Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2023 12:05 Hörður Felix Harðarson er lögmaður Samskipa. Vísir/Vilhelm Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. Í gær var greint frá því að flutningafyrirtækið Samskip hafi verið sektað um 4,2 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Um er að ræða lang stærstu sektina í sögu Samkeppniseftirlitsins. Að mati þess braut Samskip alvarlega af sér með ólögmætu samráði við Eimskip. Þá hafi upplýsingagjöf og gagnaafhending fyrirtækisins við rannsókn málsins verið ófullnægjandi, röng og villandi. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, segir sektina ekki í neinum tengslum við efni málsins og fyrri ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins. Þá sé verið að sekta fyrir samsæriskenningar. „Við eigum mjög erfitt með að skilja hvaðan eftirlitið er að koma í þessu. Við erum búin að vinna mjög mikið í þessu máli undanfarin ár og reyndum strax í upphafi að greina það með ítarlegri yfirferð gagna hvort það væri eitthvað til í þessum kenningum. Niðurstaðan er einfaldlega sú að svo er alls ekki,“ segir Hörður. Hann segir kenningar eftirlitsins hafa orðið til vegna skjals sem haldlagt var hjá samkeppnisaðilanum, Eimskipi. Enginn hjá Samskipum hafi séð umrætt skjal fyrr en átta árum eftir að rannsókn hófst. „Þá eru spunnar út einhverjar ályktanir og kenningar um það að þarna hafi orðið eitthvað allsherjarsamráð á milli félaganna tveggja. Fyrir þessu er einfaldlega enginn fótur. Þetta er verkefni framundan, það er að vinda ofan af þessu,“ segir Hörður. Nú munu Samskip kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Segir Hörður að náist ekki ásættanleg niðurstaða þar, verði málið tekið alla leið hjá dómstólum. Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Í gær var greint frá því að flutningafyrirtækið Samskip hafi verið sektað um 4,2 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Um er að ræða lang stærstu sektina í sögu Samkeppniseftirlitsins. Að mati þess braut Samskip alvarlega af sér með ólögmætu samráði við Eimskip. Þá hafi upplýsingagjöf og gagnaafhending fyrirtækisins við rannsókn málsins verið ófullnægjandi, röng og villandi. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, segir sektina ekki í neinum tengslum við efni málsins og fyrri ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins. Þá sé verið að sekta fyrir samsæriskenningar. „Við eigum mjög erfitt með að skilja hvaðan eftirlitið er að koma í þessu. Við erum búin að vinna mjög mikið í þessu máli undanfarin ár og reyndum strax í upphafi að greina það með ítarlegri yfirferð gagna hvort það væri eitthvað til í þessum kenningum. Niðurstaðan er einfaldlega sú að svo er alls ekki,“ segir Hörður. Hann segir kenningar eftirlitsins hafa orðið til vegna skjals sem haldlagt var hjá samkeppnisaðilanum, Eimskipi. Enginn hjá Samskipum hafi séð umrætt skjal fyrr en átta árum eftir að rannsókn hófst. „Þá eru spunnar út einhverjar ályktanir og kenningar um það að þarna hafi orðið eitthvað allsherjarsamráð á milli félaganna tveggja. Fyrir þessu er einfaldlega enginn fótur. Þetta er verkefni framundan, það er að vinda ofan af þessu,“ segir Hörður. Nú munu Samskip kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Segir Hörður að náist ekki ásættanleg niðurstaða þar, verði málið tekið alla leið hjá dómstólum.
Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent