Sjáðu mörkin: Valur nálgast titilinn og fallið blasir við Selfyssingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 15:30 Valskonur eru komnar með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn. Visir/Diego Síðasta umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu fyrir tvískiptingu deildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð var leikin á sama tíma. Valskonur eru með pálmann í höndunum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, en Selfyssingar þurfa á kraftaverki að halda til að halda sæti sínu í deildinni. Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan 4-1 sigur gegn Keflvíkingum þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum í Val yfir á 22. mínútu leiksins. Aníta Lind Daníelsdóttir jafnaði metin fyrir Keflvíkinga stuttu síðar úr vítaspyrnu, en mörk frá Bryndísi Örnu Níelsdóttur, Þórdísi Elvu Ágústsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur í síðari hálfleik tryggðu sigur Valskvenna. Valur er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar, en Keflavík situr í næst neðsta sæti, einu stigi frá öruggu sæti þegar úrslitakeppnin tekur við. Klippa: Mörkin úr leik Vals og Keflavíkur Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn Selfyssingum þar sem öll mörk leiksins voru skoruð í síðari hálfleik. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Garðbæingum yfir snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir bætti tveimur mörkum við og innsiglaði sigurinn. Stjörnukonur eru því enn með í baráttunni um annað sæti deildarinnar við Breiðablik og fer liðið með 29 stig inn í úrslitakeppnina. Selfyssingar sitja hins vegar sem fastast á botninum með 11 stig og dugir ekkert minna en þrír sigrar í jafn mörgum leikjum í úrslitakeppninni til að eiga möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Selfoss Þá vann Þróttur sterkan 4-2 sigur gegn Breiðabliki í Laugardalnum. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir á 25. mínútu leiksins, en tvö mörk frá Sæunni Björnsdóttur sáu til þess að heimakonur fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Birta var svo aftur á ferðinni þegar hún jafnaði metin fyrir Blika eftir klukkutíma leik, en Elín Metta Jensen endurheimti forystu Þróttar stuttu síðar með sínu fyrsta marki eftir endurkomu hennar í boltann áður en Katla Tryggvadóttir tryggði heimakonum sigurinn með marki á 88. mínútu. Þróttur er því enn með í baráttunni um 2.-6. sæti deildarinnar með 28 stig þegar úrslitakeppnin hefst, en Blikar, sem sitja í öðru sæti með 34 stig, eru án sigurs í síðustu þremur leikjum og þurfa að fara að passa sig ef liðið ætlar ekki að missa lið á borð við Þrótt, Stjörnuna og FH fram úr sér. Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks Nýliðar FH unnu mikilvægan 0-2 útisigur er liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Shaina Ashouri sáu um markaskorun gestanna í síðari hálfleik og nýliðar FH standa því vel að vígi fyrir lokasprettinn. FH-ingar eru með 28 stig í fimmta sæti deildarinnar og geta vel ógnað Breiðabliki, Stjörnunni og Þrótti í baráttunni um annað sæti. Eyjakonur sitja hins vegar í áttunda sæti með 18 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og FH Að lokum gerðu Tindastóll og Þór/KA markalaust jafntefli í norðurlandsslag gærdagsins. Þór/KA situr í sjötta sæti með 26 stig og heldur því í liðin fyrir ofan sig í þéttum pakka efri hluta deildarinnar. Stólarnir þurfa hins vegar enn að berjast við falldrauginn, enda er liðið aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan 4-1 sigur gegn Keflvíkingum þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum í Val yfir á 22. mínútu leiksins. Aníta Lind Daníelsdóttir jafnaði metin fyrir Keflvíkinga stuttu síðar úr vítaspyrnu, en mörk frá Bryndísi Örnu Níelsdóttur, Þórdísi Elvu Ágústsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur í síðari hálfleik tryggðu sigur Valskvenna. Valur er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar, en Keflavík situr í næst neðsta sæti, einu stigi frá öruggu sæti þegar úrslitakeppnin tekur við. Klippa: Mörkin úr leik Vals og Keflavíkur Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn Selfyssingum þar sem öll mörk leiksins voru skoruð í síðari hálfleik. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Garðbæingum yfir snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir bætti tveimur mörkum við og innsiglaði sigurinn. Stjörnukonur eru því enn með í baráttunni um annað sæti deildarinnar við Breiðablik og fer liðið með 29 stig inn í úrslitakeppnina. Selfyssingar sitja hins vegar sem fastast á botninum með 11 stig og dugir ekkert minna en þrír sigrar í jafn mörgum leikjum í úrslitakeppninni til að eiga möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Selfoss Þá vann Þróttur sterkan 4-2 sigur gegn Breiðabliki í Laugardalnum. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir á 25. mínútu leiksins, en tvö mörk frá Sæunni Björnsdóttur sáu til þess að heimakonur fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Birta var svo aftur á ferðinni þegar hún jafnaði metin fyrir Blika eftir klukkutíma leik, en Elín Metta Jensen endurheimti forystu Þróttar stuttu síðar með sínu fyrsta marki eftir endurkomu hennar í boltann áður en Katla Tryggvadóttir tryggði heimakonum sigurinn með marki á 88. mínútu. Þróttur er því enn með í baráttunni um 2.-6. sæti deildarinnar með 28 stig þegar úrslitakeppnin hefst, en Blikar, sem sitja í öðru sæti með 34 stig, eru án sigurs í síðustu þremur leikjum og þurfa að fara að passa sig ef liðið ætlar ekki að missa lið á borð við Þrótt, Stjörnuna og FH fram úr sér. Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks Nýliðar FH unnu mikilvægan 0-2 útisigur er liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Shaina Ashouri sáu um markaskorun gestanna í síðari hálfleik og nýliðar FH standa því vel að vígi fyrir lokasprettinn. FH-ingar eru með 28 stig í fimmta sæti deildarinnar og geta vel ógnað Breiðabliki, Stjörnunni og Þrótti í baráttunni um annað sæti. Eyjakonur sitja hins vegar í áttunda sæti með 18 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og FH Að lokum gerðu Tindastóll og Þór/KA markalaust jafntefli í norðurlandsslag gærdagsins. Þór/KA situr í sjötta sæti með 26 stig og heldur því í liðin fyrir ofan sig í þéttum pakka efri hluta deildarinnar. Stólarnir þurfa hins vegar enn að berjast við falldrauginn, enda er liðið aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sjá meira