Reiði beinist að DeSantis Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2023 13:29 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída á minningarathöfn í Jacksonville á sunnudaginn. AP/John Raoux Eftir að ungur rasisti myrti þrjár svartar manneskjur í Jacksonville í Flórída um helgina hafa margir reiðst Ron DeSantis, ríkisstjóra. Fyrir árásina hafði hann verið sakaður um að skapa andrúmsloft haturs gegn svörtum Bandaríkjamönnum og öðru þeldökku fólki og reiðin hefur aukist eftir árasina. Árásarmaðurinn í Jacksonville hafði skreytt byssu sína með hakakross og lýst yfir hatri sínu á svörtu fólki. Þegar NAACP, hagsmunasamtök svartra Bandaríkjamanna, vöruðu fólk við því að ferðast til Flórída í vor gagnrýndi DeSantis þá viðvörun. Samtökin sögðu að skotvopnalög Flórída og herferð ríkisstjórans sem snerist um að neita tilvist kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum hefði aukið á hættuna. Ríkisstjórinn var einnig gagnrýndur nýverið fyrir viðleitni sína til að draga úr kennslu á þrælahaldi í skólum Flórída. Gagnrýnin gegn DeSantis hefur aukist eftir árásina en AP fréttaveitan segir samfélagsleiðtoga svartra í Flórída og víðar í Bandaríkjunum saka ríkisstjórann um að ýta undir hatur. DeSantis hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að kalla árásarmanninn ekki rasista, en hann lýsti honum sem miklum „drullusokk“. Sjá einnig: Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Í yfirlýsingu til AP segir talsmaður DeSantis það rangt að ríkisstjórinn hafi ekki fordæmt árásarmanninn nægilega vel og gagnrýnir hann fréttaveituna fyrir að dreifa „fölskum umræðupunktum“ um árásina. Þá sagði hann að DeSantis myndi ekki lýða hatur og ofbeldi á grunni rasisma í Flórída og hafna því að ódæðið yrði vopnvætt í pólitík. Í grein fréttaveitunnar segir að ódæðið hafi varpað skugga á forsetabaráttuna innan Repúblikanaflokksins og frambjóðendur hafi staðið frammi fyrir óþægilegum spurningum um það af hverju rasistar og hvítir þjóðernissinnar fylgi flokknum. DeSantis sjálfur hefur ekki nefnt slagorðið sitt „War on Woke“ á undanförnum dögum en hann hefur ítrekað beitt því í baráttu sinni. Barátta Repúblikana gegn því sem þeir kalla „Woke“ snýr að miklu leyti að því að standa í vegi viðurkenninga á kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum og auknum réttindum fyrir hinsegin fólk. Eins og segir í grein AP hafa svo gott sem allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins boðað stefnu af þessum meiði. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Árásarmaðurinn í Jacksonville hafði skreytt byssu sína með hakakross og lýst yfir hatri sínu á svörtu fólki. Þegar NAACP, hagsmunasamtök svartra Bandaríkjamanna, vöruðu fólk við því að ferðast til Flórída í vor gagnrýndi DeSantis þá viðvörun. Samtökin sögðu að skotvopnalög Flórída og herferð ríkisstjórans sem snerist um að neita tilvist kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum hefði aukið á hættuna. Ríkisstjórinn var einnig gagnrýndur nýverið fyrir viðleitni sína til að draga úr kennslu á þrælahaldi í skólum Flórída. Gagnrýnin gegn DeSantis hefur aukist eftir árásina en AP fréttaveitan segir samfélagsleiðtoga svartra í Flórída og víðar í Bandaríkjunum saka ríkisstjórann um að ýta undir hatur. DeSantis hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að kalla árásarmanninn ekki rasista, en hann lýsti honum sem miklum „drullusokk“. Sjá einnig: Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Í yfirlýsingu til AP segir talsmaður DeSantis það rangt að ríkisstjórinn hafi ekki fordæmt árásarmanninn nægilega vel og gagnrýnir hann fréttaveituna fyrir að dreifa „fölskum umræðupunktum“ um árásina. Þá sagði hann að DeSantis myndi ekki lýða hatur og ofbeldi á grunni rasisma í Flórída og hafna því að ódæðið yrði vopnvætt í pólitík. Í grein fréttaveitunnar segir að ódæðið hafi varpað skugga á forsetabaráttuna innan Repúblikanaflokksins og frambjóðendur hafi staðið frammi fyrir óþægilegum spurningum um það af hverju rasistar og hvítir þjóðernissinnar fylgi flokknum. DeSantis sjálfur hefur ekki nefnt slagorðið sitt „War on Woke“ á undanförnum dögum en hann hefur ítrekað beitt því í baráttu sinni. Barátta Repúblikana gegn því sem þeir kalla „Woke“ snýr að miklu leyti að því að standa í vegi viðurkenninga á kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum og auknum réttindum fyrir hinsegin fólk. Eins og segir í grein AP hafa svo gott sem allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins boðað stefnu af þessum meiði.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14
Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47