Björk gefur út ævintýralegt myndband Íris Hauksdóttir skrifar 6. september 2023 13:44 Björk Guðmundsdóttir gaf út ævintýralegt tónlistarmyndband. Getty Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon. Myndbandið þróar áfram heiminn sem Björk skapaði í kringum plötuna Fossora. Í Victimhood skoðar Björk sjálfsvorkunn, fórnir og mæðraveldisumhyggju með hliðsjón af erkitýpum Jungs í melankólískri stemmningu sem breiðir smátt og smátt úr sér í gegnum skörðótt rafhljóð, þokulúðralegar klarínettur og marglaga raddanir. Töfrandi persónur með djúpa merkingu „Það má segja að ég búi yfir einhverskonar tálsýnis hugmynd af sjálfri mér sem bjartsýnismanneskju,“ segir Björk og bætir við að mikilvægt sé þó að vera trú raunveruleikanum. Þrátt fyrir ævintýralegt útlit myndbandsins segir Björk það mikilvægt að vera trú raunveruleikanum. Santiago Felipe „Það er flóknara að ná í skottið á sjálfsvorkun ef þú ert bjartsýn. Stundum verður það hlutverk kvenna, að takast á við tilfinningalega vinnu og að hreinsa geðið, og ef það eru dimmir skuggar eða öfl umbreytum við þeim í góða orku fyrir aðra fjölskyldumeðlimi svo þeir þurfi ekki að takast á við það, við sjáum um það. En það er líka undarlegur fórnarlambs hattur, þú ákveður að gera þessa vinnu en enginn bað þig um það. Kannski er það einmitt þar sem húmorinn kemur inn. Það er mjög áhugavert. Ég bara elska þetta málverk svo mikið. Þessar persónur eru svo töfrandi, þær hafa svo djúpa, djúpa merkingu fyrir mig.“ View this post on Instagram A post shared by Assoc of Independent Music (@aim_uk) Gat ekki gleymt þessu lagi Gabríela, annar leikstjóri myndbandsins, segist sömuleiðis vera hugfangna af laginu. „Ég gat ekki gleymt því, mig meira að segja dreymdi það. Frá fyrstu hlustun fann ég fyrir sterkri tengingu við lagið sem horfist í augu við þætti sem ég velti oft fyrir mér. Björk segir erfiðara að ná í skottið á sjálfsvorkun verandi bjartsýnn.Santiago Felipe Það fjallar um sjálfsvorkunn og hversu fáránleg þú varst eða fyndin þú varst í ákveðnum kringumstæðum, eða á skrítnum stað þar sem þú áttir í erfiðleikum, og síðan horfistu í augu við sjálfið. Í stað þess að benda alltaf á einhvern annan. Það er svo gott að enduruppgötva sjálfa sig. Að brjótast í gegnum steypta grímu af ákveðinni tilfinningu frá ákveðnum tíma. Ég held að það fyrir finnist einhvers konar ljóð um mannlegar kringum stæður í textanum sem býður alla velkomna. Ég held að allir geti sett sig í þau spor.“ Lagið er sem fyrr segir að finna á síðustu breiðskífu Bjarkar, Fossora. Platan hlaut tilnefningu til Grammy verðlaunanna og er nefnd ein af bestu plötum ársins af The New York Times og Pitchfork. Myndbandið má finna hér fyrir neðan. Tónlist Björk Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Myndbandið þróar áfram heiminn sem Björk skapaði í kringum plötuna Fossora. Í Victimhood skoðar Björk sjálfsvorkunn, fórnir og mæðraveldisumhyggju með hliðsjón af erkitýpum Jungs í melankólískri stemmningu sem breiðir smátt og smátt úr sér í gegnum skörðótt rafhljóð, þokulúðralegar klarínettur og marglaga raddanir. Töfrandi persónur með djúpa merkingu „Það má segja að ég búi yfir einhverskonar tálsýnis hugmynd af sjálfri mér sem bjartsýnismanneskju,“ segir Björk og bætir við að mikilvægt sé þó að vera trú raunveruleikanum. Þrátt fyrir ævintýralegt útlit myndbandsins segir Björk það mikilvægt að vera trú raunveruleikanum. Santiago Felipe „Það er flóknara að ná í skottið á sjálfsvorkun ef þú ert bjartsýn. Stundum verður það hlutverk kvenna, að takast á við tilfinningalega vinnu og að hreinsa geðið, og ef það eru dimmir skuggar eða öfl umbreytum við þeim í góða orku fyrir aðra fjölskyldumeðlimi svo þeir þurfi ekki að takast á við það, við sjáum um það. En það er líka undarlegur fórnarlambs hattur, þú ákveður að gera þessa vinnu en enginn bað þig um það. Kannski er það einmitt þar sem húmorinn kemur inn. Það er mjög áhugavert. Ég bara elska þetta málverk svo mikið. Þessar persónur eru svo töfrandi, þær hafa svo djúpa, djúpa merkingu fyrir mig.“ View this post on Instagram A post shared by Assoc of Independent Music (@aim_uk) Gat ekki gleymt þessu lagi Gabríela, annar leikstjóri myndbandsins, segist sömuleiðis vera hugfangna af laginu. „Ég gat ekki gleymt því, mig meira að segja dreymdi það. Frá fyrstu hlustun fann ég fyrir sterkri tengingu við lagið sem horfist í augu við þætti sem ég velti oft fyrir mér. Björk segir erfiðara að ná í skottið á sjálfsvorkun verandi bjartsýnn.Santiago Felipe Það fjallar um sjálfsvorkunn og hversu fáránleg þú varst eða fyndin þú varst í ákveðnum kringumstæðum, eða á skrítnum stað þar sem þú áttir í erfiðleikum, og síðan horfistu í augu við sjálfið. Í stað þess að benda alltaf á einhvern annan. Það er svo gott að enduruppgötva sjálfa sig. Að brjótast í gegnum steypta grímu af ákveðinni tilfinningu frá ákveðnum tíma. Ég held að það fyrir finnist einhvers konar ljóð um mannlegar kringum stæður í textanum sem býður alla velkomna. Ég held að allir geti sett sig í þau spor.“ Lagið er sem fyrr segir að finna á síðustu breiðskífu Bjarkar, Fossora. Platan hlaut tilnefningu til Grammy verðlaunanna og er nefnd ein af bestu plötum ársins af The New York Times og Pitchfork. Myndbandið má finna hér fyrir neðan.
Tónlist Björk Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira