Erlent

Strokufanginn gómaður eftir tveggja vikna flótta

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hér má sjá Cavalcante klifra á milli veggja fangelsisins.
Hér má sjá Cavalcante klifra á milli veggja fangelsisins. Skjáskot/AP

Danelo Cavalcante, morðingi sem hefur gengið laus síðustu tvær vikur, hefur verið gómaður. Hann slapp úr fangelsi í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna á ótrúlegan átt á dögunum.

Lögreglan í Pennsylvaníu greinir frá þessu og boðar frekari upplýsingagjöf vegna málsins innan tíðar. CNN hefur birt myndband þar sem Cavalcante sést leiddur í löggæslu bifreið af þungvopnuðum löggæslumönnum.

Daneolo Cavalcante er 34 ára gamall og var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 2021. Hann er jafnframt sagður hafa myrt mann í Brasilíu árið 2017.

Hann slapp úr fangelsi þann 31. ágúst og gekk laus í um það bil fimmtán daga, þrátt fyrir að hundruð lögregluþjóna hafa leitað hans.

Flótti hans úr fangelsinu hefur vakið mikla athygli en honum tókst að klifra upp á þak fangelsisins á ótrúlegan hátt. Myndband af atvikinu hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum.

Í gærkvöldi var greint frá því að Cavalcante væri orðinn vopnaður, þar sem að hann hefði fundið og tekið rifill. Eigandi riffilsins sá hann og sagðist hafa skotið á eftir honum en ekki hæft hann.

Þá var greint frá því að svæðið sem hann hafði falið sig í hefði verið mjög strjálbýlt og skógi vaxið. Við leitina var notast við hesta, hunda, þyrlur og jafnvel brynvarða bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×