„Útilokað“ að verða við kröfum Samkeppniseftirlitsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. september 2023 18:41 Ásbjörn Gíslason og Gylfi SIgfússon voru forstjórar Samskipa og Eimskipa á árunum sem samráðið er sagt hafa átt sér stað. Í tilkynningu Samskipa segir að þeim hafi ekki verið vel til vina. vísir Samskip segir það hafa tekið Samkeppniseftirlitið þrettán ár að „teikna upp fullkomlega ranga mynd af rekstri Samskipa og ætluðu samráði við Eimskip“. Forstjórum fyrirtækjanna hafi ekki verið vel til vina. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu Samskipa sem Hörður Felix Harðarson, lögmaður félagsins, skrifar undir. Þar segir að Samskip telji rétt að bregðast við „rangfærslum“ sem hafi verið teknar upp úr ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um ætlað samráð félagsins og Eimskips. Á fimmtudag var greint frá rúmlega fjögurra milljarða sekt Samskipa vegna brota á samkeppnislögum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að Samskip hafi, með samráði við Eimskip, hækkað verð gagnvart viðskiptavinum sínum. Félögin tvö eru nær allsráðandi á íslenskum flutningamarkaði. Í ákvörðun eftirlitsins, sem telur fleiri en hundrað blaðsíður, er fjallað um meint vinasamband Ásbjarrnar Gíslasonar og Gylfa Sigfússonar forstjóra Samskipa og Eimskips á árunum sem samráðið er sagt hafa átt sér stað. Segir að ein fyrstu viðbrögð Ásbjarnar, við húsleit Samkeppniseftirlitsins árið 2013, hafi verið að hafa samband við Gylfa. Þeir hafi spilað golf, farið í veiðiferðir og ferðir til útlanda og þessi kunningsskapur þeirra er sagður hafa auðveldað samráð fyrirtækjanna. Í tilkynningu Samskipa er brugðist við þessum fullyrðingum Samkeppniseftirlitsins. „Þarna er hins vegar um að ræða samkomur er til eru komnar vegna viðburða á vegum fyrirtækisins N1 og hópurinn samanstóð af fjölda forstjóra hinna ýmsu fyrirtækja, m.a. flugfélags, fasteignafélags, olíufélags og fleira. Hið rétta er að þessum fyrrverandi forstjórum var ekki vel til vina og þeir tilheyrðu ekki sameiginlegum vinahópi. Þá áttu þeir aldrei í neinum ólögmætum samskiptum enda ekki nokkurt skjal í málinu, sem telja í tugum þúsunda, sem bendir til þess,“ segir í tilkynningu. Umrædda viðburði hafi forstjórum þessara fyrirtækja „vitanlega“ verið heimilt að sækja. Framsetning Samkeppniseftirlitsins um þetta efni er sögð einstaklega villandi og ómakleg. Ekkert fyrirtæki hafi getað orðið við kröfum Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur einnig fram að Samskip hafi afvegaleitt rannsókn stofnunarinnar með rangri og villandi upplýsingagjöf. Þetta segir félagið að sé alrangt. Í tilkynningu segir: „Rannsókn stofnunarinnar stóð yfir í 13 ár og á þeim tíma gerðu starfsmenn Samskipa allt sem í þeirra valdi stóð til að liðsinna stofnuninni og verða við endurteknum og ítarlegum upplýsingabeiðnum. Um leið má fullyrða að ekkert fyrirtæki hefði getað orðið að öllu leyti við kröfum stofnunarinnar, svo sem um að taka saman öll „samskipti, formleg eða óformleg, óformlegar viðræður, símtöl, tölvupóstsamskipti, samskipti í gegnum samfélagsmiðla“, vegna núverandi og fyrrverandi starfsmanna eða hvers kyns minnisblöð, tilboð, samninga, samningsdrög og fleira níu ár aftur í tímann.“ Nauðbeygt til að draga úr þjónustu Meðfylgjandi tilkynningu Samskipa til fjölmiðla er sýnishorn af upplýsingabeiðni Samkeppniseftirlitsins. „Ætti hverjum þeim sem komið hefur nærri fyrirtækjarekstri að vera ljóst að útilokað er að verða að öllu leyti við þessum kröfum,“ segir í tilkynningunni. Allt hafi gert til að verða við kröfunum sem eru sagðar óraunhæfar. Starfsmönnum stofnunarinnar hafi endurtekið verið boðið að koma á starfsstöð félagsins til að kynna sér utanumhald gagna Samskipa. „Þau boð þáði stofnunin ekki en kaus þess í stað að fara fram með hótunum um refsingar ef félagið yrði ekki við öllum kröfum.“ Þá segir að fyrirtækið hafi verið nauðbeygt til þess að bregðast við í aðdraganda fjármálahrunsins en í ákvörðun SKE er Samskip sagt hafa dregið úr þjónustu til að halda uppi verði til einstakra viðskiptavina. Samskip segir niðurskurð framboðs sambærilegan þeim hjá flugfélögum á sama tíma fyrir hrun. Segja Samskip á að Samkeppniseftirlitið hafi haft að engu athugasemdir fyrirtækisins um þróun sjóflutningsverðs á rannsóknartímabilinu. „Sjóflutningsgjöld eru langoftast í evrum og lækkuðu í evrum talið á rannsóknartímabilinu. Gjöldin hækkuðu hins vegar í krónum vegna falls krónunnar við efnahagshrunið haustið 2008. Því er einstaklega villandi að halda því fram að félögin hafi hækkað flutningsgjöldin. Hækkun í krónum varð vegna óviðráðanlegra ytri atburða og sannanlega ekki vegna ætlaðs samráðs félaganna.“ Umdeild glærukynning Samráð Eimskips og Samskipa er sagt hafa hafist af fullum krafti árið 2008 með verkefninu „Nýtt upphaf“. Heitið kemur frá lykilgagni í málinu sem er glærukynning sem fannst við húsleit hjá Eimskipi. Markmið þess var, að mati Samkeppniseftirlitsins, að raska samkeppni og var ólöglegt. Hörður Felix Harðarsson er lögmaður Samskipa.vísir Brugðist er við umfjöllun um þetta lykilgagn í málinu í tilkynningunni: „Um er að ræða skjal sem sýnilega var búið að vera um nokkurn tíma í vinnslu hjá Eimskipi en þar voru reifaðar ýmsar hugmyndir um aðgerðir til hagræðingar í rekstri félagsins, þar á meðal vangaveltur um mögulegt samstarf við Samskip. Þetta innanhússplagg Eimskips sá aldrei nokkur starfsmaður Samskipa fyrr en Samkeppniseftirlitið afhenti það á árinu 2018. Kenning Samkeppniseftirlitsins er hins vegar sú að efni þessa skjals hafi verið rætt á fundi æðstu stjórnenda félagsins sem haldinn var 6. júní 2008. „Þetta er rangt og það geta vitanlega allir þeir einstaklingar sem fundinn sátu staðfest.“ Samskip segja tilefni fundarins hafa verið áhuga Samskipa á tilteknum rekstrareiningum Eimskips í Evrópu sem vitað var að félagið þyrfti að losa sig við vegna fjárhagsörðugleika. Þrettán ár að „teikna upp ranga mynd“ Í lok tilkynningar segir að það hafi tekið Samkeppniseftirlitið ár að „teikna upp fullkomlega ranga mynd af rekstri Samskipa, og ætluðu samráði við Eimskip.“ „Það verkefni bíður félagsins að leiðrétta þær fjölmörgu rangfærslur sem finna má í ákvörðun stofnunarinnar og verður það gert við meðferð málsins fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála, og eftir atvikum fyrir dómstólum.“ Samskip hafi við rannsókn málsins svarað öllum ályktunum og fullyrðingum Samkeppniseftirlitsins með traustum rökum og með vísan til gagna. „Stofnunin hefur hins vegar virt þær athugasemdir, sem eru á annað þúsund blaðsíður, að vettugi. Þau atvik sem vísað er til hér að framan í dæmaskyni eru lítið brot af málinu en hins vegar dæmigerð fyrir vinnubrögð stofnunarinnar í málinu í heild sinni.“ Samkeppnismál Eimskip Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu Samskipa sem Hörður Felix Harðarson, lögmaður félagsins, skrifar undir. Þar segir að Samskip telji rétt að bregðast við „rangfærslum“ sem hafi verið teknar upp úr ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um ætlað samráð félagsins og Eimskips. Á fimmtudag var greint frá rúmlega fjögurra milljarða sekt Samskipa vegna brota á samkeppnislögum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að Samskip hafi, með samráði við Eimskip, hækkað verð gagnvart viðskiptavinum sínum. Félögin tvö eru nær allsráðandi á íslenskum flutningamarkaði. Í ákvörðun eftirlitsins, sem telur fleiri en hundrað blaðsíður, er fjallað um meint vinasamband Ásbjarrnar Gíslasonar og Gylfa Sigfússonar forstjóra Samskipa og Eimskips á árunum sem samráðið er sagt hafa átt sér stað. Segir að ein fyrstu viðbrögð Ásbjarnar, við húsleit Samkeppniseftirlitsins árið 2013, hafi verið að hafa samband við Gylfa. Þeir hafi spilað golf, farið í veiðiferðir og ferðir til útlanda og þessi kunningsskapur þeirra er sagður hafa auðveldað samráð fyrirtækjanna. Í tilkynningu Samskipa er brugðist við þessum fullyrðingum Samkeppniseftirlitsins. „Þarna er hins vegar um að ræða samkomur er til eru komnar vegna viðburða á vegum fyrirtækisins N1 og hópurinn samanstóð af fjölda forstjóra hinna ýmsu fyrirtækja, m.a. flugfélags, fasteignafélags, olíufélags og fleira. Hið rétta er að þessum fyrrverandi forstjórum var ekki vel til vina og þeir tilheyrðu ekki sameiginlegum vinahópi. Þá áttu þeir aldrei í neinum ólögmætum samskiptum enda ekki nokkurt skjal í málinu, sem telja í tugum þúsunda, sem bendir til þess,“ segir í tilkynningu. Umrædda viðburði hafi forstjórum þessara fyrirtækja „vitanlega“ verið heimilt að sækja. Framsetning Samkeppniseftirlitsins um þetta efni er sögð einstaklega villandi og ómakleg. Ekkert fyrirtæki hafi getað orðið við kröfum Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur einnig fram að Samskip hafi afvegaleitt rannsókn stofnunarinnar með rangri og villandi upplýsingagjöf. Þetta segir félagið að sé alrangt. Í tilkynningu segir: „Rannsókn stofnunarinnar stóð yfir í 13 ár og á þeim tíma gerðu starfsmenn Samskipa allt sem í þeirra valdi stóð til að liðsinna stofnuninni og verða við endurteknum og ítarlegum upplýsingabeiðnum. Um leið má fullyrða að ekkert fyrirtæki hefði getað orðið að öllu leyti við kröfum stofnunarinnar, svo sem um að taka saman öll „samskipti, formleg eða óformleg, óformlegar viðræður, símtöl, tölvupóstsamskipti, samskipti í gegnum samfélagsmiðla“, vegna núverandi og fyrrverandi starfsmanna eða hvers kyns minnisblöð, tilboð, samninga, samningsdrög og fleira níu ár aftur í tímann.“ Nauðbeygt til að draga úr þjónustu Meðfylgjandi tilkynningu Samskipa til fjölmiðla er sýnishorn af upplýsingabeiðni Samkeppniseftirlitsins. „Ætti hverjum þeim sem komið hefur nærri fyrirtækjarekstri að vera ljóst að útilokað er að verða að öllu leyti við þessum kröfum,“ segir í tilkynningunni. Allt hafi gert til að verða við kröfunum sem eru sagðar óraunhæfar. Starfsmönnum stofnunarinnar hafi endurtekið verið boðið að koma á starfsstöð félagsins til að kynna sér utanumhald gagna Samskipa. „Þau boð þáði stofnunin ekki en kaus þess í stað að fara fram með hótunum um refsingar ef félagið yrði ekki við öllum kröfum.“ Þá segir að fyrirtækið hafi verið nauðbeygt til þess að bregðast við í aðdraganda fjármálahrunsins en í ákvörðun SKE er Samskip sagt hafa dregið úr þjónustu til að halda uppi verði til einstakra viðskiptavina. Samskip segir niðurskurð framboðs sambærilegan þeim hjá flugfélögum á sama tíma fyrir hrun. Segja Samskip á að Samkeppniseftirlitið hafi haft að engu athugasemdir fyrirtækisins um þróun sjóflutningsverðs á rannsóknartímabilinu. „Sjóflutningsgjöld eru langoftast í evrum og lækkuðu í evrum talið á rannsóknartímabilinu. Gjöldin hækkuðu hins vegar í krónum vegna falls krónunnar við efnahagshrunið haustið 2008. Því er einstaklega villandi að halda því fram að félögin hafi hækkað flutningsgjöldin. Hækkun í krónum varð vegna óviðráðanlegra ytri atburða og sannanlega ekki vegna ætlaðs samráðs félaganna.“ Umdeild glærukynning Samráð Eimskips og Samskipa er sagt hafa hafist af fullum krafti árið 2008 með verkefninu „Nýtt upphaf“. Heitið kemur frá lykilgagni í málinu sem er glærukynning sem fannst við húsleit hjá Eimskipi. Markmið þess var, að mati Samkeppniseftirlitsins, að raska samkeppni og var ólöglegt. Hörður Felix Harðarsson er lögmaður Samskipa.vísir Brugðist er við umfjöllun um þetta lykilgagn í málinu í tilkynningunni: „Um er að ræða skjal sem sýnilega var búið að vera um nokkurn tíma í vinnslu hjá Eimskipi en þar voru reifaðar ýmsar hugmyndir um aðgerðir til hagræðingar í rekstri félagsins, þar á meðal vangaveltur um mögulegt samstarf við Samskip. Þetta innanhússplagg Eimskips sá aldrei nokkur starfsmaður Samskipa fyrr en Samkeppniseftirlitið afhenti það á árinu 2018. Kenning Samkeppniseftirlitsins er hins vegar sú að efni þessa skjals hafi verið rætt á fundi æðstu stjórnenda félagsins sem haldinn var 6. júní 2008. „Þetta er rangt og það geta vitanlega allir þeir einstaklingar sem fundinn sátu staðfest.“ Samskip segja tilefni fundarins hafa verið áhuga Samskipa á tilteknum rekstrareiningum Eimskips í Evrópu sem vitað var að félagið þyrfti að losa sig við vegna fjárhagsörðugleika. Þrettán ár að „teikna upp ranga mynd“ Í lok tilkynningar segir að það hafi tekið Samkeppniseftirlitið ár að „teikna upp fullkomlega ranga mynd af rekstri Samskipa, og ætluðu samráði við Eimskip.“ „Það verkefni bíður félagsins að leiðrétta þær fjölmörgu rangfærslur sem finna má í ákvörðun stofnunarinnar og verður það gert við meðferð málsins fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála, og eftir atvikum fyrir dómstólum.“ Samskip hafi við rannsókn málsins svarað öllum ályktunum og fullyrðingum Samkeppniseftirlitsins með traustum rökum og með vísan til gagna. „Stofnunin hefur hins vegar virt þær athugasemdir, sem eru á annað þúsund blaðsíður, að vettugi. Þau atvik sem vísað er til hér að framan í dæmaskyni eru lítið brot af málinu en hins vegar dæmigerð fyrir vinnubrögð stofnunarinnar í málinu í heild sinni.“
Samkeppnismál Eimskip Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira