Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu: „Svona er bara lífið í fótboltanum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2023 07:30 Ásmundur Arnarsson þjálfaði Blika frá árinu 2021. Vísir/Vilhelm Leikmenn kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta fengu óvænt sjokk þegar að þær fréttu af brotthvarfi þjálfarans Ásmundar Arnarssonar frá félaginu á æfingu á mánudaginn. Þau tíðindi bárust á mánudaginn að knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson hefðu komist að samkomulagi um að binda enda á samstarf sitt. Ásmundur hafði þjálfað kvennalið Breiðabliks síðan haustið 2021 en árangur liðsins upp á síðkastið hefur verið undir væntingum og því var ákveðið að leiðir skildu skilja. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Blika, en hún og aðrir leikmenn liðsins fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu á mánudaginn. „Þetta var náttúrulega bara mikið sjokk og bara leiðinlegar aðstæður. Það er sama hvað gengur á inni á vellinum, þetta er alltaf leiðinlegt,“ sagði Ásta í Sportpakkanum í gær. „Það voru kannski smá sérstakar aðstæður á æfingu í gær [á mánudaginn] og líka pirringur í leikmönnum eftir leiðinleg úrslit deginum áður. Við þurfum bara að horfa á framhaldið núna. Það er bara þannig.“ Ásta hefur aðeins góða hluti að segja um Ásmund og hans starf hjá Breiðabliki. „Ási er frábær náungi og bara mjög góður maður og góður þjálfari. Þannig ég hef bara góða hluti um Ása að segja. Stundum er þetta bara svo grimmt sport og hlutirnir gerast svo hratt og það er mikil pressa. Svona er bara lífið í fótboltanum, því miður. En ég óska honum alls hins besta.“ Klippa: Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu Breiðablik situr í öðru sæti Bestu-deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í þriðja sæti. Fram undan er úrslitakeppni deildarinnar og vill Ásta Eir að Blikar stígi upp í þessum krefjandi aðstæðum. „Við erum ekkert að grafa okkur ofan í einhverja holu. Við erum í öðru sæti í deildinni og planið er að halda í það. Það eru 15 stig eftir í pottinum og ég ætla ekkert að útiloka neitt. Mótið er ekki búið,“ sagði Ásta að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
Þau tíðindi bárust á mánudaginn að knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson hefðu komist að samkomulagi um að binda enda á samstarf sitt. Ásmundur hafði þjálfað kvennalið Breiðabliks síðan haustið 2021 en árangur liðsins upp á síðkastið hefur verið undir væntingum og því var ákveðið að leiðir skildu skilja. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Blika, en hún og aðrir leikmenn liðsins fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu á mánudaginn. „Þetta var náttúrulega bara mikið sjokk og bara leiðinlegar aðstæður. Það er sama hvað gengur á inni á vellinum, þetta er alltaf leiðinlegt,“ sagði Ásta í Sportpakkanum í gær. „Það voru kannski smá sérstakar aðstæður á æfingu í gær [á mánudaginn] og líka pirringur í leikmönnum eftir leiðinleg úrslit deginum áður. Við þurfum bara að horfa á framhaldið núna. Það er bara þannig.“ Ásta hefur aðeins góða hluti að segja um Ásmund og hans starf hjá Breiðabliki. „Ási er frábær náungi og bara mjög góður maður og góður þjálfari. Þannig ég hef bara góða hluti um Ása að segja. Stundum er þetta bara svo grimmt sport og hlutirnir gerast svo hratt og það er mikil pressa. Svona er bara lífið í fótboltanum, því miður. En ég óska honum alls hins besta.“ Klippa: Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu Breiðablik situr í öðru sæti Bestu-deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í þriðja sæti. Fram undan er úrslitakeppni deildarinnar og vill Ásta Eir að Blikar stígi upp í þessum krefjandi aðstæðum. „Við erum ekkert að grafa okkur ofan í einhverja holu. Við erum í öðru sæti í deildinni og planið er að halda í það. Það eru 15 stig eftir í pottinum og ég ætla ekkert að útiloka neitt. Mótið er ekki búið,“ sagði Ásta að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira