Björk gefur út ævintýralegt myndband Íris Hauksdóttir skrifar 6. september 2023 13:44 Björk Guðmundsdóttir gaf út ævintýralegt tónlistarmyndband. Getty Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon. Myndbandið þróar áfram heiminn sem Björk skapaði í kringum plötuna Fossora. Í Victimhood skoðar Björk sjálfsvorkunn, fórnir og mæðraveldisumhyggju með hliðsjón af erkitýpum Jungs í melankólískri stemmningu sem breiðir smátt og smátt úr sér í gegnum skörðótt rafhljóð, þokulúðralegar klarínettur og marglaga raddanir. Töfrandi persónur með djúpa merkingu „Það má segja að ég búi yfir einhverskonar tálsýnis hugmynd af sjálfri mér sem bjartsýnismanneskju,“ segir Björk og bætir við að mikilvægt sé þó að vera trú raunveruleikanum. Þrátt fyrir ævintýralegt útlit myndbandsins segir Björk það mikilvægt að vera trú raunveruleikanum. Santiago Felipe „Það er flóknara að ná í skottið á sjálfsvorkun ef þú ert bjartsýn. Stundum verður það hlutverk kvenna, að takast á við tilfinningalega vinnu og að hreinsa geðið, og ef það eru dimmir skuggar eða öfl umbreytum við þeim í góða orku fyrir aðra fjölskyldumeðlimi svo þeir þurfi ekki að takast á við það, við sjáum um það. En það er líka undarlegur fórnarlambs hattur, þú ákveður að gera þessa vinnu en enginn bað þig um það. Kannski er það einmitt þar sem húmorinn kemur inn. Það er mjög áhugavert. Ég bara elska þetta málverk svo mikið. Þessar persónur eru svo töfrandi, þær hafa svo djúpa, djúpa merkingu fyrir mig.“ View this post on Instagram A post shared by Assoc of Independent Music (@aim_uk) Gat ekki gleymt þessu lagi Gabríela, annar leikstjóri myndbandsins, segist sömuleiðis vera hugfangna af laginu. „Ég gat ekki gleymt því, mig meira að segja dreymdi það. Frá fyrstu hlustun fann ég fyrir sterkri tengingu við lagið sem horfist í augu við þætti sem ég velti oft fyrir mér. Björk segir erfiðara að ná í skottið á sjálfsvorkun verandi bjartsýnn.Santiago Felipe Það fjallar um sjálfsvorkunn og hversu fáránleg þú varst eða fyndin þú varst í ákveðnum kringumstæðum, eða á skrítnum stað þar sem þú áttir í erfiðleikum, og síðan horfistu í augu við sjálfið. Í stað þess að benda alltaf á einhvern annan. Það er svo gott að enduruppgötva sjálfa sig. Að brjótast í gegnum steypta grímu af ákveðinni tilfinningu frá ákveðnum tíma. Ég held að það fyrir finnist einhvers konar ljóð um mannlegar kringum stæður í textanum sem býður alla velkomna. Ég held að allir geti sett sig í þau spor.“ Lagið er sem fyrr segir að finna á síðustu breiðskífu Bjarkar, Fossora. Platan hlaut tilnefningu til Grammy verðlaunanna og er nefnd ein af bestu plötum ársins af The New York Times og Pitchfork. Myndbandið má finna hér fyrir neðan. Tónlist Björk Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Myndbandið þróar áfram heiminn sem Björk skapaði í kringum plötuna Fossora. Í Victimhood skoðar Björk sjálfsvorkunn, fórnir og mæðraveldisumhyggju með hliðsjón af erkitýpum Jungs í melankólískri stemmningu sem breiðir smátt og smátt úr sér í gegnum skörðótt rafhljóð, þokulúðralegar klarínettur og marglaga raddanir. Töfrandi persónur með djúpa merkingu „Það má segja að ég búi yfir einhverskonar tálsýnis hugmynd af sjálfri mér sem bjartsýnismanneskju,“ segir Björk og bætir við að mikilvægt sé þó að vera trú raunveruleikanum. Þrátt fyrir ævintýralegt útlit myndbandsins segir Björk það mikilvægt að vera trú raunveruleikanum. Santiago Felipe „Það er flóknara að ná í skottið á sjálfsvorkun ef þú ert bjartsýn. Stundum verður það hlutverk kvenna, að takast á við tilfinningalega vinnu og að hreinsa geðið, og ef það eru dimmir skuggar eða öfl umbreytum við þeim í góða orku fyrir aðra fjölskyldumeðlimi svo þeir þurfi ekki að takast á við það, við sjáum um það. En það er líka undarlegur fórnarlambs hattur, þú ákveður að gera þessa vinnu en enginn bað þig um það. Kannski er það einmitt þar sem húmorinn kemur inn. Það er mjög áhugavert. Ég bara elska þetta málverk svo mikið. Þessar persónur eru svo töfrandi, þær hafa svo djúpa, djúpa merkingu fyrir mig.“ View this post on Instagram A post shared by Assoc of Independent Music (@aim_uk) Gat ekki gleymt þessu lagi Gabríela, annar leikstjóri myndbandsins, segist sömuleiðis vera hugfangna af laginu. „Ég gat ekki gleymt því, mig meira að segja dreymdi það. Frá fyrstu hlustun fann ég fyrir sterkri tengingu við lagið sem horfist í augu við þætti sem ég velti oft fyrir mér. Björk segir erfiðara að ná í skottið á sjálfsvorkun verandi bjartsýnn.Santiago Felipe Það fjallar um sjálfsvorkunn og hversu fáránleg þú varst eða fyndin þú varst í ákveðnum kringumstæðum, eða á skrítnum stað þar sem þú áttir í erfiðleikum, og síðan horfistu í augu við sjálfið. Í stað þess að benda alltaf á einhvern annan. Það er svo gott að enduruppgötva sjálfa sig. Að brjótast í gegnum steypta grímu af ákveðinni tilfinningu frá ákveðnum tíma. Ég held að það fyrir finnist einhvers konar ljóð um mannlegar kringum stæður í textanum sem býður alla velkomna. Ég held að allir geti sett sig í þau spor.“ Lagið er sem fyrr segir að finna á síðustu breiðskífu Bjarkar, Fossora. Platan hlaut tilnefningu til Grammy verðlaunanna og er nefnd ein af bestu plötum ársins af The New York Times og Pitchfork. Myndbandið má finna hér fyrir neðan.
Tónlist Björk Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira