Vonast eftir markvissari aðgerðaáætlun í væntanlegri uppfærslu Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2023 07:01 Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, núverandi og fyrrverandi ráðherrar loftslagsmála í ríkisstjórninni, ganga niður stiga í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin stefnir að því að leggja fram uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir lok ársins. Formaður loftslagsráðs segir að áætlunin þurfi að verða mun markvissari með tölulegum markmiðum og skýrari ábyrgðarskiptingu en sú sem nú er í gildi. Fyrsta fjármagnaða aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum var kynnt á fyrri hluta fyrra kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar árið 2018. Hún var uppfærð árið 2020 með fimmtán nýjum aðgerðum. Þá var fullyrt að aðgerðirnar dygðu til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2030 miðað við árið 2005. Ísland stæði þá nokkuð ríflega við skuldbindingu sína um 29 prósent samdrátt sem var hlutdeild landsins í þáverandi sameiginlegu markmiði með Evrópusambandinu. Töluvert vantar þó upp á að það markmið náist miðað við framreikning Umhverfisstofnunar á losun Íslands sem var birtur í apríl. Samdráttur með núverandi eða staðfestum aðgerðum verður um 24 prósent að mati stofnunarinnar. Sjálfstætt landsmarkmið sem ríkisstjórnin setti sér við upphaf núverandi kjörtímabils um 55 prósent samdrátt fyrir lok áratugsins er víðsfjarri. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, sagði of snemmt að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar eftir að framreikningur Umhverfisstofnunar var kynntur og boðaði uppfærslu á aðgerðaáætluninni. „Við viljum gera hana eins hratt og við getum en á sama tíma með aðgerðum sem eru mælanlegar og skilgreindar þannig að við vitum hvar við stöndum,“ sagði hann í apríl. Sérstök áhersla á alþjóðlegu skuldbindingarnar Ráðherrann upplýsti ríkisstjórnina um vinnu við uppfærslu á aðgerðaáætluninni á fundi hennar í síðustu viku. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir ráðuneyti hans að stefnt sé að því að birta hana fyrir árslok. Horft sé til markmiða ríkisstjórnarinnar um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 og að grunnur verði lagður að kolefnishlutleysi árið 2040. Sérstök áhersla verði lögð á aðgerðir til þess að uppfylla skuldbindingar gagnvart Evrópusambandinu um samdrátt í losun sem telst á beinni ábyrgð Íslands. ESB stefnir að 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en hlutdeild Íslands í því markmiði hefur enn ekki verið ákvörðuð. Byggt verður á grunni aðgerðaáætlunarinnar frá árinu 2020 að viðbættum áherslum og aðgerðum sem samtal ráðuneytisins við Samtök atvinnulífsins, sveitarfélögin, samtök í landbúnaði og fleiri um gerð loftslagsvísa atvinnulífsins leiddi af sér. Einnig á að líta til aðgerðaáætlana nágrannaríkjanna sem fyrirmynda. Halldór Þorgeirsson, starfandi formaður loftslagsráðs. Skipunartími ráðsins rann út í byrjun mánaðar en verið er að skoða hvernig það verður endurskipað. Halldór var áður framkvæmdastjóri hjá loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna.Vísir/Vilhelm Eiga að geta verið nákvæmari um ætlaðan árangur Núgildandi aðgerðaáætlun hefur meðal annars sætt gagnrýni fyrir að vera ekki nógu skýr um hvaða árangri einstakar aðgerðir eiga að skila. Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, ráðgjafarráðs sem á að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf í loftslagsmálum, segir að aðgerðaáætlunin þurfi að verða miklu markvissari með tölulegum upplýsingum og mun skýrari skiptingu ábyrgðar. „Það er komin það mikil reynsla að við eigum að geta verið nákvæmari um hvaða árangri hlutir geta skilað,“ segir Halldór við Vísi. Ákveðnar hugmyndir séu um lausnir en ekki sé ljóst hvernig þær eiga að verða að raunveruleika. „Það er það sem þarf að breytast, að það sé verið að ráðast í tilteknar fjárfestingar,“ segir hann. Töf eykur kostnaðinn Halldóri er sérstaklega hugsað til ábyrgðar atvinnulífsins sem hann segir tilbúið að gera margt til þess að draga úr losun. Það sé hins vegar að bíða eftir kostnaðarskiptingu vegna dýrra fjárfestinga sem aðgerðirnar kalla á. „Í öllu svona kemur töf bara til með að auka kostnaðinn. Þess vegna er svo brýnt að við breytum núverandi ástandi. Það er svo ljóst að við höfum ekki náð tökum á losuninni. Það þarf virkilega margt að gerast núna og afdrifaríkar ákvarðanir sem þarf að taka,“ segir hann. Það er engin ein loftslagsaðgerð sem Halldór segir að þurfi að rata í aðgerðaáætlunina. Hún þurfti fyrst og fremst að vera markviss, ábyrgðaskiptingin skýr og árangurinn af henni sé metinn fyrir fram. Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Sigurjón Markmiðin verði að vera skýr og trúverðug Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segist furða sig á hvað íslenskir ráðamenn dragi lappirnar í loftslagsmálum. Hann gagnrýnir að hlutdeild Íslands í uppfærðu sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópusambandsins og Noregs liggi enn ekki fyrir. Loftslagsráðherra hafi talað um opinberlega að hlutdeildin gæti numið um fjörutíu prósent samdrætti í losun. Í formlegu svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku hafi hann engu að síður sagt að viðræður við Evrópusambandið standi enn yfir. „Spurningin er: hvað tefur ríkisstjórnina? Af hverju þetta aðgerðaleysi. Ríkisstjórnin verður að setja skýr, trúverðug markmið um samdrátt í losun,“ segir Árni. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Fyrsta fjármagnaða aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum var kynnt á fyrri hluta fyrra kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar árið 2018. Hún var uppfærð árið 2020 með fimmtán nýjum aðgerðum. Þá var fullyrt að aðgerðirnar dygðu til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2030 miðað við árið 2005. Ísland stæði þá nokkuð ríflega við skuldbindingu sína um 29 prósent samdrátt sem var hlutdeild landsins í þáverandi sameiginlegu markmiði með Evrópusambandinu. Töluvert vantar þó upp á að það markmið náist miðað við framreikning Umhverfisstofnunar á losun Íslands sem var birtur í apríl. Samdráttur með núverandi eða staðfestum aðgerðum verður um 24 prósent að mati stofnunarinnar. Sjálfstætt landsmarkmið sem ríkisstjórnin setti sér við upphaf núverandi kjörtímabils um 55 prósent samdrátt fyrir lok áratugsins er víðsfjarri. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, sagði of snemmt að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar eftir að framreikningur Umhverfisstofnunar var kynntur og boðaði uppfærslu á aðgerðaáætluninni. „Við viljum gera hana eins hratt og við getum en á sama tíma með aðgerðum sem eru mælanlegar og skilgreindar þannig að við vitum hvar við stöndum,“ sagði hann í apríl. Sérstök áhersla á alþjóðlegu skuldbindingarnar Ráðherrann upplýsti ríkisstjórnina um vinnu við uppfærslu á aðgerðaáætluninni á fundi hennar í síðustu viku. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir ráðuneyti hans að stefnt sé að því að birta hana fyrir árslok. Horft sé til markmiða ríkisstjórnarinnar um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 og að grunnur verði lagður að kolefnishlutleysi árið 2040. Sérstök áhersla verði lögð á aðgerðir til þess að uppfylla skuldbindingar gagnvart Evrópusambandinu um samdrátt í losun sem telst á beinni ábyrgð Íslands. ESB stefnir að 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en hlutdeild Íslands í því markmiði hefur enn ekki verið ákvörðuð. Byggt verður á grunni aðgerðaáætlunarinnar frá árinu 2020 að viðbættum áherslum og aðgerðum sem samtal ráðuneytisins við Samtök atvinnulífsins, sveitarfélögin, samtök í landbúnaði og fleiri um gerð loftslagsvísa atvinnulífsins leiddi af sér. Einnig á að líta til aðgerðaáætlana nágrannaríkjanna sem fyrirmynda. Halldór Þorgeirsson, starfandi formaður loftslagsráðs. Skipunartími ráðsins rann út í byrjun mánaðar en verið er að skoða hvernig það verður endurskipað. Halldór var áður framkvæmdastjóri hjá loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna.Vísir/Vilhelm Eiga að geta verið nákvæmari um ætlaðan árangur Núgildandi aðgerðaáætlun hefur meðal annars sætt gagnrýni fyrir að vera ekki nógu skýr um hvaða árangri einstakar aðgerðir eiga að skila. Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, ráðgjafarráðs sem á að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf í loftslagsmálum, segir að aðgerðaáætlunin þurfi að verða miklu markvissari með tölulegum upplýsingum og mun skýrari skiptingu ábyrgðar. „Það er komin það mikil reynsla að við eigum að geta verið nákvæmari um hvaða árangri hlutir geta skilað,“ segir Halldór við Vísi. Ákveðnar hugmyndir séu um lausnir en ekki sé ljóst hvernig þær eiga að verða að raunveruleika. „Það er það sem þarf að breytast, að það sé verið að ráðast í tilteknar fjárfestingar,“ segir hann. Töf eykur kostnaðinn Halldóri er sérstaklega hugsað til ábyrgðar atvinnulífsins sem hann segir tilbúið að gera margt til þess að draga úr losun. Það sé hins vegar að bíða eftir kostnaðarskiptingu vegna dýrra fjárfestinga sem aðgerðirnar kalla á. „Í öllu svona kemur töf bara til með að auka kostnaðinn. Þess vegna er svo brýnt að við breytum núverandi ástandi. Það er svo ljóst að við höfum ekki náð tökum á losuninni. Það þarf virkilega margt að gerast núna og afdrifaríkar ákvarðanir sem þarf að taka,“ segir hann. Það er engin ein loftslagsaðgerð sem Halldór segir að þurfi að rata í aðgerðaáætlunina. Hún þurfti fyrst og fremst að vera markviss, ábyrgðaskiptingin skýr og árangurinn af henni sé metinn fyrir fram. Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Sigurjón Markmiðin verði að vera skýr og trúverðug Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segist furða sig á hvað íslenskir ráðamenn dragi lappirnar í loftslagsmálum. Hann gagnrýnir að hlutdeild Íslands í uppfærðu sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópusambandsins og Noregs liggi enn ekki fyrir. Loftslagsráðherra hafi talað um opinberlega að hlutdeildin gæti numið um fjörutíu prósent samdrætti í losun. Í formlegu svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku hafi hann engu að síður sagt að viðræður við Evrópusambandið standi enn yfir. „Spurningin er: hvað tefur ríkisstjórnina? Af hverju þetta aðgerðaleysi. Ríkisstjórnin verður að setja skýr, trúverðug markmið um samdrátt í losun,“ segir Árni.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira