Eins og kannski við mátti búast gerir Hovland ekki mikið úr afrekum sínum á Tinder-síðunni sinni. Hann er vissulega með myndir af sér með verðlaun sem hann hefur unnið á golfvellinum en lýsir sér annars sem venjulegum strák frá Ekeberg.
Viktor Hovland s Tinder is everything you hoped it would be
— Flushing It (@flushingitgolf) September 5, 2023
H/t @PGALIVHotTakes pic.twitter.com/1q994rOWJW
Hovland virðist ekki hafa verið virkur á Tinder að undanförnu því hann er ekki með neinar myndir frá yfirstandandi tímabili þar sem hann hefur unnið marga glæsta sigra.
Hinn 25 ára Hovland hefur meðal annars unnið The Memorial mótið, BMW mótið og Tour Championship í ár.
Hovland undirbýr sig nú fyrir Ryder-bikarinn ásamt félögum sínum í liði Evrópu.