Alonso segir fólk vanmeta afrek Verstappens Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 09:00 Fernando Alonso segir afrek Verstappen vanmetin. Mario Renzi - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen jafnaði í gær met Þjóðverjans Sebastians Vettel er hann vann sinn níunda kappakstur í röð í Formúlu 1 í gær. Hinn margreyndi Fernando Alonso segir fólk vanmeta afrek og yfirburði Hollendingsins undanfarna mánuði. Alonso kom annar í mark í hollenska kappakstrinum á Zandvoort-brautinni í gær, um 3,7 sekúndum á eftir Verstappen eftir kaótíska keppni þar sem rigningaskúrir settu sinn svip á daginn. Eins og áður segir jafnaði Verstappen með sigrinum met Sebastians Vettel og hefur nú unnið níu Formuúlu 1 keppnir í röð. Að kappakstrinum loknum var Alonso spurður út í það hvort Hollendingurinn væri heilum flokk ofar en aðrir ökumenn, eða hvort Alonso sjálfur eða Lewis Hamilton gætu veitt honum samkeppni. „Það sem Max er að afreka er stundum vanmetið. Það að vinna með svona miklum yfirburðum í hvaða íþrótt sem er er mjög flókið,“ sagði Alonso. „Að keyra á sama „leveli“ og hann er eitthvað sem ég trúi að ég geti gert. Við ökumenn höfum yfirleitt mikla trú á okkur sjálfum. Ég veit ekki með Lewis, en ég trúi að ég geti það. Og Lewis líka,“ bætti Spánverjinn við. „Þú þarft að koma inn í keppnina og líða eins og þú sért tengdur bílnum. Í dag leið mér eins og ég væri að keyra eins vel og mögulegt var og ég væri að gefa mig allan í þetta. En í keppnunum á Spa eða í Austurríki var ég kannski ekki á sama stað.“ „Þannig að þér líður alltaf eins og þú getir gert eitthvað betur og þú ert ekki alltaf hundrað prósent ánægður með þig eins og ég er núna í dag. Ég held að Max sé að ná þessum hundrað prósentum mun oftar en við í augnablikinu og það er þess vegna sem hann hefur svona mikla yfirburði.“ Akstursíþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Alonso kom annar í mark í hollenska kappakstrinum á Zandvoort-brautinni í gær, um 3,7 sekúndum á eftir Verstappen eftir kaótíska keppni þar sem rigningaskúrir settu sinn svip á daginn. Eins og áður segir jafnaði Verstappen með sigrinum met Sebastians Vettel og hefur nú unnið níu Formuúlu 1 keppnir í röð. Að kappakstrinum loknum var Alonso spurður út í það hvort Hollendingurinn væri heilum flokk ofar en aðrir ökumenn, eða hvort Alonso sjálfur eða Lewis Hamilton gætu veitt honum samkeppni. „Það sem Max er að afreka er stundum vanmetið. Það að vinna með svona miklum yfirburðum í hvaða íþrótt sem er er mjög flókið,“ sagði Alonso. „Að keyra á sama „leveli“ og hann er eitthvað sem ég trúi að ég geti gert. Við ökumenn höfum yfirleitt mikla trú á okkur sjálfum. Ég veit ekki með Lewis, en ég trúi að ég geti það. Og Lewis líka,“ bætti Spánverjinn við. „Þú þarft að koma inn í keppnina og líða eins og þú sért tengdur bílnum. Í dag leið mér eins og ég væri að keyra eins vel og mögulegt var og ég væri að gefa mig allan í þetta. En í keppnunum á Spa eða í Austurríki var ég kannski ekki á sama stað.“ „Þannig að þér líður alltaf eins og þú getir gert eitthvað betur og þú ert ekki alltaf hundrað prósent ánægður með þig eins og ég er núna í dag. Ég held að Max sé að ná þessum hundrað prósentum mun oftar en við í augnablikinu og það er þess vegna sem hann hefur svona mikla yfirburði.“
Akstursíþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira