Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Jón Þór Stefánsson skrifar 1. september 2023 11:08 Sumir eru ósáttir með ákvörðun Svandísar en aðrir segja hana nauðsynlegt skref. Vísir/Vilhelm Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. Umfjöllun margra miðlanna byggir á frétt AP-fréttastofunnar. Þar er greint frá ákvörðun Svandísar, að leyfa veiðar á ný með strangari skilyrðum og eftirliti. Þá segir að dýraverndunarsamtök hafi sagt ákvörðunina skammarlega. Um sé að ræða glatað tækifæri til að gera það rétta varðandi hvalveiðar. Vísað er til baráttumannsins og kvikmyndagerðarmannsins Micah Garen, sem nú vinnur að heimildarmynd um hvalveiðar. „Varla nokkur maður borðar hvalkjöt á Íslandi. Fólkið vill þetta ekki. Fólk vill ekki að þessi dýr séu drepin,“ er haft eftir honum. Greinar í miðlum á borð við Fox News, Metro, og Times of India byggja á þessari umfjöllun AP. Í The Guardian er mikið fjallað um mismunandi viðhorf til ákvörðunarinnar. Vísað er til tilkynningar frá Svandísi sem segir að óháð eigin viðhorfi til málsins, þá séu hvalveiðar enn þá til skoðunar. Til að mynda er bent á að ákvörðun um veiðar eftir næstu áramót liggi ekki fyrir. Þá er haft eftir baráttufólki gegn hvalveiðum að þau telji ákvörðunina slæma. Hins vegar segir Patrick Ramage, hjá alþjóðlega dýraverndunarsjóðnum, að um sé að ræða skref í átt að hvalveiðibanni á Íslandi. „Þetta er leiðinlegt en nauðsynlegt skref í átt að því að hætta hvalveiðum fyrir fullt og allt á Íslandi,“ segir hann og bætir við að allt bendi til þess að Svandís ætli sér að binda endi á hvalveiðar hér á landi. Möguleg sniðganga Hollywood á Íslandi vegna hvalveiðanna er lítið áberandi í umfjöllun heimspressunnar. Þó er minnst á hana í frétt BBC. Þar er haft eftir Katrínu Oddsdóttur, lögmanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þessi sniðganga sé raunhæfur möguleiki. Hvalveiðar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Umfjöllun margra miðlanna byggir á frétt AP-fréttastofunnar. Þar er greint frá ákvörðun Svandísar, að leyfa veiðar á ný með strangari skilyrðum og eftirliti. Þá segir að dýraverndunarsamtök hafi sagt ákvörðunina skammarlega. Um sé að ræða glatað tækifæri til að gera það rétta varðandi hvalveiðar. Vísað er til baráttumannsins og kvikmyndagerðarmannsins Micah Garen, sem nú vinnur að heimildarmynd um hvalveiðar. „Varla nokkur maður borðar hvalkjöt á Íslandi. Fólkið vill þetta ekki. Fólk vill ekki að þessi dýr séu drepin,“ er haft eftir honum. Greinar í miðlum á borð við Fox News, Metro, og Times of India byggja á þessari umfjöllun AP. Í The Guardian er mikið fjallað um mismunandi viðhorf til ákvörðunarinnar. Vísað er til tilkynningar frá Svandísi sem segir að óháð eigin viðhorfi til málsins, þá séu hvalveiðar enn þá til skoðunar. Til að mynda er bent á að ákvörðun um veiðar eftir næstu áramót liggi ekki fyrir. Þá er haft eftir baráttufólki gegn hvalveiðum að þau telji ákvörðunina slæma. Hins vegar segir Patrick Ramage, hjá alþjóðlega dýraverndunarsjóðnum, að um sé að ræða skref í átt að hvalveiðibanni á Íslandi. „Þetta er leiðinlegt en nauðsynlegt skref í átt að því að hætta hvalveiðum fyrir fullt og allt á Íslandi,“ segir hann og bætir við að allt bendi til þess að Svandís ætli sér að binda endi á hvalveiðar hér á landi. Möguleg sniðganga Hollywood á Íslandi vegna hvalveiðanna er lítið áberandi í umfjöllun heimspressunnar. Þó er minnst á hana í frétt BBC. Þar er haft eftir Katrínu Oddsdóttur, lögmanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þessi sniðganga sé raunhæfur möguleiki.
Hvalveiðar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent