Áhrifamenn í tæknigeiranum sammála um nauðsyn regluverks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2023 10:34 Elon Musk segir nær alla hafa rétt upp hönd þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir styddu regluverk um gervigreind. Getty/Chesnot Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX og eigandi samskiptamiðilsins X (áður Twitter), segir menn hafa verið á einu máli um mikilvægi regluverks um gervigreind þegar margir af helstu þungavigtarmönnum tæknigeirans funduðu með stjórnmálamönnum vestanhafs í miðvikudag. Það var Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem boðaði til fundarins en á meðal viðstaddra voru Musk, Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, Sundar Pichai, yfirmaður Google, Bill Gates, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Microsoft, og Satya Nadella, núverandi forstjóri Microsoft. Fundurinn var haldinn fyrir lokuðum tjöldum en Musk sagði í samtali við blaðamenn eftir fundinn að hann gerði ráð fyrir að regluverk myndi líta dagsins ljós. Ómögulegt væri að segja hvenær eða hvernig framsetningin yrði. Elon Musk on the AI Insight Forum: Something good will come out if this. It was a very civilized discussion among some of the smartest people in the world, he said. I thought Senator Schumer did a great service to humanity here, with the support of the rest of the Senate, pic.twitter.com/GAPzAzp0gO— K10 (@Kristennetten) September 14, 2023 Musk sagði á fundinum að hann vildi „dómara“ yfir gervigreindariðnaðinum og Zuckerberg sagði að þingið þyrfti að koma að málum, bæði til að styðja við þróun en einnig sem eftirlitsaðili. Hann sagði best að fyrirtækin í Bandaríkjunum sem ynnu að gervigreind stigu fram og sýndu frumkvæði að því að setja reglur og viðmið í samvinnu við stjórnvöld. Mike Rounds, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði þingið engan vegið í stakk búið til að setja reglur um gervigreind; það myndi taka tíma. Þá sagði Demókratinn Cory Booker að viðstaddir hefðu verið sammála um eftirlitshlutverk stjórnvalda en að reglugerðasmíðarnar yrðu vandasamar. Bandaríkin Tækni Gervigreind Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Það var Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem boðaði til fundarins en á meðal viðstaddra voru Musk, Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, Sundar Pichai, yfirmaður Google, Bill Gates, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Microsoft, og Satya Nadella, núverandi forstjóri Microsoft. Fundurinn var haldinn fyrir lokuðum tjöldum en Musk sagði í samtali við blaðamenn eftir fundinn að hann gerði ráð fyrir að regluverk myndi líta dagsins ljós. Ómögulegt væri að segja hvenær eða hvernig framsetningin yrði. Elon Musk on the AI Insight Forum: Something good will come out if this. It was a very civilized discussion among some of the smartest people in the world, he said. I thought Senator Schumer did a great service to humanity here, with the support of the rest of the Senate, pic.twitter.com/GAPzAzp0gO— K10 (@Kristennetten) September 14, 2023 Musk sagði á fundinum að hann vildi „dómara“ yfir gervigreindariðnaðinum og Zuckerberg sagði að þingið þyrfti að koma að málum, bæði til að styðja við þróun en einnig sem eftirlitsaðili. Hann sagði best að fyrirtækin í Bandaríkjunum sem ynnu að gervigreind stigu fram og sýndu frumkvæði að því að setja reglur og viðmið í samvinnu við stjórnvöld. Mike Rounds, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði þingið engan vegið í stakk búið til að setja reglur um gervigreind; það myndi taka tíma. Þá sagði Demókratinn Cory Booker að viðstaddir hefðu verið sammála um eftirlitshlutverk stjórnvalda en að reglugerðasmíðarnar yrðu vandasamar.
Bandaríkin Tækni Gervigreind Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira