Segir met Verstappens ekki skipta neinu máli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2023 11:01 Toto Wolff veltir sér ekki of mikið upp úr meti Verstappens. Vísir/Getty Toto Wolff, liðstjóri Mercedes-liðsins í Formúlu 1, segir að metið sem Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull sló í gær skipti engu máli. Verstappen varð í gær fyrsti ökuþórinn í sögunni til að vinna tíu keppnir í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Hann sló þar með met Sebastians Vettel sem vann níu keppnir í röð árið 2013, en Vettel ók þá einnig fyrir Red Bull. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði Mercedes-liðsins á árunum 2014 til 2020 tókst liðinu ekki að jafna eða slá metið og segir Toto Wolff að met sem þessi skipti engu máli. „Fyrir mér skipta þessi met engu máli. Þau skiptu heldur engu máli þegar við áttum okkar góðu ár hjá Mercedes,“ sagði Toto. „Ég veit ekki hversu margar keppnir í röð við náðum að vinna. Ég vissi ekki einu sinni að það væri verið að telja.“ Hann segir þó að árangur Verstappens undanfarið sýni hversu góður ökumaður hann er. „Þetta sýnir okkur að hann er frábær ökumaður að keppa á mjög háu stigi í frábærum bíl,“ bætti Toto við. „En metið er engu að síður gott því það sýnir fullkomnun. Ég held að það eina sem geti komið í veg fyrir að Red Bull vinni allar keppnirnar í ár sé ef þeir gera mistök og klúðra því sjálfir.“ Akstursíþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Verstappen varð í gær fyrsti ökuþórinn í sögunni til að vinna tíu keppnir í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Hann sló þar með met Sebastians Vettel sem vann níu keppnir í röð árið 2013, en Vettel ók þá einnig fyrir Red Bull. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði Mercedes-liðsins á árunum 2014 til 2020 tókst liðinu ekki að jafna eða slá metið og segir Toto Wolff að met sem þessi skipti engu máli. „Fyrir mér skipta þessi met engu máli. Þau skiptu heldur engu máli þegar við áttum okkar góðu ár hjá Mercedes,“ sagði Toto. „Ég veit ekki hversu margar keppnir í röð við náðum að vinna. Ég vissi ekki einu sinni að það væri verið að telja.“ Hann segir þó að árangur Verstappens undanfarið sýni hversu góður ökumaður hann er. „Þetta sýnir okkur að hann er frábær ökumaður að keppa á mjög háu stigi í frábærum bíl,“ bætti Toto við. „En metið er engu að síður gott því það sýnir fullkomnun. Ég held að það eina sem geti komið í veg fyrir að Red Bull vinni allar keppnirnar í ár sé ef þeir gera mistök og klúðra því sjálfir.“
Akstursíþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira