„Það er okkar einlægi vilji að gera betur“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 29. ágúst 2023 21:01 Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, harmar gagnrýni á fyrirtækið. Vísir/Einar Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldið opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio Reykjavík og eftir nokkrar tilraunir gekk það loks upp. Svava gagnrýndi þjónustu Livio og sagði viðhorfið með ólíkindum, þjónusta og framkoma starfsfólksins væri slæm og að mikil þörf væri á samkeppni. Svava greindi meðal annars frá því þegar hún fór í eggheimtu og í kjölfarið hafi hún átt að fara í uppsetningu. „Þau hafa samband við mig og segja mér að það sé uppsetning á fimmtudegi en ekki laugardegi. Ég bara svara að það sé ekkert mál. Svo hafa þau samband og segja að uppsetningin verði ekki á fimmtudeginum því þau þurfi að hafa eggin aðeins lengur hjá sér. Þá á að gera þetta á laugardeginum,“ segir Svava. Í kjölfarið hafi hún fengið skilaboð um að hún ætti að mæta korter í eitt sem var seinna en áður hafði verið sagt við hana. „Ég ákvað því að hringja og athuga hvort þetta væri einhvern misskilningur, ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns. Þá svarar ritari í símann og segir mér að ég sé nú yfirleitt ekki bókuð hjá þeim á morgun. Hún segir við mig, ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er enginn uppsetning. Heimurinn bara hrundi. Ég er á bílastæði einhvers staðar og byrja bara að hágráta,“ segir Svava meðal annars í innslaginu. Hún hafi þó ekki fengið nein svör eða upplýsingar. Fleiri konur deildu upplifun sinni af þjónustu Livio við fréttastofu í dag en þær höfðu svipaða sögu að segja og gagnrýna þjónustuna. Snorri Einarsson, yfirlæknir Livio, segir upplifun kvennanna teknar alvarlega en að hann geti ekki tjáð sig um persónuleg mál. Þá hafi Livio nú þegar tekið á ýmsum hlutum sem komu fram í innslaginu í gær. Vilja gera betur „Það sem okkur fannst mjög leiðinlegt, er að þarna koma fram ákveðnin samskiptamál sem betur hefðu mátt fara. Auðvitað viljum við að þau séu miklu betri, og við notum svona ábendingar, og viljum nota þær sem hvata til að vinna í þessu,“ segir Snorri. Fólk sem sækir þjónustu sé í erfiðri stöðu og meðferðirnar krefjandi. „Og því miður er það eðli þessara meðferða, ekki bara í okkar höndum, heldur bara þessi tegund læknisfræði, að oftar en ekki þá takast meðferðirnar ekki og það þarf að endurtaka það þær. Það felur þá í sér gríðarlega mikil vonbrigði,“ segir Snorri. Það að Livio hafi ekki tekist að láta konum líða betur undir þessum kringumstæðum sé miður. „Og það er okkar einlægi vilji að gera betur.“ Börn og uppeldi Barnalán Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldið opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio Reykjavík og eftir nokkrar tilraunir gekk það loks upp. Svava gagnrýndi þjónustu Livio og sagði viðhorfið með ólíkindum, þjónusta og framkoma starfsfólksins væri slæm og að mikil þörf væri á samkeppni. Svava greindi meðal annars frá því þegar hún fór í eggheimtu og í kjölfarið hafi hún átt að fara í uppsetningu. „Þau hafa samband við mig og segja mér að það sé uppsetning á fimmtudegi en ekki laugardegi. Ég bara svara að það sé ekkert mál. Svo hafa þau samband og segja að uppsetningin verði ekki á fimmtudeginum því þau þurfi að hafa eggin aðeins lengur hjá sér. Þá á að gera þetta á laugardeginum,“ segir Svava. Í kjölfarið hafi hún fengið skilaboð um að hún ætti að mæta korter í eitt sem var seinna en áður hafði verið sagt við hana. „Ég ákvað því að hringja og athuga hvort þetta væri einhvern misskilningur, ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns. Þá svarar ritari í símann og segir mér að ég sé nú yfirleitt ekki bókuð hjá þeim á morgun. Hún segir við mig, ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er enginn uppsetning. Heimurinn bara hrundi. Ég er á bílastæði einhvers staðar og byrja bara að hágráta,“ segir Svava meðal annars í innslaginu. Hún hafi þó ekki fengið nein svör eða upplýsingar. Fleiri konur deildu upplifun sinni af þjónustu Livio við fréttastofu í dag en þær höfðu svipaða sögu að segja og gagnrýna þjónustuna. Snorri Einarsson, yfirlæknir Livio, segir upplifun kvennanna teknar alvarlega en að hann geti ekki tjáð sig um persónuleg mál. Þá hafi Livio nú þegar tekið á ýmsum hlutum sem komu fram í innslaginu í gær. Vilja gera betur „Það sem okkur fannst mjög leiðinlegt, er að þarna koma fram ákveðnin samskiptamál sem betur hefðu mátt fara. Auðvitað viljum við að þau séu miklu betri, og við notum svona ábendingar, og viljum nota þær sem hvata til að vinna í þessu,“ segir Snorri. Fólk sem sækir þjónustu sé í erfiðri stöðu og meðferðirnar krefjandi. „Og því miður er það eðli þessara meðferða, ekki bara í okkar höndum, heldur bara þessi tegund læknisfræði, að oftar en ekki þá takast meðferðirnar ekki og það þarf að endurtaka það þær. Það felur þá í sér gríðarlega mikil vonbrigði,“ segir Snorri. Það að Livio hafi ekki tekist að láta konum líða betur undir þessum kringumstæðum sé miður. „Og það er okkar einlægi vilji að gera betur.“
Börn og uppeldi Barnalán Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira