Man Utd ætlar ekki að fá El Ghazi á frjálsri sölu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 08:30 Anwar El Ghazi í leik gegn Southampton. Robin Jones/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er ekki að íhuga að fá Anwar El Ghazi á frjálsri sölu þrátt fyrir sögusagnir þess efnis. Þessi fyrrum leikmaður Aston Villa er samningslaus sem stendur. Man United hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega vel, hvorki innan vallar né utan. Liðið hefur tapað tveimur leikjum af fjórum í ensku úrvalsdeildinni og þá er næsta öruggt að Antony og Jadon Sancho munu ekki spila næstu leiki liðsins. Antony er sem stendur í heimalandinu eftir að hafa verið ásakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína sem og tvær aðrar konur líkamlegu ofbeldi. Hann neitar sök og segist hafa gögn til að sanna sitt mál en þangað til það fæst niðurstaða í málið mun vængmaðurinn ekki spila fyrir Man United. Hvað Sancho varðar þá birti hann póst á samfélagsmiðlum eftir að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði hann ekki hafa æft nægilega vel og það væri ástæðan fyrir því að Sancho hefði ekki verið í leikmannahópi Man Utd gegn Arsenal í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Anwar El Ghazi to Man Utd? #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Það þýðir að liðið er allt í einu orðið heldur þunnskipað á hægri vængnum. Hinn 28 ára gamli El Ghazi er án félags eftir að spila með PSV í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann var því nafn sem kom upp í umræðunni um mögulega leikmenn sem Man United gæti fengið til sin. El Ghazi þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað með Aston Villa og Everton frá 2018 til 2022. Einnig hefur hann leikið fyrir Ajax í Hollandi og Lille í Frakklandi. Þá á leikmaðurinn að baki tvo A-landsleiki fyrir Holland. Nú hefur verið tekið fyrir möguleg skipti El Ghazi til Man United. Facundo Pellistri, Bruno Fernandes og Mason Mount geta allir leyst hægri vængstöðuna og því verður ekki sóttur leikmaður. #MUFC not interested in Anwar El Ghazi, after proposal by agents. Right-wing options affected by Antony s withdrawal + Sancho s situation, but Pellistri was kept with a view to featuring, plus Garnacho could play there. Fernandes/Mount too, if necessary.— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) September 12, 2023 Man United mætir Brighton & Hove Albion um næstu helgi þegar landsleikjahléinu sem nú er í gangi er lokið. Þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda ætli það sér ekki að sökkva eins og steinn á leiktíðinni sem nýlega er hafin. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Man United hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega vel, hvorki innan vallar né utan. Liðið hefur tapað tveimur leikjum af fjórum í ensku úrvalsdeildinni og þá er næsta öruggt að Antony og Jadon Sancho munu ekki spila næstu leiki liðsins. Antony er sem stendur í heimalandinu eftir að hafa verið ásakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína sem og tvær aðrar konur líkamlegu ofbeldi. Hann neitar sök og segist hafa gögn til að sanna sitt mál en þangað til það fæst niðurstaða í málið mun vængmaðurinn ekki spila fyrir Man United. Hvað Sancho varðar þá birti hann póst á samfélagsmiðlum eftir að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði hann ekki hafa æft nægilega vel og það væri ástæðan fyrir því að Sancho hefði ekki verið í leikmannahópi Man Utd gegn Arsenal í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Anwar El Ghazi to Man Utd? #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Það þýðir að liðið er allt í einu orðið heldur þunnskipað á hægri vængnum. Hinn 28 ára gamli El Ghazi er án félags eftir að spila með PSV í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann var því nafn sem kom upp í umræðunni um mögulega leikmenn sem Man United gæti fengið til sin. El Ghazi þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað með Aston Villa og Everton frá 2018 til 2022. Einnig hefur hann leikið fyrir Ajax í Hollandi og Lille í Frakklandi. Þá á leikmaðurinn að baki tvo A-landsleiki fyrir Holland. Nú hefur verið tekið fyrir möguleg skipti El Ghazi til Man United. Facundo Pellistri, Bruno Fernandes og Mason Mount geta allir leyst hægri vængstöðuna og því verður ekki sóttur leikmaður. #MUFC not interested in Anwar El Ghazi, after proposal by agents. Right-wing options affected by Antony s withdrawal + Sancho s situation, but Pellistri was kept with a view to featuring, plus Garnacho could play there. Fernandes/Mount too, if necessary.— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) September 12, 2023 Man United mætir Brighton & Hove Albion um næstu helgi þegar landsleikjahléinu sem nú er í gangi er lokið. Þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda ætli það sér ekki að sökkva eins og steinn á leiktíðinni sem nýlega er hafin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira