Forest kvartar vegna dómaranna á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 07:00 Leikmenn Forest voru ekki sáttur með Stuart Attwell, dómara. Stu Forster/Getty Images Nottingham Forest hefur sent inn kvörtun til dómarasambands, PGMOL, Englands vegna dómaranna í 3-2 tapi liðsins gegn Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Gestirnir frá Nottingham komust 2-0 yfir þegar innan við fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn sneru dæminu sér í vil og unnu 3-2 sigur. Sigurmarkið skoraði Bruno Fernandes úr vítaspyrnu en skömmu þar á undan hafði Joe Worrall, fyrirliði Forest, fengið rautt spjald. Steve Cooper, þjálfari Forest, sagðist þurfa að bíta í tunguna á sér er hann ræddi Stuart Attwell, dómara leiksins, við fjölmiðla að leik loknum. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, um málið voru töluvert fleiri dómar sem Forest voru óánægðir með heldur en aðeins rauða spjaldið og vítaspyrnan. Attwell sendi Worrall af velli fyrir að toga í Fernandes sem var í þann mund að sleppa í gegn. Fékk rauða spjaldið fyrir að vera aftasti maður en Forest vill meina að Willy Boly hafi verið nægilega nálægt til að það sé hægt að deila um hvort Fernandes hafi verið sloppinn í gegn. Vítaspyrnan var svo dæmd þegar Danilo felldi Marcus Rashford sem var á fleygiferð framhjá honum en Forest vill meina að um litla snertingu hafi verið að ræða. Í bæði skiptin skoðaði Robert Jones, myndbandsdómari leiksins, atvikið og var sammála ákvörðunum Attwell. Nottingham Forest to consider official complaint against referee Stuart Attwell in Man Utd defeat @JPercyTelegraph#TelegraphFootball #CFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 27, 2023 Dómarar á Englandi hafa átt undir högg að sækja í upphafi tímabils og virðist þolinmæði almennings gagnvart myndbandsdómgæslunni, VAR, á þrotum. Sama má segja um mörg lið deildarinnar og er þetta enn eitt dæmið um það. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. 26. ágúst 2023 17:46 Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. 25. ágúst 2023 10:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Gestirnir frá Nottingham komust 2-0 yfir þegar innan við fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn sneru dæminu sér í vil og unnu 3-2 sigur. Sigurmarkið skoraði Bruno Fernandes úr vítaspyrnu en skömmu þar á undan hafði Joe Worrall, fyrirliði Forest, fengið rautt spjald. Steve Cooper, þjálfari Forest, sagðist þurfa að bíta í tunguna á sér er hann ræddi Stuart Attwell, dómara leiksins, við fjölmiðla að leik loknum. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, um málið voru töluvert fleiri dómar sem Forest voru óánægðir með heldur en aðeins rauða spjaldið og vítaspyrnan. Attwell sendi Worrall af velli fyrir að toga í Fernandes sem var í þann mund að sleppa í gegn. Fékk rauða spjaldið fyrir að vera aftasti maður en Forest vill meina að Willy Boly hafi verið nægilega nálægt til að það sé hægt að deila um hvort Fernandes hafi verið sloppinn í gegn. Vítaspyrnan var svo dæmd þegar Danilo felldi Marcus Rashford sem var á fleygiferð framhjá honum en Forest vill meina að um litla snertingu hafi verið að ræða. Í bæði skiptin skoðaði Robert Jones, myndbandsdómari leiksins, atvikið og var sammála ákvörðunum Attwell. Nottingham Forest to consider official complaint against referee Stuart Attwell in Man Utd defeat @JPercyTelegraph#TelegraphFootball #CFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 27, 2023 Dómarar á Englandi hafa átt undir högg að sækja í upphafi tímabils og virðist þolinmæði almennings gagnvart myndbandsdómgæslunni, VAR, á þrotum. Sama má segja um mörg lið deildarinnar og er þetta enn eitt dæmið um það.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. 26. ágúst 2023 17:46 Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. 25. ágúst 2023 10:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. 26. ágúst 2023 17:46
Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. 25. ágúst 2023 10:30