102 sm lax úr Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2023 11:01 Dagur með 102 sm laxinn Það er greinilegt að stóru hængarnir eru farnir að pirra sig all hressilega á flugum veiðimanna en það er orðið næstum því daglegt brauð að sjá hænga yfir 90 sm á samfélagsmiðlum. Það eru samt færri sem eru yfir 100 sm en það gerist þó af og til. Einn slíkur veiddist í Ytri Rangá í gær og það var Dagur Árni Guðmundsson leiðsögumaður við Ytri Rangá sem veiddi hann á ómerktum veiðistað í gær. Hann var með heldur nettar græjur í svona slag en stöngin er glertrefjastöng fyrir línu sex og það þarf mikla reynslu til að landa svona laxi á þetta nettar stangir. Það veiddist einn 101 sm lax í ánni í sumar og svo skemmtilega vill til að Dagur var leiðsögumaður þess veiðimanns sem landaði þeim laxi. Nokkrir svona risar hafa sést í ánni í sumar og haft betur í baráttunni við veiðimenn. Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði
Það eru samt færri sem eru yfir 100 sm en það gerist þó af og til. Einn slíkur veiddist í Ytri Rangá í gær og það var Dagur Árni Guðmundsson leiðsögumaður við Ytri Rangá sem veiddi hann á ómerktum veiðistað í gær. Hann var með heldur nettar græjur í svona slag en stöngin er glertrefjastöng fyrir línu sex og það þarf mikla reynslu til að landa svona laxi á þetta nettar stangir. Það veiddist einn 101 sm lax í ánni í sumar og svo skemmtilega vill til að Dagur var leiðsögumaður þess veiðimanns sem landaði þeim laxi. Nokkrir svona risar hafa sést í ánni í sumar og haft betur í baráttunni við veiðimenn.
Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði