Bakslagið raungerðist í beinni útsendingu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 14:51 Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við þegar þeir urðu fyrir hatursorðræðu í beinni útsendingu. Viðbrögð hlustenda þáttarins voru einróma í kjölfarið og segjast þeir báðir hafa fundið fyrir miklum stuðningi í kjölfar atviksins. Aðsend/RÚV Hatursorðræða átti sér stað í beinni útsendingu í símatíma í þættinum Félagsheimilið á Rás 2 í gær. Þáttastjórnendurnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við en Siggi segist sleginn vegna atviksins. Friðrik segir það hafa minnt sig á Klaustursmálið. „Segðu mér eitt, elsku kallinn minn. Hvernig stendur á því að málrómur homma er svona kvenmannlegur, af hverju talið þið meira kvenmannlega en jafnvel konur?“ Svona hljóðaði spurning, sem hlustandi Rásar tvö bar upp þegar hann hringdi inn í símatíma í beinni útsendingu í þættinum Félagsheimilið síðdegis í gær. Áður en hann bar upp spurninguna hafði maðurinn fullvissað sig um að hann væri í raun og veru í beinni. Friðrik Ómar, annar þáttastjórnenda, spurði manninn hvort hann væri að vitna í eitthvað sérstakt, hvort hann gæti nefnt dæmi. „Af hverju ert þú píkulegri en kona?“ „Til dæmis þú, þú ert meira kvenlegur heldur en karlmannlegur,“ svarar maðurinn og þegar Friðrik spyr hvernig hann fái það út svarar maðurinn: „Ég er að pæla, elsku kallinn minn, af hverju ert þú píkulegri en kona?“ Á þessum tímapunkti greip Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars inn í og sleit símtalinu. Þáttastjórnendur brugðust fagmannlega við en ljóst var að þeim var brugðið. Hér er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni, en umrætt atvik átti sér stað þegar tvær klukkustundir og þrettán mínútur voru liðnar. „Það hefur verið kallað á eftir okkur úti á götu“ „Maður er svo berskjaldaður í beinni útsendingu, ég var virkilega sleginn yfir þessu,“ segir Siggi Gunnars, í samtali við Vísi. Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars er tónlistarstjóri Rásar 2.RÚV „Þetta tekur frá manni orku þó þetta hafi kannski ekki djúpstæð áhrif á mig. Ég er kominn með sigg á sálina, enda ýmsu vanur. En í hvert einasta skipti sem svona gerist þá kemur þá myndast lítil ör, enda er talað um öráreyti sem minnihlutahópar verða fyrir.“ Hann segir atvikið ekki beint hafa komið þeim Friðriki á óvart, enda hafi þeir fengið að heyra ýmislegt í gegnum tíðina. „Það hefur verið kallað á eftir okkur úti á götu og svona, en þarna raungerðist þetta í beinni útsendingu.“ Að einhver hringi í beinni útsendingu í Ríkisútvarpið, inn á Rás 2, og tryggi í upphafi að hann sé í raun í beinni, það sýnir að bakslagið er raunverulegt. Siggi tekur fram að ekki sé hægt að skrifa atvikið á fáfræði. „Það er árið 2023, öll tækifæri til að fræðast eru þarna úti. Það er of einfalt að skrifa þetta á fáfræði. Svona fólk leynist víða, í öllum stéttum og allskonar störfum. Við þurfum að vera meðvituð um það.“ Minnti hann á Klaustursmálið Í samtali við Vísi segist Friðrik Ómar á vissan hátt vera ánægður með atvikið. „Það halda svo margir að við séum að bulla þegar við segjum frá einhverju svona, en þarna fengu allir að heyra þetta. Svona er raunveruleikinn, ljósi punkturinn er að fólk átti sig á að þetta sé ekki hugarburður.“ Hann segir atvikið hafa vakið hjá sér blendnar tilfinningar og hafi minnt hann á Klaustursmálið svokallaða þar sem hann bar á góma. „Þetta flytur mann á stað sem maður hefur verið á áður. Það vakna margar spurningar og er áminning um að baráttunni er hvergi nærri lokið og að síðasti kjáninn er ekki fæddur.“ Þátturinn í gær var síðasti dagsþáttur þeirra félaga en héðan í frá verður hann á laugardögum. Eftir á að hyggja segir Friðrik að þeir hafi verið hvumsa yfir því hversu illa lá á fólki þennan dag. „Það var greinilega lægð yfir landinu og lægð yfir fólki. Að vissu leiti var aðdragandi að símtalinu, fólk var pirrað, það var örugglega veðrið. En vissulega fylgir því áhætta að hafa opið fyrir símann í beinni.“ Friðrik segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hann verði fyrir slíkri hatursorðræðu í beinni útsendingu, þrátt fyrir að hann hafi heyrt ýmislegt í gegnum tíðina. Hann hafi til að mynda fengið allskonar skilaboð á Facebook. „En það er nýtt að menn opinberi sig með þessum hætti. Þeir fara í skjóli nætur og krota á regnbogann og skera niður fána, en þetta, að hringja í beina útsendingu í útvarpið og tjá sig með þessum hætti er nýtt.“ Friðrik Ómar segir að minnsta kosti jákvætt að hann sé ofarlega í huga karlmanna. Aðsend Atvikið hafi ekki beint áhrif á hann en taki þó frá honum orku. „Það eru allir að tala um þetta við mig, en ég finn mikinn meðbyr. Við vitum að meirihluti landsins er á bakvið okkur en þetta fer aldrei alveg. Það ljósa er að ég er greinilega ofarlega í huga þessa karlmanna. Kannski er ég að fara komast á fast,“ segir Friðrik Ómar léttur. Hinsegin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
„Segðu mér eitt, elsku kallinn minn. Hvernig stendur á því að málrómur homma er svona kvenmannlegur, af hverju talið þið meira kvenmannlega en jafnvel konur?“ Svona hljóðaði spurning, sem hlustandi Rásar tvö bar upp þegar hann hringdi inn í símatíma í beinni útsendingu í þættinum Félagsheimilið síðdegis í gær. Áður en hann bar upp spurninguna hafði maðurinn fullvissað sig um að hann væri í raun og veru í beinni. Friðrik Ómar, annar þáttastjórnenda, spurði manninn hvort hann væri að vitna í eitthvað sérstakt, hvort hann gæti nefnt dæmi. „Af hverju ert þú píkulegri en kona?“ „Til dæmis þú, þú ert meira kvenlegur heldur en karlmannlegur,“ svarar maðurinn og þegar Friðrik spyr hvernig hann fái það út svarar maðurinn: „Ég er að pæla, elsku kallinn minn, af hverju ert þú píkulegri en kona?“ Á þessum tímapunkti greip Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars inn í og sleit símtalinu. Þáttastjórnendur brugðust fagmannlega við en ljóst var að þeim var brugðið. Hér er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni, en umrætt atvik átti sér stað þegar tvær klukkustundir og þrettán mínútur voru liðnar. „Það hefur verið kallað á eftir okkur úti á götu“ „Maður er svo berskjaldaður í beinni útsendingu, ég var virkilega sleginn yfir þessu,“ segir Siggi Gunnars, í samtali við Vísi. Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars er tónlistarstjóri Rásar 2.RÚV „Þetta tekur frá manni orku þó þetta hafi kannski ekki djúpstæð áhrif á mig. Ég er kominn með sigg á sálina, enda ýmsu vanur. En í hvert einasta skipti sem svona gerist þá kemur þá myndast lítil ör, enda er talað um öráreyti sem minnihlutahópar verða fyrir.“ Hann segir atvikið ekki beint hafa komið þeim Friðriki á óvart, enda hafi þeir fengið að heyra ýmislegt í gegnum tíðina. „Það hefur verið kallað á eftir okkur úti á götu og svona, en þarna raungerðist þetta í beinni útsendingu.“ Að einhver hringi í beinni útsendingu í Ríkisútvarpið, inn á Rás 2, og tryggi í upphafi að hann sé í raun í beinni, það sýnir að bakslagið er raunverulegt. Siggi tekur fram að ekki sé hægt að skrifa atvikið á fáfræði. „Það er árið 2023, öll tækifæri til að fræðast eru þarna úti. Það er of einfalt að skrifa þetta á fáfræði. Svona fólk leynist víða, í öllum stéttum og allskonar störfum. Við þurfum að vera meðvituð um það.“ Minnti hann á Klaustursmálið Í samtali við Vísi segist Friðrik Ómar á vissan hátt vera ánægður með atvikið. „Það halda svo margir að við séum að bulla þegar við segjum frá einhverju svona, en þarna fengu allir að heyra þetta. Svona er raunveruleikinn, ljósi punkturinn er að fólk átti sig á að þetta sé ekki hugarburður.“ Hann segir atvikið hafa vakið hjá sér blendnar tilfinningar og hafi minnt hann á Klaustursmálið svokallaða þar sem hann bar á góma. „Þetta flytur mann á stað sem maður hefur verið á áður. Það vakna margar spurningar og er áminning um að baráttunni er hvergi nærri lokið og að síðasti kjáninn er ekki fæddur.“ Þátturinn í gær var síðasti dagsþáttur þeirra félaga en héðan í frá verður hann á laugardögum. Eftir á að hyggja segir Friðrik að þeir hafi verið hvumsa yfir því hversu illa lá á fólki þennan dag. „Það var greinilega lægð yfir landinu og lægð yfir fólki. Að vissu leiti var aðdragandi að símtalinu, fólk var pirrað, það var örugglega veðrið. En vissulega fylgir því áhætta að hafa opið fyrir símann í beinni.“ Friðrik segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hann verði fyrir slíkri hatursorðræðu í beinni útsendingu, þrátt fyrir að hann hafi heyrt ýmislegt í gegnum tíðina. Hann hafi til að mynda fengið allskonar skilaboð á Facebook. „En það er nýtt að menn opinberi sig með þessum hætti. Þeir fara í skjóli nætur og krota á regnbogann og skera niður fána, en þetta, að hringja í beina útsendingu í útvarpið og tjá sig með þessum hætti er nýtt.“ Friðrik Ómar segir að minnsta kosti jákvætt að hann sé ofarlega í huga karlmanna. Aðsend Atvikið hafi ekki beint áhrif á hann en taki þó frá honum orku. „Það eru allir að tala um þetta við mig, en ég finn mikinn meðbyr. Við vitum að meirihluti landsins er á bakvið okkur en þetta fer aldrei alveg. Það ljósa er að ég er greinilega ofarlega í huga þessa karlmanna. Kannski er ég að fara komast á fast,“ segir Friðrik Ómar léttur.
Hinsegin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira