Leggja til leiðir til að auka samkeppni Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 15:50 Samskip Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði. Þetta kemur fram í áliti sem eftirlitið gaf út í dag og snýr að leiðum til að draga úr samkeppnishindrunum og flutningamarkaði, skapa aðhald og efla samkeppni. Álitið má finna hér. Samkeppniseftirlitið sektaði nýverið Samskip um 4,2 milljarða króna fyrir ólöglegt samráð við Eimskip og fyrir samkeppnislagabrot sem metinu voru alvarleg. Eimskip gerði sátt við eftirlitið árið 2021 og greiddi 1,5 milljarða í sekt. Fyrirtækin eru sögð hafa haldið verði háu með samráðinu. Félag Atvinnurekenda gaf út tilkynningu í dag um að forsvarsmenn fyrirtækja ættu að kanna hvort þeir fái tjón bætt frá skipafélögunum. Sjá einnig: Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að tillögur stofnunarinnar feli meðal annars í sér að aðgengi nýrra og minni keppinauta í sjóflutningum að fullnægjandi hafnaraðstoð og skipaafgreiðslu hér á landi verði tryggt. Einnig verði skapaðar aðstæður fyrir aukna samkeppni í landflutningum og hugað verði að leiðum til að skapa aukið aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. Tillögum þessum er beint til innviðaráðherra, Faxaflóahafna, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins er því einnig sérstaklega beint til viðskiptavina Samskipa og Eimskips að eðlilegt sé að þeir kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru við samningagerð. Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti sem eftirlitið gaf út í dag og snýr að leiðum til að draga úr samkeppnishindrunum og flutningamarkaði, skapa aðhald og efla samkeppni. Álitið má finna hér. Samkeppniseftirlitið sektaði nýverið Samskip um 4,2 milljarða króna fyrir ólöglegt samráð við Eimskip og fyrir samkeppnislagabrot sem metinu voru alvarleg. Eimskip gerði sátt við eftirlitið árið 2021 og greiddi 1,5 milljarða í sekt. Fyrirtækin eru sögð hafa haldið verði háu með samráðinu. Félag Atvinnurekenda gaf út tilkynningu í dag um að forsvarsmenn fyrirtækja ættu að kanna hvort þeir fái tjón bætt frá skipafélögunum. Sjá einnig: Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að tillögur stofnunarinnar feli meðal annars í sér að aðgengi nýrra og minni keppinauta í sjóflutningum að fullnægjandi hafnaraðstoð og skipaafgreiðslu hér á landi verði tryggt. Einnig verði skapaðar aðstæður fyrir aukna samkeppni í landflutningum og hugað verði að leiðum til að skapa aukið aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. Tillögum þessum er beint til innviðaráðherra, Faxaflóahafna, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins er því einnig sérstaklega beint til viðskiptavina Samskipa og Eimskips að eðlilegt sé að þeir kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru við samningagerð.
Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05