Bestu mörkin: Tap í bikarúrslitum gerði útslagið í titilbaráttu Blika Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 13:01 Breiðablik mátti þola óvænt 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum og gengi liðsins hefur verið slakt síðan þá. Vísir/Hulda Margrét Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna gerðu upp tímabilið hjá hverju liði fyrir sig í þætti gærkvöldsins eftir að lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrir tvískiptingu fór fram. Breiðabliki hefur fatast flugið í síðustu leikjum og liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Vals. Breiðablik og Valur háðu harða toppbaráttu lengst af í sumar og lengi vel voru Blikar skrefi framar. Íslandsmeistarar Vals hafa þó sigið fram úr á undanförnum vikum, enda er Breiðablik án sigurs í síðustu þremur leikjum. Raunar hefur Breiðablik aðeins unnið tvo leiki af þeim sex sem liðið hefur leikið eftir landsleikjahléið sem var í síðasta mánuði og þrátt fyrir að hafa skorað 42 mörk í þessum 18 umferðum virðist draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn vera að fjara út áður en úrslitakeppnin hefst. „Þær voru svo frábærar og við ræddum það fyrir hlé. Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks] sagði það í viðtali að liðið hefði eiginlega ekki kosið að fá hlé,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Síðan svona hökta þær aðeins eftir það og þessi bikarúrslit fóru með þetta,“ bætti Helena við, en Breiðablik þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum. Sérfræðingar þáttarins hrósuðu Breiðabliki þó fyrir fjölda marka sem liðið hefur skorað í sumar og hversu stór hluti leikmannahópsins hefur komið að mörkum liðsins. Meiðsli og brotthvarf leikmanna í háskóla hafi þó sett strik í reikninginn og voru þær flestar sammála um það að liðinu vanti breidd til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Klippa: Bestu mörkin - Breiðablik Eins og áður segir situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar nú þegar komið er að úrslitakeppninni. Liðið er átta stigum á eftir ríkjandi og verðandi Íslandsmeistum Vals og þurfa Blikar líklega frekar að horfa niður fyrir sig í töfluna og einbeita sér að því að halda öðru sætinu frekar en að hafa áhyggjur af titilbaráttu. Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Breiðablik og Valur háðu harða toppbaráttu lengst af í sumar og lengi vel voru Blikar skrefi framar. Íslandsmeistarar Vals hafa þó sigið fram úr á undanförnum vikum, enda er Breiðablik án sigurs í síðustu þremur leikjum. Raunar hefur Breiðablik aðeins unnið tvo leiki af þeim sex sem liðið hefur leikið eftir landsleikjahléið sem var í síðasta mánuði og þrátt fyrir að hafa skorað 42 mörk í þessum 18 umferðum virðist draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn vera að fjara út áður en úrslitakeppnin hefst. „Þær voru svo frábærar og við ræddum það fyrir hlé. Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks] sagði það í viðtali að liðið hefði eiginlega ekki kosið að fá hlé,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Síðan svona hökta þær aðeins eftir það og þessi bikarúrslit fóru með þetta,“ bætti Helena við, en Breiðablik þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum. Sérfræðingar þáttarins hrósuðu Breiðabliki þó fyrir fjölda marka sem liðið hefur skorað í sumar og hversu stór hluti leikmannahópsins hefur komið að mörkum liðsins. Meiðsli og brotthvarf leikmanna í háskóla hafi þó sett strik í reikninginn og voru þær flestar sammála um það að liðinu vanti breidd til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Klippa: Bestu mörkin - Breiðablik Eins og áður segir situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar nú þegar komið er að úrslitakeppninni. Liðið er átta stigum á eftir ríkjandi og verðandi Íslandsmeistum Vals og þurfa Blikar líklega frekar að horfa niður fyrir sig í töfluna og einbeita sér að því að halda öðru sætinu frekar en að hafa áhyggjur af titilbaráttu.
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira