Eins og óhamingjusöm hjón sem rífast alltaf úti á svölum Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2023 06:48 Formenn stjórnarflokkanna þriggja; Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Vísir/Arnar/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar líkir stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins við afar óhamingjusöm hjón. Ráðherrar þurfi að hætta að rífast og fara að hugsa um fólkið í landinu. Í morgun var greint frá því að Sjálfstæðismenn ræddu um mögulega vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra komi í ljós að hún hafi brotið stjórnsýslulög er hún frestaði hvalveiðum í sumar. Er ritari flokksins var síðan spurður hvort Sjálfstæðismenn myndu styðja vantrauststillöguna sagðist hann ekki útiloka það. Þá sagðist formaður Framsóknarflokksins ekki vilja svara svokölluðum „ef“ spurningum um mögulega vantrauststillögu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarandstöðuflokkarnir þó ekkert rætt sín á milli um neina vantrauststillögu. Því virðist vera að einu sem hafa rætt um hana sé samstarfsflokkur matvælaráðherra í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn. Fólk þurfi forystu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir mál þetta vera broslegt. „Vandamálið líka fyrir fólkið í landinu er að öll orka ríkisstjórnar Íslands fer í þessar innbyrðis erjur. Á sama tíma hafa stýrivextir tólffaldast frá því að ríkisstjórnin fór aftur af stað fyrir tveimur árum síðan. Fólkið í landinu, fyrirtækin í landinu finna fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Þetta eru málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem maður fer heyrir maður að umræðan snýst um þetta. Fólk þarf forystu, stefnufestu og sundruð ríkisstjórn getur ekki veitt þeim það,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Einar Kalli meðvitundarleysi stöðugleika Hún líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við óhamingjusöm hjón í fjölbýlishúsi sem taka öll rifrildi úti á svölum. „Vandamálið fyrir fólk á Íslandi er að þessi ríkisstjórn er svo sundruð að það er ekki bara þannig að hún er ekki hluti af lausninni fyrir fólkið í landinu heldur er hún hluti af þeim vandamálum sem við stöndum frami fyrir því hún liggur eins og pólitískt meðvitundarlaus og kallar það stöðugleika,“ segir Þorbjörg. Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Sjálfstæðismenn ræddu um mögulega vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra komi í ljós að hún hafi brotið stjórnsýslulög er hún frestaði hvalveiðum í sumar. Er ritari flokksins var síðan spurður hvort Sjálfstæðismenn myndu styðja vantrauststillöguna sagðist hann ekki útiloka það. Þá sagðist formaður Framsóknarflokksins ekki vilja svara svokölluðum „ef“ spurningum um mögulega vantrauststillögu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarandstöðuflokkarnir þó ekkert rætt sín á milli um neina vantrauststillögu. Því virðist vera að einu sem hafa rætt um hana sé samstarfsflokkur matvælaráðherra í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn. Fólk þurfi forystu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir mál þetta vera broslegt. „Vandamálið líka fyrir fólkið í landinu er að öll orka ríkisstjórnar Íslands fer í þessar innbyrðis erjur. Á sama tíma hafa stýrivextir tólffaldast frá því að ríkisstjórnin fór aftur af stað fyrir tveimur árum síðan. Fólkið í landinu, fyrirtækin í landinu finna fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Þetta eru málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem maður fer heyrir maður að umræðan snýst um þetta. Fólk þarf forystu, stefnufestu og sundruð ríkisstjórn getur ekki veitt þeim það,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Einar Kalli meðvitundarleysi stöðugleika Hún líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við óhamingjusöm hjón í fjölbýlishúsi sem taka öll rifrildi úti á svölum. „Vandamálið fyrir fólk á Íslandi er að þessi ríkisstjórn er svo sundruð að það er ekki bara þannig að hún er ekki hluti af lausninni fyrir fólkið í landinu heldur er hún hluti af þeim vandamálum sem við stöndum frami fyrir því hún liggur eins og pólitískt meðvitundarlaus og kallar það stöðugleika,“ segir Þorbjörg.
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira