Rannsókn hætt á meintum brotum Rammstein söngvarans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2023 15:07 Ásakanir á hendur Till Lindemann hrönnuðust upp í maí. Enginn þeirra sem bar á hann ásakanir vildi tjá sig um málið við embætti saksóknara í Berlín. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Rannsókn á meintum kynferðisbrotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, hefur verið hætt af saksóknara í Þýskalandi. Ástæðan er að ekki fundust nægilega mikil sönnunargögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni. Greint var frá því í júní síðastliðnum að saksóknari í Berlín hefði opnað rannsókn á hendur Lindemann. Tugir kvenna stigu fram í sumar og sökuðu Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Breski miðillinn Guardian hefur eftir embætti saksóknara að við rannsókn málsins hefðu engin sönnunargögn fundist. Þá hefði vitnisburður reynst ótrúverðugur auk þess sem meintir brotaþolar sem stigu fram á Reddit hafi ekki viljað vera vitni í málinu hjá embætti saksóknarans. Í maí síðastliðnum steig Shelby Lynn, norður-írskur aðdáandi sveitarinnar, fyrst fram með ásakanir á hendur söngvaranum. Hún sagðist telja að söngvarinn hefði byrlað sér þegar hann bauð henni baksviðs, fyrir tónleika Rammstein í Vilníus, höfuðborg Litáen í maí. Tillman hefði auk þess brugðist reiður við því þegar hún hafi neitað að sofa hjá honum. Í umfjöllun miðilsins er haft eftir saksóknara að ásakanir Shelby hafi þegar á hólminn er komið reynst óskýrar og að í ljós hafi komið að Shelby hafi sjálf ekki orðið vitni að neinu saknæmu. Í kjölfar þess að Shelby steig fram lýstu tugir kvenna svipaðri sögu á Reddit síðu þungarokkshljómsveitarinnar. Virtust lýsingarnar margar vera keimlíkar, eða alveg eins, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Sjálfur hefur Till Lindemann staðfastlega neitað sök og sveitin gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni sagði að sveitin þætti öryggi aðdáenda sinna á tónleikum sveitarinnar vera það sem öllu máli skiptir. Ásökunum væri ekki tekið af léttúð. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og meðal annars verið rætt í þýska þinginu, þar sem þingmenn hafa lagt fram fyrirspurnir um hvar málið hafi verið statt hjá saksóknara, sem varðist öllum fréttum þar til nú. Þá hefur bókaútgefandinn KiWi slitið útgáfusamningi sínum við Lindemann vegna málsins, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans. Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Greint var frá því í júní síðastliðnum að saksóknari í Berlín hefði opnað rannsókn á hendur Lindemann. Tugir kvenna stigu fram í sumar og sökuðu Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Breski miðillinn Guardian hefur eftir embætti saksóknara að við rannsókn málsins hefðu engin sönnunargögn fundist. Þá hefði vitnisburður reynst ótrúverðugur auk þess sem meintir brotaþolar sem stigu fram á Reddit hafi ekki viljað vera vitni í málinu hjá embætti saksóknarans. Í maí síðastliðnum steig Shelby Lynn, norður-írskur aðdáandi sveitarinnar, fyrst fram með ásakanir á hendur söngvaranum. Hún sagðist telja að söngvarinn hefði byrlað sér þegar hann bauð henni baksviðs, fyrir tónleika Rammstein í Vilníus, höfuðborg Litáen í maí. Tillman hefði auk þess brugðist reiður við því þegar hún hafi neitað að sofa hjá honum. Í umfjöllun miðilsins er haft eftir saksóknara að ásakanir Shelby hafi þegar á hólminn er komið reynst óskýrar og að í ljós hafi komið að Shelby hafi sjálf ekki orðið vitni að neinu saknæmu. Í kjölfar þess að Shelby steig fram lýstu tugir kvenna svipaðri sögu á Reddit síðu þungarokkshljómsveitarinnar. Virtust lýsingarnar margar vera keimlíkar, eða alveg eins, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Sjálfur hefur Till Lindemann staðfastlega neitað sök og sveitin gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni sagði að sveitin þætti öryggi aðdáenda sinna á tónleikum sveitarinnar vera það sem öllu máli skiptir. Ásökunum væri ekki tekið af léttúð. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og meðal annars verið rætt í þýska þinginu, þar sem þingmenn hafa lagt fram fyrirspurnir um hvar málið hafi verið statt hjá saksóknara, sem varðist öllum fréttum þar til nú. Þá hefur bókaútgefandinn KiWi slitið útgáfusamningi sínum við Lindemann vegna málsins, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans.
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira