Skoðun

Vilja­leysi eða verk­leysi ríkis­stjórnar Ís­lands?

Hörður Guðbrandsson skrifar

Hér á landi ríkir algert ráðleysi og athafnaleysi gagnvart hópum sem standa höllum fæti i samfélaginu, ef ekkert verður gert munum við horfa upp á enn alvarlega stöðu í samfélaginu í byrjun næsta árs. Þegar horft er yfir sviðið þá sjáum við að algjört viljaleysi er að létta undir þeim sem verða mest fyrir barðinu vegna hækkunar vaxta á sama tíma er algjört viljaleysi að taka á fyrirtækjum sem nýta sér verðbólguna til að hækka álagningu og auka hagnað sinn.

Við búum við fádæma fólksfjölgun en algjört vilja- og úrræðuleysi er að leysa húsnæðisvanda fólks, við höfum á undanförnum árum horft upp á fréttir af hræðilegum aðbúnaði verkafólks í hinum ýmsu iðnaðarhúsum, lítið sem ekkert hefur verið gert til að laga þetta.

Seðlabankastjóri sýnir viljaleysi sitt með því að reka fólk inn í verðtryggð lán, sem brennir upp eigið fé fólksins og færir eignir frá launafólki til fjármálaelítunnar, enn einu sinni.

Enginn vilji er að taka á græðgisvæðingu leigusala, að lækka verðbólgu með beinum aðgerðum eins og hefur verið gert í öðrum löndum, engin vilji er til þess að halda við og byggja upp heilbrigðiskerfi og innviði landsins.

Ábyrgðin liggur hjá ríkisstjórninni, horft verður til allra þátta þegar samið verður um kjarasamninga í byrjun næsta árs. Ef viljaleysið breytist ekki hratt, munu samningar ekki nást.

Ljóst er að Verkalýðshreyfingin þarf að ná því til baka fyrir launafólk sem fjármálaelítan hefur tekið til sín nú þegar.

Höfundur er formaður VLFGRV.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×