Óljóst hversu margir fórust í eldunum á Maui Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 12:07 Brunarústir Lahaina á Maui, tveimur vikum eftir mannskæðustu gróðurelda Bandaríkjanna í meira en öld. AP/Jae C. Hong Leit að fórnarlömbum gróðureldanna á Maui á Havaí er við það að ljúka. Enn er þó óljóst hversu margir fórust. Leitarflokkar eru taldir hafa fundið allar þær líkamsleifar sem hægt er að finna. Staðfest er að 115 manns hafi farist í eldunum sem brenndu meðal annars Lahaina, sögufrægan ferðamannastað, til kaldra kola. Ekki er vitað með vissu hversu marga er enn saknað. Lögreglan á Maui er með 110 tilkynningar um fólk sem er saknað en fleiri en fimmtíu eru í virkri rannsókn, að sögn AP-fréttastofunnar. Búið er að bera kennsla á 45 þeirra látnu. Rannsakendur hafa safnað erfðaefni úr 120 manns til þess að bera kennsl á fleiri líkamsleifar. Leit að líkamsleifum er að mestu leyti lokið. Búið er að leita á öllu leitarsvæðinu á landi. Leit stendur enn yfir í sjónum fyrir utan Lahaina. Vitað er að fólk stakk sér út í Kyrrahafið til þess að komast undan eldinum og reyknum. „Við höfum nærri því lokið leitar- og söfnunarverkefninu alveg og snúum okkur að næsta skrefi,“ segir Darryl Oliveira, starfandi yfirmaður almannavarna Maui. Næstu skref er að fjarlægja hættulegan úrgang á hamfarasvæðinu svo íbúar geti snúið aftur til síns heima. Bandaríska umhverfisstofnunin telur að það gæti tekið fleiri mánuði. Á meðal eiturefna á svæðinu eru málning, skordýraeitur og rafhlöður. Sérfræðingar stofnunarinnar ætla að fara með fjölda sólarrafhlaða í Lahaina eins og ósprungnar sprengjur. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. 21. ágúst 2023 15:32 Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18. ágúst 2023 07:17 Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Staðfest er að 115 manns hafi farist í eldunum sem brenndu meðal annars Lahaina, sögufrægan ferðamannastað, til kaldra kola. Ekki er vitað með vissu hversu marga er enn saknað. Lögreglan á Maui er með 110 tilkynningar um fólk sem er saknað en fleiri en fimmtíu eru í virkri rannsókn, að sögn AP-fréttastofunnar. Búið er að bera kennsla á 45 þeirra látnu. Rannsakendur hafa safnað erfðaefni úr 120 manns til þess að bera kennsl á fleiri líkamsleifar. Leit að líkamsleifum er að mestu leyti lokið. Búið er að leita á öllu leitarsvæðinu á landi. Leit stendur enn yfir í sjónum fyrir utan Lahaina. Vitað er að fólk stakk sér út í Kyrrahafið til þess að komast undan eldinum og reyknum. „Við höfum nærri því lokið leitar- og söfnunarverkefninu alveg og snúum okkur að næsta skrefi,“ segir Darryl Oliveira, starfandi yfirmaður almannavarna Maui. Næstu skref er að fjarlægja hættulegan úrgang á hamfarasvæðinu svo íbúar geti snúið aftur til síns heima. Bandaríska umhverfisstofnunin telur að það gæti tekið fleiri mánuði. Á meðal eiturefna á svæðinu eru málning, skordýraeitur og rafhlöður. Sérfræðingar stofnunarinnar ætla að fara með fjölda sólarrafhlaða í Lahaina eins og ósprungnar sprengjur.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. 21. ágúst 2023 15:32 Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18. ágúst 2023 07:17 Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. 21. ágúst 2023 15:32
Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18. ágúst 2023 07:17
Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23