Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2023 11:09 Flutningaskip Samskipa í höfn í Reykjavík. Auk samráðsins eru Samskip sökuð um að veita Samkeppniseftirlitinu rangar, villandi og ófullnægjandi upplýsingar. Vísir/Vilhelm Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um 4,2 milljarða króna fyrir ólöglegt samráð við Eimskip og alvarleg samkeppnislagabrot. Sektin er sú hæsta sem um getur. Fyrirtækin eru sögð hafa hækkað eða haldið uppi verði til viðskiptavina sinna með samráðinu. Í tilkynningu Félags atvinnurekenda er því haldið fram að samráðið kunni að hafa orðið til þess að innflutnings- og útflutningsfyrirtæi hafi þurft að greiða mun hærra verð fyrir flutninga en ef eðlileg samkeppni hefði ríkt á flutningamarkaði. Því hvetur það félagsmenn til að kanna stöðu sína gagnvart skipafélögunum. Margar ábendingar hafi borist félaginu um verðhækkanir á sjóflutningum, ógegnsæjar verðskrár stóru skipafélaganna og lítt rökstudd aukagjöld. Viðskiptavinum sé mismunað þannig að erlendir birgjar fái betri tilboð í sömu flutninga en íslenskir innflytjendur. Lögmaður viðskiptavina skipafélaganna hafi krafið Samkeppniseftirlitið um aðgang að göngum málsins gegn Samskipum, þar á meðal hvað varðar meinta skiptingu markaða eftir stærri viðskiptavinum, álagningu gjalda og aflsáttarkjör í flutningaþjónustu. Það sé fyrsta skrefið í að sækja bætur fyrir tjón viðskiptavinanna. Nokkur fyrirtæki kanni nú þegar stöðu sína og fleiri bætist líklega í hópinn á næstu dögum. Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um 4,2 milljarða króna fyrir ólöglegt samráð við Eimskip og alvarleg samkeppnislagabrot. Sektin er sú hæsta sem um getur. Fyrirtækin eru sögð hafa hækkað eða haldið uppi verði til viðskiptavina sinna með samráðinu. Í tilkynningu Félags atvinnurekenda er því haldið fram að samráðið kunni að hafa orðið til þess að innflutnings- og útflutningsfyrirtæi hafi þurft að greiða mun hærra verð fyrir flutninga en ef eðlileg samkeppni hefði ríkt á flutningamarkaði. Því hvetur það félagsmenn til að kanna stöðu sína gagnvart skipafélögunum. Margar ábendingar hafi borist félaginu um verðhækkanir á sjóflutningum, ógegnsæjar verðskrár stóru skipafélaganna og lítt rökstudd aukagjöld. Viðskiptavinum sé mismunað þannig að erlendir birgjar fái betri tilboð í sömu flutninga en íslenskir innflytjendur. Lögmaður viðskiptavina skipafélaganna hafi krafið Samkeppniseftirlitið um aðgang að göngum málsins gegn Samskipum, þar á meðal hvað varðar meinta skiptingu markaða eftir stærri viðskiptavinum, álagningu gjalda og aflsáttarkjör í flutningaþjónustu. Það sé fyrsta skrefið í að sækja bætur fyrir tjón viðskiptavinanna. Nokkur fyrirtæki kanni nú þegar stöðu sína og fleiri bætist líklega í hópinn á næstu dögum.
Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira