Bale er mikill golfáhugamaður og undir lok ferilsins virtist hann vera meira fyrir golfið en fótboltann. Og eftir að hann lagði skóna á hilluna hefur hann nægan tíma til að spila golf.
Walesverjinn keppti meðal annars á BMW PGA Championship Celebrity Pro-Am mótinu þar sem hann var í ráshópi með Rory McIlroy. Hann mætti til leiks með 0,5 í forgjöf sem telst skrambi gott.
Nú er ekki bara hægt að horfa á Bale spila golf heldur er einnig hægt að spila með hann í tölvuleiknum PGA Tour 2K23. Ekki nóg með það heldur er einnig hægt að spila á draumavelli sem Bale hannaði sjálfur.
Á samfélagsmiðlum tölvuleiksins mátti sjá myndbrot af því þegar Bale var „skannaður“ inn í leikinn og talaði inn á hann.
Introducing..... @GarethBale11 to @PGATOUR2K @2K , available as a playable pro TODAY!
— 2K United Kingdom (@2K_UK) September 14, 2023
Play through his custom designed course, The Elevens Club, and complete in-game challenges to earn rewards for your MyPLAYER in #PGATOUR2K23. pic.twitter.com/kj48CNxQ8L
Bale hefur nóg að gera á golfvellinum en seinna í þessum mánuði mun hann keppa ásamt tenniskappanum Novak Djokovic í stjörnuleik Ryder-bikarsins.