Stöð 2 Sport 4
Við fylgjumst með öðrum degi Swiss Ladies Open á LET-mótaröðinni í golfi frá klukkan 13:00 á Stöð 2 Sport 4.
Stöð 2 eSport
Dusty mætir til leiks á Blast Premier mótaröðinni í CS:GO í dag. Þetta er í þriðja sinn sem Dusty tekur þátt í forkeppninni, en fyrsti leikur liðsins er klukkan 10:00 gegn MOUZ.
Klukkan 11:30 mætast svo 416Olsk og Victory Zigzag, en klukkan 13:00 er komið að sigurliðamóti hóps A. Tapliðamót hóps A fer svo fram klukkan 14:30 áður en ákvörðunarmótið hefst klukkan 16:00.
Vodafone Sport
Þá verður nóg um að vera á Vodafone Sport og við hefjum leik klukkan 09:25 með fyrstu æfingu helgarinnar í Formúlu 1 sem fer fram í Singapúr að þessu sinni. Önnur æfingin hefst svo klukkan 12:55 og verður einnig í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Þá er einnig leikið í þýsku úrvalsdeild kvenna klukkan 16:10 og klukkan 18:55 hefst viðureign Southampton og Leicester í ensku 1. deildinni.