Segist voða lítið í „ef“ spurningum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2023 12:18 Sigurður Ingi Jóhannsson vill ekki svara „ef“ spurningum um stuðning við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að lýst verði yfir vantrausti á hendur ráðherranum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. „Ég er voða lítið í „ef“ spurningum og þetta er nú bara mál í ferli og eigum við ekki bara að sjá hvernig það fer?“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, sagt að hann telji einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Svandísi á haustþingi komist Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að hún hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði hvalveiðum. Þá hefur Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, tekið undir með Elliða í samtali við Ríkisútvarpið. Hann útilokar ekki að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur ráðherranum reynist hvalveiðibannið ólöglegt en segir afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið verði framlengt. Ákvörðun mun liggja fyrir þann 1. september og hefur Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagt að hann telji einsýnt að Svandís muni leyfa hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Áður hefur Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og viðskipta-og menningarmálaráðherra sagt að Framsókn leggi áherslu á að leysa ágreiningsmál í ríkisstjórninni með góðri samvinnu. Sigurður Ingi gefur ekkert upp um mögulegan stuðning Framsóknar við samráðherra sinn nú. Þannig að ef að hvalveiðibann verður framlengt, mynduð þið styðja Svandísi? „Eins og ég segi, ég er voða lítið í „ef“ tillögum, að svara þeim, ef þetta eða hitt gerist. Þannig að við skulum nú bara sjá hvernig tíminn líður og hvernig hlutirnir æxlast.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
„Ég er voða lítið í „ef“ spurningum og þetta er nú bara mál í ferli og eigum við ekki bara að sjá hvernig það fer?“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, sagt að hann telji einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Svandísi á haustþingi komist Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að hún hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði hvalveiðum. Þá hefur Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, tekið undir með Elliða í samtali við Ríkisútvarpið. Hann útilokar ekki að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur ráðherranum reynist hvalveiðibannið ólöglegt en segir afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið verði framlengt. Ákvörðun mun liggja fyrir þann 1. september og hefur Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagt að hann telji einsýnt að Svandís muni leyfa hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Áður hefur Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og viðskipta-og menningarmálaráðherra sagt að Framsókn leggi áherslu á að leysa ágreiningsmál í ríkisstjórninni með góðri samvinnu. Sigurður Ingi gefur ekkert upp um mögulegan stuðning Framsóknar við samráðherra sinn nú. Þannig að ef að hvalveiðibann verður framlengt, mynduð þið styðja Svandísi? „Eins og ég segi, ég er voða lítið í „ef“ tillögum, að svara þeim, ef þetta eða hitt gerist. Þannig að við skulum nú bara sjá hvernig tíminn líður og hvernig hlutirnir æxlast.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira