Sameiningaráætlanir framhaldsskóla lausn á fjármagnsskorti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 09:30 Ásmundur segir að gætt verði að menningu og hefðum skóla verði þeir sameinaðir við aðra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða sameiningu framhaldsskóla. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Menntamálaráðherra kynnti ásamt rektorum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri skoðun á sameiningu skólanna tveggja fyrir nemendum og starfsfólki á þriðjudag. Nemendur MA mótmæltu fyrirhugaðri sameiningu harðlega í gær og lýstu yfir áhyggjum af því að menning innan skólanna tapaðist. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að mótmæla mögulegri sameiningu sem á þriðja þúsund hafa skrifað undir. „Ég hef lagt áherslu á það að í allri vinnu sem þessu tengist verði gætt að sögu, menningu og hefðum beggja skóla,“ segir Ásmundur Einar Daðason, menntamálaráðherra. Hann segir nýjar áskoranir í menntakerfinu að baki breytingunum. „Við erum að horfa upp á það að það er stór fjöldi nemenda sem bíður eftir að komast í starfsnám, sem er dýrara nám. Við erum með áskoranir þegar kemur að námsárangri, stöðu drengja. Stóraukinn fjölda barna af erlendum uppruna. Allt kallar þetta á að við gerum breytingar á menntakerfinu,“ segir hann. „Stærri einingar eru betur í stakk búnar að mæta þessum áskorunum.“ MA og VMA eru ekki einu menntaskólarnir sem viðrað hefur verið að sameina. Í vor tilkynnti menntamálaráðuneytið að til skoðunar kæmi að sameina Kvennó og MS, Tækniskólann og Flensborg og Keili og FS. Starfsmenn skólanna mótmæltu margir hverjir harðlega en þær sameiningarhugmyndir enn stutt á veg komnar. Ásmundur segir þessa skóla glíma við sömu áskoranir og MA og VMA. Til að mæta þeim sé nauðsynlegt að fá meira fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn inn í skólana. Það er það sem við lögðum upp með til að mæta þessum áskorunum sem ég nefndi. Það hefur ekki fengist, meðal annars vegna ástandsins í þjóðfélaginu.“ Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. 7. september 2023 13:30 Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01 Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Menntamálaráðherra kynnti ásamt rektorum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri skoðun á sameiningu skólanna tveggja fyrir nemendum og starfsfólki á þriðjudag. Nemendur MA mótmæltu fyrirhugaðri sameiningu harðlega í gær og lýstu yfir áhyggjum af því að menning innan skólanna tapaðist. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að mótmæla mögulegri sameiningu sem á þriðja þúsund hafa skrifað undir. „Ég hef lagt áherslu á það að í allri vinnu sem þessu tengist verði gætt að sögu, menningu og hefðum beggja skóla,“ segir Ásmundur Einar Daðason, menntamálaráðherra. Hann segir nýjar áskoranir í menntakerfinu að baki breytingunum. „Við erum að horfa upp á það að það er stór fjöldi nemenda sem bíður eftir að komast í starfsnám, sem er dýrara nám. Við erum með áskoranir þegar kemur að námsárangri, stöðu drengja. Stóraukinn fjölda barna af erlendum uppruna. Allt kallar þetta á að við gerum breytingar á menntakerfinu,“ segir hann. „Stærri einingar eru betur í stakk búnar að mæta þessum áskorunum.“ MA og VMA eru ekki einu menntaskólarnir sem viðrað hefur verið að sameina. Í vor tilkynnti menntamálaráðuneytið að til skoðunar kæmi að sameina Kvennó og MS, Tækniskólann og Flensborg og Keili og FS. Starfsmenn skólanna mótmæltu margir hverjir harðlega en þær sameiningarhugmyndir enn stutt á veg komnar. Ásmundur segir þessa skóla glíma við sömu áskoranir og MA og VMA. Til að mæta þeim sé nauðsynlegt að fá meira fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn inn í skólana. Það er það sem við lögðum upp með til að mæta þessum áskorunum sem ég nefndi. Það hefur ekki fengist, meðal annars vegna ástandsins í þjóðfélaginu.“
Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. 7. september 2023 13:30 Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01 Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. 7. september 2023 13:30
Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01
Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23