Blikar hefja leik í Ísrael og enda í Póllandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 11:01 Breiðablik hefur leik í Sambandsdeildinni í Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Tel Aviv í Ísrael er liðið heimsækir Maccabi Tel Aviv síðar í þessum mánuði. Dregið var í riðla Sambandsdeildarinnar í gær og þá varð ljóst að Breiðablik mun leika í B-riðli með Gent frá Belgíu og Zorya Luhansk frá Úkraínu ásamt Maccabi Tel Aviv. Zorya Luhansk leikur heimaleiki sína að öllum líkindum í Lublin í Póllandi. Riðlakeppnin hefst þann 21. september næstkomandi og verður svo leikið annan til þriðja hvern fimmtudag þar til riðlakeppninni líkur þann 14. desember. Ljóst er að Breiðabliks bíða nóg af ferðalögum á næstu mánuðum, sérstaklega ef liðið þarf að leika heimaleiki sína erlendis. Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem getur talist löglegur í Sambandsdeild Evrópu og alls óvíst hvernig ástandi hann verður í þegar jólin fara að nálgast. Ekki náðist í Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóra Breiðabliks, við vinnslu fréttarinnar. Blikar þurftu að vera komnir með leikstað á hreint í gær og bíðum við enn eftir fréttum af því hvar liðið mun leika heimaleiki sína. Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppninni er gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael þann 21. september eins og áður segir, áður en liðið tekur á móti Zorya Luhansk í sínum fyrsta heimaleik þann 5. október, hvar svo sem það verður. Liðið ferðast svo til Belgíu þann 26. október þar sem liðið mætir Gent, en síðasti útileikurinn er gegn Zorya Luhansk þann 14. desember. Leikjaniðurröðunina má sjá hér fyrir neðan. 21. september: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik 5. október: Breiðablik - Zorya Luhansk 26. október: Gent - Breiðablik 9. nóvember: Breiðablik - Gent 30. nóvember: Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 14. desember: Zorya Luhansk - Breiðablik Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Dregið var í riðla Sambandsdeildarinnar í gær og þá varð ljóst að Breiðablik mun leika í B-riðli með Gent frá Belgíu og Zorya Luhansk frá Úkraínu ásamt Maccabi Tel Aviv. Zorya Luhansk leikur heimaleiki sína að öllum líkindum í Lublin í Póllandi. Riðlakeppnin hefst þann 21. september næstkomandi og verður svo leikið annan til þriðja hvern fimmtudag þar til riðlakeppninni líkur þann 14. desember. Ljóst er að Breiðabliks bíða nóg af ferðalögum á næstu mánuðum, sérstaklega ef liðið þarf að leika heimaleiki sína erlendis. Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem getur talist löglegur í Sambandsdeild Evrópu og alls óvíst hvernig ástandi hann verður í þegar jólin fara að nálgast. Ekki náðist í Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóra Breiðabliks, við vinnslu fréttarinnar. Blikar þurftu að vera komnir með leikstað á hreint í gær og bíðum við enn eftir fréttum af því hvar liðið mun leika heimaleiki sína. Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppninni er gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael þann 21. september eins og áður segir, áður en liðið tekur á móti Zorya Luhansk í sínum fyrsta heimaleik þann 5. október, hvar svo sem það verður. Liðið ferðast svo til Belgíu þann 26. október þar sem liðið mætir Gent, en síðasti útileikurinn er gegn Zorya Luhansk þann 14. desember. Leikjaniðurröðunina má sjá hér fyrir neðan. 21. september: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik 5. október: Breiðablik - Zorya Luhansk 26. október: Gent - Breiðablik 9. nóvember: Breiðablik - Gent 30. nóvember: Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 14. desember: Zorya Luhansk - Breiðablik
21. september: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik 5. október: Breiðablik - Zorya Luhansk 26. október: Gent - Breiðablik 9. nóvember: Breiðablik - Gent 30. nóvember: Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 14. desember: Zorya Luhansk - Breiðablik
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira