Segist voða lítið í „ef“ spurningum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2023 12:18 Sigurður Ingi Jóhannsson vill ekki svara „ef“ spurningum um stuðning við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að lýst verði yfir vantrausti á hendur ráðherranum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. „Ég er voða lítið í „ef“ spurningum og þetta er nú bara mál í ferli og eigum við ekki bara að sjá hvernig það fer?“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, sagt að hann telji einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Svandísi á haustþingi komist Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að hún hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði hvalveiðum. Þá hefur Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, tekið undir með Elliða í samtali við Ríkisútvarpið. Hann útilokar ekki að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur ráðherranum reynist hvalveiðibannið ólöglegt en segir afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið verði framlengt. Ákvörðun mun liggja fyrir þann 1. september og hefur Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagt að hann telji einsýnt að Svandís muni leyfa hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Áður hefur Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og viðskipta-og menningarmálaráðherra sagt að Framsókn leggi áherslu á að leysa ágreiningsmál í ríkisstjórninni með góðri samvinnu. Sigurður Ingi gefur ekkert upp um mögulegan stuðning Framsóknar við samráðherra sinn nú. Þannig að ef að hvalveiðibann verður framlengt, mynduð þið styðja Svandísi? „Eins og ég segi, ég er voða lítið í „ef“ tillögum, að svara þeim, ef þetta eða hitt gerist. Þannig að við skulum nú bara sjá hvernig tíminn líður og hvernig hlutirnir æxlast.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Ég er voða lítið í „ef“ spurningum og þetta er nú bara mál í ferli og eigum við ekki bara að sjá hvernig það fer?“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, sagt að hann telji einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Svandísi á haustþingi komist Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að hún hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði hvalveiðum. Þá hefur Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, tekið undir með Elliða í samtali við Ríkisútvarpið. Hann útilokar ekki að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur ráðherranum reynist hvalveiðibannið ólöglegt en segir afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið verði framlengt. Ákvörðun mun liggja fyrir þann 1. september og hefur Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagt að hann telji einsýnt að Svandís muni leyfa hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Áður hefur Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og viðskipta-og menningarmálaráðherra sagt að Framsókn leggi áherslu á að leysa ágreiningsmál í ríkisstjórninni með góðri samvinnu. Sigurður Ingi gefur ekkert upp um mögulegan stuðning Framsóknar við samráðherra sinn nú. Þannig að ef að hvalveiðibann verður framlengt, mynduð þið styðja Svandísi? „Eins og ég segi, ég er voða lítið í „ef“ tillögum, að svara þeim, ef þetta eða hitt gerist. Þannig að við skulum nú bara sjá hvernig tíminn líður og hvernig hlutirnir æxlast.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent