Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Amanda setti upp sýningu þegar Valur burstaði Þór/KA Hjörvar Ólafsson skrifar 31. ágúst 2023 19:54 Vísir/Vilhelm Valur burstaði Þór/KA, 6-0, þegar liðin leiddu saman hesta sína í fyrstu umferð í keppni efstu liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Origo-völlinn að Hlíðarenda í kvöld. Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði eitt marka Vals í leiknum og lagði upp fjögur fyrir samherja sína. Valur hefur 45 stig eftir 19 leiki eftir þennan sigur og hefur 11 stiga forskot á Breiðablik sem á reyndar leik til góða. Blikar geta mest náð í 15 stig í viðbót og eru Valskonur því komnar langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Amanda skoraði fyrsta mark Valsliðsins eftir laglegt battaspil við Ásdísi Karen Halldórsdóttur. Amanda, sem var mjög góð í þessum leik, átti svo frábæru sendingu á Berglindi Rós Ágústsdóttur sem tvöfaldaði forystu Vals með flottum skalla. Karen María Sigurgeirsdóttir kom inná sem varamaður fyrir Tahnai Lauren Annis eftir um það bil korters leik vegna meiðsla hjá Tahnai. Karen María fékk besta færi norðankvenna í fyrri hálfleiknum. Hulda Ósk Jónsdóttir átti þá góðan sprett upp hægri kantinn og lagði boltann á Karen Maríu sem skaut framhjá í flottu færi. Sandra María Jessen slapp svo í gegnum vörn Vals seinna í fyrri hálfleiknum en Fanney Inga Birkisdóttir sá við henni. Fanndís Friðriksdóttir bætti þriðja marki Valsliðsins við eftir rúmlega klukkutíma en hún var þá nýkominn inná sem varamaður. Berglind Rós skoraði svo annað markið sitt í leiknum og það fjórða hjá toppliði deildarinnar. Aftur var það Amanda sem lagði upp mark Berglindar Rósar sem skoraði nú með hnitmiðuðu skoti. Það var svo annar varmaður, Ísabella Sara Tryggvadóttir, sem jók á eymd gestanna með fimmta mark Vals. Amanda setti hana í gegn með stungusendingu og þar með hafði hún lagt upp þrjú mörk. Þórdís Elva Ágústsdóttir setti síðasta kryddið í markasúpu Hlíðarendaliðsins en Amanda sendi þar sína fjórðu stoðsendingu í kvöld. Fínasta kvöldverk hjá Amöndu. Pétur Pétursson var sáttur við leikmenn sína. vísir/Diego Pétur: Ekki mörg lið sem skora sex mörk á Þór/KA „Við spiluðum mjög vel í kvöld og það er ekkert auðvelt verk að brjóta þetta Þór/KA lið á bak aftur. Að skora sex mörk gegn þeim er bara mjög vel af sér vikið. Við spiluðum sóknarleikinn vel og gengum á lagið sem ég er ánægður með,“ sagði Pétur Pétursson að leik loknum. „Amanda var frábær í þessum leik og það var ofboðslega gaman að fylgjast með henni í þessum leik. Bryndís Arna hefur verið frábær í allt sumar og nú erum við komin með aukna breidd í framlínuna sem er bara jákvætt. Fanndís er svo að eflast með hverjum deginum og innkoma hennar í leikinn gladdi mig mikið. Annars var allt liðið bara mjög flott,“ sagði Pétur enn fremur. Eftir að hafa vermt varamannabekkinn í síðasta leik á meðan Sandra Sigurðardóttir varði markið stóð Fanney Inga í rammanum hjá Val í kvöld. Pétur segist ekki vera með mikinn hausverk vegna markarvalsins: „Ég sef alveg rólegur á nóttunni. Það er bara lúxus að vera með tvo frábæra markverði sem keppast um stöðuna,“ sagði hann. Jóhann Kristinn: Niðurlæging sem mun ekki koma fyrir aftur „Ég tek fyrsta markið í þessum leik á mig en það var afleiðing af því hvernig við lögðum leikinn upp. Eftir það fórum við í hluti sem við þekkjum betur og að mínu mati hefði staðan átt að vera 2-0 í hálfleik. Hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn var hins vegar til skammar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. „Eftir að hafa sýnt fína frammistöðu framan af leik og lagt okkur fram í verkefnið skynjaði ég uppgjöf í nokkrum mörkum í seinni hálfleik. Það er ekki boðlegt og ég fann það sterkt á leikmönnum mínum í klefanum eftir leik að þetta er eitthvað sem mun ekki gerast aftur. Við munum mæta sterkar til leiks eftir að hafa verið slegnar niður hérna í kvöld. Það er bara verst hvað það er langt í næsta leik. Leikmenn mínir geta ekki beðið eftir því að fá að kvitta fyrir þetta," sagði Jóhann Kristinn um framhaldið. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var hundfúll með lið sitt.Vísir/Vilhelm Af hverju vann Valur? Valur sýndi meiri gæði í þeim færum sem liðið skapaði og sigldum þessum sigri þar af leiðandi sigrinum á afar sannfærandi hátt heim. Valur sýndi mátt sinn og megin þegar líða tók á leikinn og sýndi andstæðingi sínum enga miskunn. Yfirburðirnir jukust með hverri mínútunni í seinni hálfleiknum eftir að jafnræði hafði verið á með liðunum í þeim fyrri. Hverjar voru bestar á vellinum? Amanda var síógnandi í þessum leik en hún skoraði eitt mark og lagði upp fjögur. Þá var Ásdís Karen einnig potturinn og pannan í mörgum sókarnaraðgerðum Vals. Berglind Rós átti einnig góða spretti af miðsvæðinu og skoraði tvö marka heimakvenna. Fanndís minnti svo hressilega á sig þegar hún kom inná en hún var iðin við að koma sér í færi og skoraði svo eftir skemmtilegan einleik. Hulda Ósk var sú sem var í aðalhlutverki þegar Þór/KA náði að ógna marki Valskvenna. Karen María átti góða innkomu inn í leikinn og Sandra María Jessen átti fínan leik. Hvað gekk illa? Þór/KA fékk nokkur fín færi í þessum leik en gegn jafn góðu liði og Valur hefur á að skipa þarf að nýta alla þá sjénsa sem bjóðast. Það tókst ekki hjá gestunum að þessu sinni og eftir því sem mótlætið jókst þá fór að gæta uppgjafar hjá leikmönnum Þórs/KA. Því fór sem fór. Hvað gerist næst? Þór/KA fær Breiðablik í heimsókn í næstu umferð deildarinnar miðvikudaginn 13. september. Valur sækir Stjörnuna heim daginn eftir. Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA
Valur burstaði Þór/KA, 6-0, þegar liðin leiddu saman hesta sína í fyrstu umferð í keppni efstu liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Origo-völlinn að Hlíðarenda í kvöld. Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði eitt marka Vals í leiknum og lagði upp fjögur fyrir samherja sína. Valur hefur 45 stig eftir 19 leiki eftir þennan sigur og hefur 11 stiga forskot á Breiðablik sem á reyndar leik til góða. Blikar geta mest náð í 15 stig í viðbót og eru Valskonur því komnar langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Amanda skoraði fyrsta mark Valsliðsins eftir laglegt battaspil við Ásdísi Karen Halldórsdóttur. Amanda, sem var mjög góð í þessum leik, átti svo frábæru sendingu á Berglindi Rós Ágústsdóttur sem tvöfaldaði forystu Vals með flottum skalla. Karen María Sigurgeirsdóttir kom inná sem varamaður fyrir Tahnai Lauren Annis eftir um það bil korters leik vegna meiðsla hjá Tahnai. Karen María fékk besta færi norðankvenna í fyrri hálfleiknum. Hulda Ósk Jónsdóttir átti þá góðan sprett upp hægri kantinn og lagði boltann á Karen Maríu sem skaut framhjá í flottu færi. Sandra María Jessen slapp svo í gegnum vörn Vals seinna í fyrri hálfleiknum en Fanney Inga Birkisdóttir sá við henni. Fanndís Friðriksdóttir bætti þriðja marki Valsliðsins við eftir rúmlega klukkutíma en hún var þá nýkominn inná sem varamaður. Berglind Rós skoraði svo annað markið sitt í leiknum og það fjórða hjá toppliði deildarinnar. Aftur var það Amanda sem lagði upp mark Berglindar Rósar sem skoraði nú með hnitmiðuðu skoti. Það var svo annar varmaður, Ísabella Sara Tryggvadóttir, sem jók á eymd gestanna með fimmta mark Vals. Amanda setti hana í gegn með stungusendingu og þar með hafði hún lagt upp þrjú mörk. Þórdís Elva Ágústsdóttir setti síðasta kryddið í markasúpu Hlíðarendaliðsins en Amanda sendi þar sína fjórðu stoðsendingu í kvöld. Fínasta kvöldverk hjá Amöndu. Pétur Pétursson var sáttur við leikmenn sína. vísir/Diego Pétur: Ekki mörg lið sem skora sex mörk á Þór/KA „Við spiluðum mjög vel í kvöld og það er ekkert auðvelt verk að brjóta þetta Þór/KA lið á bak aftur. Að skora sex mörk gegn þeim er bara mjög vel af sér vikið. Við spiluðum sóknarleikinn vel og gengum á lagið sem ég er ánægður með,“ sagði Pétur Pétursson að leik loknum. „Amanda var frábær í þessum leik og það var ofboðslega gaman að fylgjast með henni í þessum leik. Bryndís Arna hefur verið frábær í allt sumar og nú erum við komin með aukna breidd í framlínuna sem er bara jákvætt. Fanndís er svo að eflast með hverjum deginum og innkoma hennar í leikinn gladdi mig mikið. Annars var allt liðið bara mjög flott,“ sagði Pétur enn fremur. Eftir að hafa vermt varamannabekkinn í síðasta leik á meðan Sandra Sigurðardóttir varði markið stóð Fanney Inga í rammanum hjá Val í kvöld. Pétur segist ekki vera með mikinn hausverk vegna markarvalsins: „Ég sef alveg rólegur á nóttunni. Það er bara lúxus að vera með tvo frábæra markverði sem keppast um stöðuna,“ sagði hann. Jóhann Kristinn: Niðurlæging sem mun ekki koma fyrir aftur „Ég tek fyrsta markið í þessum leik á mig en það var afleiðing af því hvernig við lögðum leikinn upp. Eftir það fórum við í hluti sem við þekkjum betur og að mínu mati hefði staðan átt að vera 2-0 í hálfleik. Hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn var hins vegar til skammar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. „Eftir að hafa sýnt fína frammistöðu framan af leik og lagt okkur fram í verkefnið skynjaði ég uppgjöf í nokkrum mörkum í seinni hálfleik. Það er ekki boðlegt og ég fann það sterkt á leikmönnum mínum í klefanum eftir leik að þetta er eitthvað sem mun ekki gerast aftur. Við munum mæta sterkar til leiks eftir að hafa verið slegnar niður hérna í kvöld. Það er bara verst hvað það er langt í næsta leik. Leikmenn mínir geta ekki beðið eftir því að fá að kvitta fyrir þetta," sagði Jóhann Kristinn um framhaldið. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var hundfúll með lið sitt.Vísir/Vilhelm Af hverju vann Valur? Valur sýndi meiri gæði í þeim færum sem liðið skapaði og sigldum þessum sigri þar af leiðandi sigrinum á afar sannfærandi hátt heim. Valur sýndi mátt sinn og megin þegar líða tók á leikinn og sýndi andstæðingi sínum enga miskunn. Yfirburðirnir jukust með hverri mínútunni í seinni hálfleiknum eftir að jafnræði hafði verið á með liðunum í þeim fyrri. Hverjar voru bestar á vellinum? Amanda var síógnandi í þessum leik en hún skoraði eitt mark og lagði upp fjögur. Þá var Ásdís Karen einnig potturinn og pannan í mörgum sókarnaraðgerðum Vals. Berglind Rós átti einnig góða spretti af miðsvæðinu og skoraði tvö marka heimakvenna. Fanndís minnti svo hressilega á sig þegar hún kom inná en hún var iðin við að koma sér í færi og skoraði svo eftir skemmtilegan einleik. Hulda Ósk var sú sem var í aðalhlutverki þegar Þór/KA náði að ógna marki Valskvenna. Karen María átti góða innkomu inn í leikinn og Sandra María Jessen átti fínan leik. Hvað gekk illa? Þór/KA fékk nokkur fín færi í þessum leik en gegn jafn góðu liði og Valur hefur á að skipa þarf að nýta alla þá sjénsa sem bjóðast. Það tókst ekki hjá gestunum að þessu sinni og eftir því sem mótlætið jókst þá fór að gæta uppgjafar hjá leikmönnum Þórs/KA. Því fór sem fór. Hvað gerist næst? Þór/KA fær Breiðablik í heimsókn í næstu umferð deildarinnar miðvikudaginn 13. september. Valur sækir Stjörnuna heim daginn eftir.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti