Flugmaður dó eftir brotlendingu í kynjaveislu Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 10:43 Flugmaður lét lífið í Mexíkó á sunnudaginn þegar annar vængur flugvéla hans rifnaði af. Þá var flugmaðurinn að taka þátt í kynjaveislu og notaði hann flugvélina til að dreifa bleikum reyk yfir veislugesti, til marks um það að parið sem hélt veisluna var að eignast stúlkubarn. Flugvélin brotlenti skammt frá en nokkrir gestir í veislunni og parið sem hélt veisluna virtust ekki taka eftir því. Samkvæmt frétt CNN lést flugmaðurinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Héraðsmiðillinn Línea Directa segir flugmanninn hafa verið 32 ára gamlan og hét hann Luis Ángel. Engan annan sakaði í slysinu. Pilot killed after his Piper PA-25 left wing failed at a gender reveal party in the town of San Pedro, Mexico. pic.twitter.com/6JILK7fsGm— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) September 3, 2023 Kynjaveislur eru tiltölulega nýjar af nálinni en þær voru notaðar til að tilkynna nánustu ættingjum para kyn væntanlegs barns þeirra. Veislurnar hafa undið upp á sig og þá sérstaklega vestanhafs. Í Arisóna árið 2017 voru veislugestir látnir skjóta tvö skotmörk sem voru merkt „Drengur“ og „stúlka“. Rétta skotmarkið sprakk svo í loft upp, með bláum reyk. Sprengingin kveikti þó í nærliggjandi gróðri og úr varð umfangsmikill skógareldur. Parinu var á endanum gert að greiða rúmar átta milljónir dala í skaðabætur. Það samsvarar um milljarði króna en í heildina brunnu um nítján þúsund hektarar. Sambærilega sögu er að segja frá kynjaveislu í Kaliforníu árið 2020. Sú kynjaveisla leiddi til El Dorado eldana. Minnst einn slökkviliðsmaður dó við að berjast gegn eldunum og fjölmargir særðust. Eldarnir loguðu í 24 daga og minnst fimm heimili brunnu til grunna og fjögur skemmdust. Réttarhöld gegn parinu eiga að hefjast á þessu ári en þau standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Í Iowa árið 2019 smíðaði par óvitandi rörasprengju sem innihélt litað skraut. Þegar sprengjan var sprengd, sprakk rörið og dreifðust sprengibrot víða. Ein amma barnsins sem verið var að opinbera varð fyrir sprengibroti og dó á staðnum. Árið 2021 dó bandarískur maður sem átti von á sínu fyrsta barni er hann var að smíða einhvers konar sprengju sem nota á til að afhjúpa kyn barnsins. Bróðir mannsins slasaðist einnig þegar sprengingin varð. Mexíkó Börn og uppeldi Bandaríkin Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Flugvélin brotlenti skammt frá en nokkrir gestir í veislunni og parið sem hélt veisluna virtust ekki taka eftir því. Samkvæmt frétt CNN lést flugmaðurinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Héraðsmiðillinn Línea Directa segir flugmanninn hafa verið 32 ára gamlan og hét hann Luis Ángel. Engan annan sakaði í slysinu. Pilot killed after his Piper PA-25 left wing failed at a gender reveal party in the town of San Pedro, Mexico. pic.twitter.com/6JILK7fsGm— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) September 3, 2023 Kynjaveislur eru tiltölulega nýjar af nálinni en þær voru notaðar til að tilkynna nánustu ættingjum para kyn væntanlegs barns þeirra. Veislurnar hafa undið upp á sig og þá sérstaklega vestanhafs. Í Arisóna árið 2017 voru veislugestir látnir skjóta tvö skotmörk sem voru merkt „Drengur“ og „stúlka“. Rétta skotmarkið sprakk svo í loft upp, með bláum reyk. Sprengingin kveikti þó í nærliggjandi gróðri og úr varð umfangsmikill skógareldur. Parinu var á endanum gert að greiða rúmar átta milljónir dala í skaðabætur. Það samsvarar um milljarði króna en í heildina brunnu um nítján þúsund hektarar. Sambærilega sögu er að segja frá kynjaveislu í Kaliforníu árið 2020. Sú kynjaveisla leiddi til El Dorado eldana. Minnst einn slökkviliðsmaður dó við að berjast gegn eldunum og fjölmargir særðust. Eldarnir loguðu í 24 daga og minnst fimm heimili brunnu til grunna og fjögur skemmdust. Réttarhöld gegn parinu eiga að hefjast á þessu ári en þau standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Í Iowa árið 2019 smíðaði par óvitandi rörasprengju sem innihélt litað skraut. Þegar sprengjan var sprengd, sprakk rörið og dreifðust sprengibrot víða. Ein amma barnsins sem verið var að opinbera varð fyrir sprengibroti og dó á staðnum. Árið 2021 dó bandarískur maður sem átti von á sínu fyrsta barni er hann var að smíða einhvers konar sprengju sem nota á til að afhjúpa kyn barnsins. Bróðir mannsins slasaðist einnig þegar sprengingin varð.
Mexíkó Börn og uppeldi Bandaríkin Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira