Að sjá það jákvæða við að leiðast í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. september 2023 07:00 Svo ótrúlega sem það hljómar, sýna rannsóknir að það getur verið ágætt fyrir okkur stundum að leiðast í vinnunni. Við getum meira að segja nýtt okkur þessi leiðindi til góðs. Vísir/Getty Það hljóta allir að geta viðurkennt að hafa einhvern tíma leiðst í vinnunni. Þó ekki nema stutta stund. Vandinn er hins vegar meiri ef þér finnst almennt leiðinlegt í vinnunni. En viti menn: Það geta fylgt því ýmsir jákvæðir kostir að leiðast í vinnunni! Í nýlegri grein Harvard Business Review segir frá því að samkvæmt rannsóknum, getur það að leiðast í vinnunni verið hið besta mál fyrir okkur stundum. Eitt það jákvæða getur til dæmis verið að þá fær hugurinn smá hvíld frá vinnu. Þá erum við líklegri til að spyrja okkur spurninga sem við höfum öll gott af því að spyrja okkur reglulega að en erum gjörn á að gleyma. Til dæmis hvort við séum að gera það sem okkur langar að gera? Hvort við séum á þeirri leið sem við ætluðum okkur að vera á? Í umræddri grein er bent á nokkur atriði sem geta hjálpað okkur að nýta þessa tilfinningu að leiðast í vinnunni, okkur til gagns. Taktu eftir því þegar þér leiðist Fyrst er að átta okkur á því að tilfinningin sem við erum að upplifa er að okkur leiðist. Þetta er ekki stundin til að taka ákvarðanir eins og að hætta í vinnunni eða sambærilegt, heldur frekar stundin til að átta okkur á því að það er svona sem okkur líður. Hvers vegna leiðist þér? Þá er að átta okkur á því hvers vegna okkur leiðist, hvenær okkur leiðist helst og svo framvegis. Því þetta getur verið afar mismunandi á milli fólks. Er það starfið almennt, eða einstök verkefni? Hvað getur þú lært af því að skilja hvers vegna þér leiðist? Hvað ætlar þú að gera í málunum? Það liggur í augum uppi að við getum ekki ákveðið að halda áfram að finnast leiðinlegt. Enda er það svo hundleiðinlegt! Hvað mögulega getur þú gert til þess að þér hætti að líða svona? Stundum getur lausnin verið sú að virkja okkur í áhugamáli eða ástríðu utan vinnu, sem okkur finnst svo gaman að hugsa um í vinnunni líka að við hreinlega gleymum því að láta okkur leiðast. Stundum getum við virkjað okkur í verkefnum í vinnunni sem okkur finnst skemmtileg. Eða einfaldlega íhugað hvers konar starfi við viljum þá frekar vera í og hvað í því starfi tryggir að okkur leiðist ekki þar líka? Að virkja leiðindin til góðs Loks er það að nýta okkur leiðindin á markvissan og góðan hátt. Því þegar að við kryfjum leiðindin og það hvenær og hvers vegna okkur leiðist, getum við sett af stað viðhorfsbreytingu, áætlanagerð eða búið til eitthvað annað tækifæri sem gagnast okkur. Jafnvel að hugsa svolítið út fyrir boxið og í kjölfar þess að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera til að hætta að láta okkur leiðast. Því hver er sinnar gæfu smiður ekki satt? Góðu ráðin Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Vont veður ömurlegt nema fyrir vinnuveitendur Veður hefur áhrif á okkur. Við erum í sólskinsskapi á sumrin þegar veðrið er gott og sólin skín. En finnst kannski erfiðara að bretta upp ermar og gera hlutina þegar veðrið er vont, myrkur, snjór og kuldi eins og einkennt hefur veðrið síðustu daga. 10. febrúar 2023 07:00 Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni. 26. ágúst 2022 07:01 Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00 Að halda sér vakandi á löngum eða leiðinlegum fundum Það kannast allir við að hafa sofnað eða verið við það að sofna á fundum sem eru langir eða fólk hefur upplifað sem leiðinlega. 23. janúar 2020 12:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
En viti menn: Það geta fylgt því ýmsir jákvæðir kostir að leiðast í vinnunni! Í nýlegri grein Harvard Business Review segir frá því að samkvæmt rannsóknum, getur það að leiðast í vinnunni verið hið besta mál fyrir okkur stundum. Eitt það jákvæða getur til dæmis verið að þá fær hugurinn smá hvíld frá vinnu. Þá erum við líklegri til að spyrja okkur spurninga sem við höfum öll gott af því að spyrja okkur reglulega að en erum gjörn á að gleyma. Til dæmis hvort við séum að gera það sem okkur langar að gera? Hvort við séum á þeirri leið sem við ætluðum okkur að vera á? Í umræddri grein er bent á nokkur atriði sem geta hjálpað okkur að nýta þessa tilfinningu að leiðast í vinnunni, okkur til gagns. Taktu eftir því þegar þér leiðist Fyrst er að átta okkur á því að tilfinningin sem við erum að upplifa er að okkur leiðist. Þetta er ekki stundin til að taka ákvarðanir eins og að hætta í vinnunni eða sambærilegt, heldur frekar stundin til að átta okkur á því að það er svona sem okkur líður. Hvers vegna leiðist þér? Þá er að átta okkur á því hvers vegna okkur leiðist, hvenær okkur leiðist helst og svo framvegis. Því þetta getur verið afar mismunandi á milli fólks. Er það starfið almennt, eða einstök verkefni? Hvað getur þú lært af því að skilja hvers vegna þér leiðist? Hvað ætlar þú að gera í málunum? Það liggur í augum uppi að við getum ekki ákveðið að halda áfram að finnast leiðinlegt. Enda er það svo hundleiðinlegt! Hvað mögulega getur þú gert til þess að þér hætti að líða svona? Stundum getur lausnin verið sú að virkja okkur í áhugamáli eða ástríðu utan vinnu, sem okkur finnst svo gaman að hugsa um í vinnunni líka að við hreinlega gleymum því að láta okkur leiðast. Stundum getum við virkjað okkur í verkefnum í vinnunni sem okkur finnst skemmtileg. Eða einfaldlega íhugað hvers konar starfi við viljum þá frekar vera í og hvað í því starfi tryggir að okkur leiðist ekki þar líka? Að virkja leiðindin til góðs Loks er það að nýta okkur leiðindin á markvissan og góðan hátt. Því þegar að við kryfjum leiðindin og það hvenær og hvers vegna okkur leiðist, getum við sett af stað viðhorfsbreytingu, áætlanagerð eða búið til eitthvað annað tækifæri sem gagnast okkur. Jafnvel að hugsa svolítið út fyrir boxið og í kjölfar þess að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera til að hætta að láta okkur leiðast. Því hver er sinnar gæfu smiður ekki satt?
Góðu ráðin Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Vont veður ömurlegt nema fyrir vinnuveitendur Veður hefur áhrif á okkur. Við erum í sólskinsskapi á sumrin þegar veðrið er gott og sólin skín. En finnst kannski erfiðara að bretta upp ermar og gera hlutina þegar veðrið er vont, myrkur, snjór og kuldi eins og einkennt hefur veðrið síðustu daga. 10. febrúar 2023 07:00 Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni. 26. ágúst 2022 07:01 Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00 Að halda sér vakandi á löngum eða leiðinlegum fundum Það kannast allir við að hafa sofnað eða verið við það að sofna á fundum sem eru langir eða fólk hefur upplifað sem leiðinlega. 23. janúar 2020 12:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Vont veður ömurlegt nema fyrir vinnuveitendur Veður hefur áhrif á okkur. Við erum í sólskinsskapi á sumrin þegar veðrið er gott og sólin skín. En finnst kannski erfiðara að bretta upp ermar og gera hlutina þegar veðrið er vont, myrkur, snjór og kuldi eins og einkennt hefur veðrið síðustu daga. 10. febrúar 2023 07:00
Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01
Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni. 26. ágúst 2022 07:01
Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00
Að halda sér vakandi á löngum eða leiðinlegum fundum Það kannast allir við að hafa sofnað eða verið við það að sofna á fundum sem eru langir eða fólk hefur upplifað sem leiðinlega. 23. janúar 2020 12:00