Facebook bannar ekki forseta sem hótaði andstæðingum ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 11:42 Hun Sen, fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu, hætti á Facebook þegar ráðgjafarnefnd vildi banna hann fyrir ofbeldishótanir. AP/Heng Sinith Meta, móðurfélag Facebook, ákvað að hafna áliti eigin ráðgjafanefndar um að banna fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu sem notaði miðillinn til þess að hóta andstæðingum sínum ofbeldi. Ráðherrann hótaði að banna Facebook í landinu ef hann yrði sjálfur settur í straff. Utanaðkomandi ráðgjafarnefnd Meta lagði til að fyrirtækið bannaði aðgang Hun Sen, þáverandi forsætisráðherra Kambódíu, í júní, skömmu fyrir kosningar, vegna myndbands sem hann birti fyrr á þessu ári þar sem hann hótaði að berja stjórnarandstæðinga, senda glæpamenn heim til þeirra og handtaka þá um miðjar nætur. Það var í fyrsta skipti sem nefndin lagði til að banna þjóðarleiðtoga á Facebook. Hun Sen hætti á Facebook, þar sem hann hafði verið atkvæðamikill, vegna tillögu nefndarinnar og hótaði því að banna notkun samfélagsmiðilsins í Kambódíu. Ákvörðun Meta á mánudag um að banna Hun Sen ekki byggði á reglum um tjáningu opinberra persóna þegar samfélagslegur órói ríkir sem fyrirtækið setti saman eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var bannaður fyrir færslur í kringum árás stuðningsmanna hans á Bandaríkjaþing 6. janúar 2021. Telur fyrirtækið að það samræmist ekki stefnu fyrirtækisins að banna Hun Sen. Myndbandið með ofbeldishótununum hafi verið fjarlægt á sínum tíma. Það hefði ekki verið birt á óróatíma og því væri ekki tilefni til þess að banna Hun Sen, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Standa við tillöguna Hun Sen var forsætisráðherra Kambódíu í aldarfjórðung, þaulsetnasti þjóðarleiðtogi Asíu þar sem völd ganga ekki í erfðir. Hann tilkynnti að hann ætlaði að víkja fyrir syni sínum, Hun Manet, í síðasta mánuði. Stjórnarfar í Kambódíu hefur færst sífellt lengra í gerræðisátt undir stjórn Hun Sen sem hefur gengið milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni, handtekið mannréttindafrömuði og lokað sjálfstæðum fjölmiðlum. Eftirlitsnefnd Meta sagðist standa við tillögu sína. Myndbandið sem Hun Sen birti væri hluti af viðvarandi mannréttindabrotum og ógnunum í garð pólitískra andstæðinga. Samfélagmiðlar yrðu að tryggja að þeir væru ekki misnotaðir í því skyni að grafa undan lýðræðislegum kosningum. Mannréttindavaktin gagnrýndi Meta fyrir ákvörðunina og sagði að hún sýndi að harðstjórar eins og Hun Sen gætu beitt Facebook sem vopni gegn stjórnarandstæðingum án þess að þurfa að sæta neinum raunverulegum afleiðingum. Ríkisstjórn Hun Manet er að mestu leyti skipuð nýjum ráðherrum. Hann er sjálfur nýr þingmaður. Flestir ráðherranna eru eins og hann börn eða ættingjar forvera sinna í embætti, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Kambódía Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Sjá meira
Utanaðkomandi ráðgjafarnefnd Meta lagði til að fyrirtækið bannaði aðgang Hun Sen, þáverandi forsætisráðherra Kambódíu, í júní, skömmu fyrir kosningar, vegna myndbands sem hann birti fyrr á þessu ári þar sem hann hótaði að berja stjórnarandstæðinga, senda glæpamenn heim til þeirra og handtaka þá um miðjar nætur. Það var í fyrsta skipti sem nefndin lagði til að banna þjóðarleiðtoga á Facebook. Hun Sen hætti á Facebook, þar sem hann hafði verið atkvæðamikill, vegna tillögu nefndarinnar og hótaði því að banna notkun samfélagsmiðilsins í Kambódíu. Ákvörðun Meta á mánudag um að banna Hun Sen ekki byggði á reglum um tjáningu opinberra persóna þegar samfélagslegur órói ríkir sem fyrirtækið setti saman eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var bannaður fyrir færslur í kringum árás stuðningsmanna hans á Bandaríkjaþing 6. janúar 2021. Telur fyrirtækið að það samræmist ekki stefnu fyrirtækisins að banna Hun Sen. Myndbandið með ofbeldishótununum hafi verið fjarlægt á sínum tíma. Það hefði ekki verið birt á óróatíma og því væri ekki tilefni til þess að banna Hun Sen, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Standa við tillöguna Hun Sen var forsætisráðherra Kambódíu í aldarfjórðung, þaulsetnasti þjóðarleiðtogi Asíu þar sem völd ganga ekki í erfðir. Hann tilkynnti að hann ætlaði að víkja fyrir syni sínum, Hun Manet, í síðasta mánuði. Stjórnarfar í Kambódíu hefur færst sífellt lengra í gerræðisátt undir stjórn Hun Sen sem hefur gengið milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni, handtekið mannréttindafrömuði og lokað sjálfstæðum fjölmiðlum. Eftirlitsnefnd Meta sagðist standa við tillögu sína. Myndbandið sem Hun Sen birti væri hluti af viðvarandi mannréttindabrotum og ógnunum í garð pólitískra andstæðinga. Samfélagmiðlar yrðu að tryggja að þeir væru ekki misnotaðir í því skyni að grafa undan lýðræðislegum kosningum. Mannréttindavaktin gagnrýndi Meta fyrir ákvörðunina og sagði að hún sýndi að harðstjórar eins og Hun Sen gætu beitt Facebook sem vopni gegn stjórnarandstæðingum án þess að þurfa að sæta neinum raunverulegum afleiðingum. Ríkisstjórn Hun Manet er að mestu leyti skipuð nýjum ráðherrum. Hann er sjálfur nýr þingmaður. Flestir ráðherranna eru eins og hann börn eða ættingjar forvera sinna í embætti, að sögn AP-fréttastofunnar.
Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Kambódía Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila