytinga á starfinu; biskup er nú starfsmaður þjóðkirkjunnar en ekki embættismaður.

Steindór segir fullan vilja innan kirkjunnar til að greiða úr málum. Prestar séu vinir í raun og góðir tímar fram undan. Svo sé að sjá hvernig þjóðkirkjunni muni reiða af í nútímasamfélagi.

„Það er alveg ljóst að á henni verða breytingar,“ segir hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×